Alþjóðlega friðarhlaupið 2015

Hlauparar í alþjóðlega Friðarhlaupinu komu við á Hellu sl. föstudag á leið sinni í kringum landið. Börn á leikskólanum Heklukoti tóku á móti hlaupurunum og hlupu með þeim upp í trjálundinn við Nes þar sem hlaupararnir fræddu þau um boðskap hlaupsins og gróðursett var friðartré.

Hrafnhildur Andrésdóttir, starfsmaður á Heklukoti, tók við viðurkenningu frá hlaupurunum.

Þeir sem vilja kynna sér friðarhlaupið betur er bent á heimasíðu þeirra www.peacerun.org/is/

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?