Í vor var unnið að atvinnu- og nýsköpunarstefna fyrir Rangárþing ytra. Vinna hófst við gerð stefnunnar í kjölfarið af atvinnumálþingi sem haldið var í mars.
Stefnan var lögð fram til kynningar á fundi sveitarstjórnar þann 12. júní, í kjölfarið var hún kynnt íbúum í gegnum miðla sveitarfélagsins þar sem óskað var eftir athugasemdum. Stefnan var svo staðfest á fundi sveitarstjórnar þann 12. ágúst.
Stefnan var unnin af starfsmanni atvinnu-, jafnréttis- og menningarmálanefndar í samstarfi við nefndina ásamt því að sviðsstjóri hjá SASS kom að vinnunni að verulegu leyti.
Stefnan er verkefnamiðuð og lögð eru til 10 verkefni sem unnin verða á tímabilinu en stefnan verður endurskoðuð í október 2022.
Íbúar eru hvattir til þess að kynna sér stefnuna og hafa skoðun á henni. Stefnan er okkar allra. Verkefnin verða unnin jafnt og þétt á næstu misserum og séu einhverjar spurningar þá eru íbúar og fyrirtæki hvött til þess að hafa samband á netfangið ry@ry.is