Sveitarfélagið Rangárþing ytra auglýsir nýjar verslunar- og þjónustulóðir við Faxaflatir ásamt athafna- og iðnaðarlóðum við Sleipnisflatir lausar til úthlutunar á Hellu. Lóðirnar eru staðsettar sunnan við Suðurlandsveginn á nýskipulögðu svæði með aðkomu bæði að vestanverðu og austanverðu. Alls eru um 23 lóðir í boði.
Jafnframt eru auglýstar nýjar hesthúsalóðir við Ómsvelli og Vigdísarvelli lausar til úthlutunar á hesthúsasvæðinu á Rangárbökkum á Hellu. Lóðirnar eru staðsettar austan við reiðhöllina á nýskipulögðu svæði og tengist núverandi hverfi vestan þeirra. Um eru að ræða alls 10 lóðir sem nú eru auglýstar. Umsækjendur sem hyggjast reka hestaleigu njóti forgangs við úthlutun lóða við Ómsvelli 1 – 3 sökum góðrar staðsetningar hennar gagnvart reiðleiðum inn og út úr hverfinu.
Gatnagerð og undirbúningur á svæðinu mun hefjast á næstu vikum.
Umsóknir þurfa að berast a.m.k. fjórum dögum fyrir fundi Byggðaráðs. Við úthlutun gilda úthlutunarreglur sveitarfélagsins sem nálgast má á heimasíðu sveitarfélagsins www.ry.is.
Umsóknir fara fram í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins á umsóknarsíðu www.ry.is eða í gegnum viðkomandi lóð á kortasjá sveitarfélagsins, https://www.map.is/ry/ en þar má sjá nauðsynlegar upplýsingar um allar lausar lóðir á Hellu.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Sveitarstjóra eða Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti agust@ry.is eða birgir@ry.is