Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.
Minni-Vellir, Minnivallanáma E30, breyting á texta greinargerðar í aðalskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.11.2023 að gerð verði nauðsynleg breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem uppfærðir verði skilmálar um afmörkun efnistökusvæðis í texta greinargerðar undir Efnistökusvæði E30, þar sem svæðið er stækkað úr 1 ha í 2,4 ha. Um óverulega breytingu er að ræða og ekki verður um aukningu á heildarefnismagni að ræða.
Skipulagsgögn má nálgast hér
Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.
Borg lóð L218544, Breyting á landnotkun.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 5.10.2023 að auglýsa tillögu að breytingum á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem hluti frístundasvæðis F1 er breytt í verslunar- og þjónustusvæði á jörðinni Borg lóð L218544, en þar er rekin atvinnustarfsemi í kringum stangveiði í Ytri-Rangá og Hólsá. Gert er ráð fyrir áframhaldandi starfsemi og uppbyggingu á svæðinu.
Skipulagsgögn má nálgast hér
Háfshjáleiga 1, 2 og 3, Breyting á landnotkun.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.11.2023 að auglýsa tillögu að breytingu á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem hluti núverandi landbúnaðarsvæðis verði breytt í Verslunar- og þjónustusvæði. Markmiðið með aðalskipulagsbreytingunni er að efla ferðaþjónustu á svæðinu og auka þá gistiþjónustu sem er í boði fyrir ferðamenn.
Skipulagsgögn má nálgast hér
Búrfellslundur, Breyting á landnotkun.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.11.2023 að auglýsa tillögu að breytingu á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem hluti núverandi Skógræktar- og landgræðslusvæði verði breytt í iðnaðarsvæði. Breytingin er gerð í samráði við Landsvirkjun, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar vindorkuvers við Vaðöldu. Um er að ræða hraun- og sandsléttu austan við Sultartangastöð og sunnan við Sultartangalón. Vindorkuverið hefur borið vinnuheitið Búrfellslundur. Breytingin felst í að afmarka iðnaðarsvæði fyrir allt að 120 MW vindorkuver sem er í orkunýtingarflokki, sbr. þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða nr. 24/152.
Umhverfisskýrsluna má nálgast hér
Viðauka við umhverfisskýrslu má nálgast hér
Greinargerðina má nálgast hér
Þjóðólfshagi, Breyting á landnotkun.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.11.2023 að auglýsa tillögu að breytingu á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem hluti núverandi frístundasvæðis verði breytt í íbúðasvæði. Breytingin er gerð í samráði við alla lóðarhafa.
Skipulagsgögn má nálgast hér
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Þjóðólfshagi, Rangárþingi ytra, deiliskipulag (Endurauglýsing)
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.11.2023 að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð í Þjóðólfshaga. Í gildi er deiliskipulag frístundabyggðar, Þjóðólfshagi, frístundabyggð, staðfest 23.09.2013, þar sem gert er ráð fyrir um 33 frístundalóðum. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi hefur þegar verið auglýst, þar sem svæðið verður gert að íbúðabyggð. Á hverri lóð er heimilt að byggja íbúðarhús, bílskúr, útihús/skemmu og/eða gróðurhús. Eldra deiliskipulag verður fellt úr gildi þegar nýtt deiliskipulag verður staðfest. Aðkoma að svæðinu er af Suðurlandsvegi um Þjóðólfshagaveg (2828). Þær umsagnir sem bárust við fyrri auglýsingu skuli gilda áfram nema umsagnaraðilar óski annars.
Uppdrátt má nálgast hér
Greinargerð má nálgast hér
Borg lóð, L218544, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.10.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Borg lóð í Þykkvabæ, Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að umrædd lóð verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði, með heimild til gisti- og veitingaþjónustu. Gert verði ráð fyrir allt að 500 m² þjónustuhúsi fyrir allt að 20 gesti. Gert er ráð fyrir aðkomu um veg að Fjarkastokki og um aðkomuveg á bakka Ytri-Rangár að Borg lóð.
Skipulagsgögn má nálgast hér
Búrfellslundur, vindorkuver, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.11.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir uppbyggingu vindorkuvers við Vaðöldu, austan Sultartanga, Rangárþingi ytra. Vindorkuverið hefur borið vinnuheitið Búrfellslundur. Deiliskipulagið tekur til þeirra framkvæmda sem bygging vindorkuvers gerir ráð fyrir s.s. vindmyllum, undirstöðum, vinnuplönum, vegum, jarðstrengjum, safnstöð vindorkuvers, tengivirki, geymslusvæðum og aðstöðu verktaka. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir um 9 iðnaðarlóðum fyrir allt að 30 vindmyllur. Að auki er gert ráð fyrir áningarstað þar sem gert verði ráð fyrir allt að 10 bílastæðum sem marka upphaf gönguleiðar á Vaðöldu. Gerðar verða gönguleiðir kring um Vaðöldu og að Ármótafossi, Tangavaði og Sultartanga. Aðkoma að svæðinu er af Þjórsárdalsvegi (nr. 32). þaðan liggja svo þjónustu- og viðhaldsvegir að hverri vindmyllu.
Uppdrátt má nálgast hér
Greinargerð má nálgast hér
Íbúðasvæði austan Árbæjarvegar, Rangárþingi ytra, deiliskipulag. (Endurauglýsing)
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.11.2023 að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðasvæði austan við Árbæjarveg. Sveitarfélagið í samvinnu með lóðarhöfum frá Árbyrgi að Heiðarbrún með báðum meðtöldum hafa sameinast um gerð deiliskipulags fyrir íbúðasvæði austan Árbæjarvegar. Skipulagið tekur til 17 lóða. Í gildi eru þrjú deiliskipulög á svæðinu frá árunum 2011 til 2021 og verða þau felld úr gildi við gildistöku þessa skipulags. Aðkoma að öllum lóðum er af Árbæjarvegi (271). Þær umsagnir sem bárust við fyrri auglýsingu skuli gilda áfram nema umsagnaraðilar óski annars.
Uppdrátt má nálgast hér
Greinargerð má nálgast hér
Landmannahellir, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi. (Endurauglýsing)
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.11.2023 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Landmannahelli, dags. 22.12.2010. Gert er ráð fyrir staðsetningu tjaldsvæðis á bökkum Helliskvíslar ásamt tjaldsvæði á efra svæðinu og bílastæðum tengdum þeim, lóðamörkum einstakra lóða breytt og lóðir stækkaðar. Jafnframt er gert ráð fyrir þjónustuhúsi á einni lóðinni fyrir tjaldsvæði. Aðkoma að svæðinu er af F26 Landvegi og um F225 Landmannaleið. Tillagan er hér endurauglýst vegna ákvæða um tímamörk frá síðustu auglýsingu.
Uppdrátt má nálgast hér
Greinargerð má nálgast hér
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu, í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 28. desember 2023.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Har. Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra