Leikskólinn á Laugalandi fær 1,2 milljóna króna styrk frá Sprotasjóði
Leikskólinn á Laugalandi hefur hlotið 1,2 milljónir í styrk frá Sprotasjóði. Styrkinn á að nota til að þróa starf leikskólans næsta vetur. Verkefnið gengur út á það að spinna saman ART, upplýsingatækni og þróa nýtt sýnilegra námsmat barnanna. Framundan er mjög spennandi skólaár bæði fyrir nemendur og starfsfólk.
14. maí 2013
Fréttir