Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (sett inn 8.12. 2023)

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. auk 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing skipulagsáforma að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028 og deiliskipulaga

Háteigur í Þykkvabæ. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13. desember 2023 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 á lóðinni Háteigur L165390 þar sem núverandi notkun landbúnaðarsvæðis verði breytt í Verslunar- og þjónustusvæði. Um er að ræða áform um uppbyggingu á ferðaþjónustu með stækkun íbúðarhúss og byggingu gistihúsa innan lóðarinnar fyrir allt að 25 gesti.

Lýsingu skipulagsáforma má nálgast hér. 

Gaddstaðaeyja. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13. desember 2023 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 á lóðinni Gaddstaðaeyja L196655. Um er að ræða byggingu brúar út í eyjuna sem þolir bílaumferð og umferð gangandi fólks. Fyrirhugað er að hafa íbúðabyggð norðan til á eyjunni, fyrir allt að 12 einbýlishús og sunnan til er gert ráð fyrir hóteli með afþreyingu s.s. baðlóni, fyrir allt að 200 gesti. Einnig er möguleiki á útivistarsvæði syðst á eynni. Gert er ráð fyrir að gerð verði breyting á aðalskipulagi þar sem núverandi óbyggðu svæði verði breytt í íbúðarsvæði að hluta og hins vegar í verslunar- og þjónustusvæði.

Lýsingu skipulagsáforma má nálgast hér.

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing skipulagsáforma að deiliskipulagi

Bjargshverfi. Deiliskipulag íbúðabyggðar.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13. desember.2023 að kynnt yrði lýsing skipulagsáforma að deiliskipulagi fyrir Bjargshverfi, nýtt íbúðahverfi innan þéttbýlisins á Hellu vestan Ytri-Rangár þar sem gert verði ráð fyrir allt að 100 íbúðareiningum í mismunandi tegundum húsa, einbýlis, par- og raðhúsum. Gerð verði grein fyrir tengingum við aðra vegi og samgöngum innan svæðisins. Tengsl við þéttbýlið austan Ytri-Rangár gerð skil með áformuðum göngubrúm og göngustígum. Aðkoma að svæðinu er um Suðurlandsveg og Árbæjarveg frá Suðurlandsvegi.

Lýsingu skipulagsáforma má nálgast hér. 

Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 27. desember

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Gaddstaðir 50, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13. desember 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Gaddstaði 50, norðan Suðurlandsvegar við Hróarslæk. Áform eru um byggingu vélaskemmu og annarra landbúnaðarmannvirkja í stað eldri útihúsa á lóðinni. Aðkoma að svæðinu er frá Rangárvallavegi gegnum land sveitarfélagsins.

Tillöguna má nálgast hér. 

Mosar, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13. desember 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir um 16 ha land Mosa L227577. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að skipta lóðinni upp í 8-15 lóðir undir sumarhús þar sem stærð hverrar lóðar yrði á bilinu 0,4 - 2,0 ha. Aðkoma er af Bjallavegi (nr. 272) um nýjan aðkomuveg að Mosum.

Uppdrátt má nálgast hér

Greinargerð má nálgast hér. 

Rangárstígur, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13. desember 2023 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Rangárstíg dags. 27.11.2017. Breytingin gerir ráð fyrir að heimiluð verði gisting í flokki II fyrir allt að 10 manns á hverri lóð. Tillagan var grenndarkynnt öllum lóðarhöfum við Rangárstíg. Gerð hefur verið breyting á texta greinargerðar í aðalskipulagi þar sem umrædd heimild hefur verið færð inn. Aðkoma er af Þykkvabæjarvegi.

Tillöguna má nálgast hér. 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 25. janúar 2024.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?