
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 30. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing skipulagsáforma að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.
Hvammsvirkjun. Stækkun efnistökusvæða Hvammsvirkjunar í aðalskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12. mars 2025 að gerðar yrðu breytingar á efnistökusvæðum Hvammsvirkjunar innan Rangárþings ytra þar sem óskað hefur verið eftir stækkun á núverandi efnistökusvæði í Hvammslóni í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og innan Rangárþings ytra. Núverandi heimildir í skipulagi heimila að tekið sé allt að 950.000 m3 af efni, þar af 500.000 m3 í efnistökusvæði E26 sem er í lónstæði Hvammsvirkjunar og mun svæðið fara undir vatn að framkvæmdum loknum. Í heild verður viðbótarefnismagn 350.000 m3 innan beggja sveitarfélaga. Öll fyrirhuguð viðbótarsvæði verða einnig í lónsstæðinu og hverfa því í lónið að framkvæmdum loknum. Samanlögð stærð allra svæðanna er um 25 ha, en efnistakan er hins vegar öll innan framkvæmdasvæðis og lónsstæðis Hvammsvirkjunar, á svæði sem er búið að heimila að raska nú þegar.
Lýsinguna má nálgast hér.
Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 2. apríl 2025.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra