Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Innsett 19.4.2022)

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Geysisflatir tjaldsvæði, Rangárþingi ytra, deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.4.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir tjaldsvæðið á Geysisflötum. Gert er ráð fyrir staðsetningu tjaldsvæðis og þjónustu tengdri þeirri starfsemi. Aðkoma að svæðinu er af Gaddstaðavegi.

Uppdrátt má nálgast hér

Sólstaður - Klettholt, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.4.2022 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi frá 26.2.2021. Breytingin felur í sér að hluta núverandi lóða er skipt upp og fara því í 13 úr 10. Auk þess breytist afmörkun einnar lóðar. Útmörk svæðisins verða óbreytt.

Uppdrátt má nálgast hér

Laugar fiskeldi, Rangárþingi ytra, deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.4.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Laugar, starfsemi tengt fiskeldi. Skipulagið lýtur að starfsemi félagsins á svæðinu en þar er og hefur verið rekin fiskeldisstöð til margra ára. Aðkoma að svæðinu er af Landvegi nr. 26, um Flagbjarnarholtsveg (2784) og þaðan um aðkomuveg að Laugum.

Uppdrátt má nálgast hér

Íbúðasvæði austan Árbæjarvegar, Rangárþingi ytra, deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.4.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðasvæði austan við Árbæjarveg. Sveitarfélagið í samvinnu með lóðarhöfum frá Árbyrgi að Heiðarbrún með báðum meðtöldum hafa sameinast um gerð deiliskipulags fyrir íbúðasvæði austan Árbæjarvegar. Skipulagið tekur til 16 lóða. Í gildi eru þrjú deiliskipulög á svæðinu frá árunum 2011 til 2021 og verða þau felld úr gildi við gildistöku þessa skipulags.

Uppdrátt má nálgast hér

greinargerð má nálgast hér

Hallstún L209741, Rangárþingi ytra, deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.4.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hallstún L209741. Gert er ráð fyrir byggingareit fyrir frístundahúsi, skemmu og snyrtiaðstöðu við hestagirðingu ásamt annarri grunnaðstöðu fyrir hestamenn. Aðkoma að svæðinu er af Landvegi nr. 26 um Ölversholtsveg (2848).

Uppdrátt má nálgast hér

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. júní 2022.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?