Afmælisganga í Friðlandi að Fjallabaki
Þann 13.  ágúst næstkomandi verða liðin 40 ár frá því að Friðland að Fjallabaki var stofnað með auglýsingu um friðlýsingu nr. 354/1979.  Markmið friðlýsingarinnar er að vernda sérstæðar jarðminjar, landslag, lífríkið og ósnortin víðerni svæðisins. Friðlandið er 44.624 hektarar að stærð og innan þess er hluti Torfajökulssvæðisins sem er eitt stærsta og öflugasta háhitasvæði landsins. Torfajökulssvæðið  þykir einstakt á heimsmælikvarða og er eitt af þeim svæðum sem eru á yfirlitsskrá heimsminja fyrir Ísland hjá UNESCO.  Nánari upplýsingar og bækling um friðlandið má nálgast hér https://ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/sudurland/fridland-ad-fjallabaki/  

Í tilefni afmælisins ætla landverðir í friðlandinu að bjóða gestum í afmælisgöngu úr Landmannalaugum þriðjudaginn 13. ágúst. Lagt verður af stað frá upplýsingabás í Landmannalaugum kl. 14:00. Gengið verður um Laugahraun að Brennisteinsöldu og til baka um Grænagil. Gangan tekur um 2,5 klst. og er gestum að kostnaðarlausu. Þetta er miðlungs létt ganga þar sem landverðir segir frá náttúru og sögu friðlandsins. Einnig munu landverðir segja frá uppbyggingu og verndarráðstöfunum sem unnið hefur verið að í friðlandinu á undanförnum árum og gestir fá tækifæri til að sjá hluta af því sem hefur áunnist í þeim efnum.

Nánari upplýsingar hjá landvörðum í síma 822 4019

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?