Auglýsing um skipulagsmál

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynnt drög að lýsingu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022.

 

Breyting á skipulagi sunnan Suðurlandsvegar

Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022. Aðalskipulagsbreytingin tekur til breytinga á landnotkun sunnan Suðurlandsvegar þar sem núverandi afmörkun athafna- og iðnaðarsvæðis (A5 og I3), ásamt opnu svæði til sérstakra nota (O7),  verður breytt í verslunar- og þjónustusvæði.

Smelltu hér til þess að skoða tillögurnar.

Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsinguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 23. mars 2016.  

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Heysholt, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi þjónustusvæðis

Deiliskipulagið tekur til svæðis úr landi Heysholts þar sem afmarkað er svæði undir gistingar og útiveru og byggingar tengdu því.  Í stað lóðar undir þyrpingu frístundahúsa og lóðar undir þjónustuhús verða þær lóðir sameinaðar í eina þar sem gert er ráð fyrir hótelbyggingu.

Smelltu hér til þess að skoða tillögurnar.

Smelltu hér til þess að skoða tillögurnar.

Smelltu hér til þess að skoða tillögurnar.

Smelltu hér til þess að skoða tillögurnar.

Strútslaug, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn hefur heimilað að unnið verði deiliskipulag á svæðinu við Strútslaug í Hólmsárbotnum. Breytingar hafa verið gerðar á fyrri tillögu sem snúa að mörkum sveitarfélaganna ásamt því að jarðvegsframkvæmdir við varnargarð hafa verið felldar úr fyrri tillögu. Tillagan er því auglýst að nýju ásamt meðfylgjandi skipulagslýsingu.

Smelltu hér til þess að skoða tillögurnar.

Smelltu hér til þess að skoða tillögurnar.

Múli, Rangárþingi ytra, deiliskipulag frístundalóða

Deiliskipulagið tekur til svæðis úr landi Múla þar sem afmarkað er svæði undir frístundalóðir umhverfis núverandi býli.   Gert er ráð fyrir 7 lóðum innan 13 ha svæðis. Breyting á aðalskipulagi hefur verið staðfest þar sem landnotkun var breytt úr landbúnaðarnotkun í frístundasvæði.

Smelltu hér til þess að skoða tillögurnar.

Haukadalur, spilda 219110, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Deiliskipulagið tekur til 2 ha spildu úr landi Haukadalur 219110. Gert verði ráð fyrir tveimur frístundalóðum þar sem heimilt verði að byggja sumarhús, gestahús og geymslu.

Smelltu hér til þess að skoða tillögurnar.

Öldur 3, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Deiliskipulagið tekur til þess að komið verði fyrir lóð undir spennistöð Rarik ehf norðan við lóð nr. 18 við Langöldu. Ný lóð fengi staðfangið Langalda 16b.

Smelltu hér til þess að skoða tillögurnar.

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 28. apríl 2016

 

Samkvæmt 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun

 

Pula, spilda 202918, óveruleg breyting á deiliskipulagi.

Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að heimila breytingar á spildu í landi Pulu sem eru þess eðlis að um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða. Breytingin tekur til aukins byggingarmagns á lóðum ásamt breytingu á fyrirkomulagi bílastæða og rotþróa innan svæðis.

Smelltu hér til þess að skoða tillögurnar.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?