Ársreikningur 2023 samþykktur í sveitarstjórn

Ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2023 var staðfestur af byggðaráði miðvikudaginn 10. apríl 2023 og lagður fyrir sveitarstjórn. Hann var tekinn til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar miðvikudaginn 10. apríl 2023 og til seinni umræðu á fundi sveitastjórnar 8. maí 2024 þar sem hann var samþykktur samhljóða.


Rekstrartekjur A og B hluta á árinu námu 3.342 milljónum kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 230 milljónir kr. en í A hluta var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 242 milljónir kr. Samtals eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2023 nam 3.302 milljónum kr.

Niðurstaða ársreiknings sýnir að rekstur sveitarfélagsins stendur traustum fótum og styður vel við þær miklu framkvæmdir sem sveitarfélagið stendur í.

Sveitarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góða vinnu við rekstur innan ramma fjárhagsáætlunar sem skilar sér í bættri afkomu.

 

Nánari upplýsingar má finna í fundargerð.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?