Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Snjallsteinshöfði 1c; Ásholt, YtriVöllur og Stekkatún, deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.12.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir 3 spildur úr landi Snjallsteinshöfða. Gert verði ráð fyrir þremur byggingareitum á hverri lóð fyrir íbúðarhús, geymslu og gestahúsum. Aðkoman er sameiginleg frá Árbæjarvegi.

Hér er um endurauglýsingu að ræða sökum tímaákvæðis í skipulagslögum.

Hér er hægt að nálgast fyrri hluta tillögunnar. 

Hér er hægt að nálgast seinni hluta tillögunnar

 

Hamarsholt, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.12.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir þrjár lóðir þar sem skilgreindir verði fjórir byggingarreitir. Á öllum reitum verði heimilt að byggja allt að 350 m2 íbúðarhús ásamt geymslu/hesthúsi. Aðkoman er af vegi 271.

Hér er hægt að nálgast tillöguna

 

Rangá, veiðihús, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.12.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustusvæði veiðifélagsins og tengdra aðila við Rangá. Skilgreindar eru byggingarheimildir á núverandi lóðum ásamt því að lóðin L223017 færist til án breytingar á stærð. Jafnframt eru bílastæði skilgreind og aðkoma að lóðum fastsett. Sameiginleg aðkoma að svæðinu er frá Þykkvabæjarvegi

Hér er hægt að nálgast greinargerð tillögunnar

Hér er hægt að nálgast uppdrátt tillögunnar

 

Fossabrekkur, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.12.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Fossabrekkur, Rangárþingi ytra. Gert er ráð fyrir frekari skilgreiningu á núverandi áningarstað með þjónustuhúsi og bílastæðum. Um er að ræða byggingu fyrir þjónustu við ferðamenn. Gert er ráð fyrir uppbyggingu á áningar- og útsýnisstað, stígum og gönguleiðum. Aðkoma að áningarstaðnum verður frá Landvegi nr. 26.

Hér er hægt að nálgast greinargerðina

Hér er hægt að nálgast uppdrátt 1

Hér er hægt að nálgast uppdrátt 2

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 26. janúar 2022

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?