Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Veiðivötn Tjaldvatn, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.10.2023 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir staðsetningu gistiskála í veiðivötnum. Í gildandi skipulagi frá júní 2011 er heimild fyrir byggingu þriggja nýrra skála fyrir gesti norðaustan við Hestagíg. Staðsetningin þykir ekki heppileg og eru þeir færðir vestur fyrir Hestagíg. Þá verður bætt við nýjum skála fyrir starfsfólk.

Uppdrátt má nálgast hér.

Greinargerð má nálgast hér. 

 

Kaldakinn, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.10.2023 að auglýsa tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi af jörð Köldukinnar sem staðfest var 14.1.2021 m.s.br. Gert verði ráð fyrir byggingu íbúðarhúss ásamt tengdum byggingum og ný aðkoma gerð frá Árbæjarvegi.

Gildandi dsk má nálgast hér.

Tillögu má nálgast hér. 

Djúpárbakki, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.10.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Djúpárbakka við Þykkvabæjarveg. Deiliskipulagið tiltekur fimm nýja byggingarreiti frístundahúsa á 1700 fermetra landspildu nyrst á jörðinni. Aðkoman að svæðinu er frá Þykkvabæjarvegi.

Tillögu má nálgast hér. 

Hungurfit, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.10.2023 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hungurfit frá 21.8.2013. Lóðin Þ3 á að færast suður fyrir aðkomuveginn, frá tjaldsvæðinu, þar sem fyrra svæði telst ekki gott til bygginga vegna vatnssöfnunar. Lóð Þ2 minnkar aðeins en byggingareitur helst óbreyttur.

Tillögu má nálgast hér. 

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. Nóvember 2023

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?