Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028
Aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028, breytingar á landnotkun nokkurra svæða
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á nokkrum svæðum í sveitarfélaginu. Hér er um sameiginlega lýsingu að ræða á eftirtöldum tillögum að breytingu:
Litli-Klofi 2A, Breyting úr frístundasvæði í íbúðasvæði á 12 lóðum merkt F37 í greinargerð;
Gaddstaðir við Hróarslæk, Stækkun íbúðasvæðis, breyting úr frístundasvæði í íbúðasvæði merkt F63 í greinargerð;
Þjóðólfshagi 1, Breyting úr frístundasvæði í íbúðasvæði á 2 lóðum merkt F11 í greinargerð;
Borgarbraut 4 Þykkvabæ, Breyting úr íbúðarnotkun í lóð undir verslun- og þjónustu, merkt ÍB15 í greinargerð:
Lækjarbotnaveita og Kerauga, Breyting á afmörkun grannsvæðis vatnsverndar;
Akstursíþróttasvæði og jaðarsport við Gunnarsholtsveg, Breyting úr Skógræktar- og landgræðslusvæði í Íþróttasvæði, merkt SL1 í greinargerð
Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 14. maí nk.
-------------------
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Efra-Sel 3E, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 15.4.2021 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 27.11.2018 fyrir Efra-Sel 3E. Byggingarreitur B1 á lóðinni Fagraseli verður felldur út og nýir byggingarreitir afmarkaðir innan þriggja lóða, Bjallasels, Bjalladals og Sveitarinnar. Aðkoma að svæðinu er frá Bjallavegi (272).
Eystri-Kirkjubær, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 15.4.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Eystri-Kirkjubæ. Gert er ráð fyrir 4 nýjum lóðum, þar af einni þar sem íbúðarhús jarðarinnar stendur. Skilgreind verður lóð undir annað íbúðarhús auk lóðar undir gestahús og reiðskemmu. Aðkoma að Eystri-Kirkjubæ er af Suðurlandsvegi (1) um Kirkjubæjarveg (2704).
Uppdrátt tillögunnar má nálgast hér
Greinargerð tillögunnar má nálgast hér.
Geitamelur, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 15.4.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð úr Geitamel. Deiliskipulagið afmarkast við enda lendingarbrautar á geitasandi. Tveir byggingareitir verða skilgreindir. Gert verði ráð fyrir aðstöðuhúsum, einu húsi á hvorum byggingarreit. Aðkoma að svæðinu er frá Rangárvallavegi (264).
Öldur III, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 15.4.2021 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Öldur III dags. 7.11.2018 þar sem bætt verði við lóð undir parhús við Skyggnisöldu á Hellu. Samhliða er færsla á göngustíg og reiðleið meðfram Skyggnisöldu felld niður.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. júní 2021.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra