02. maí 2023
Fréttir
Hella
Rangárþing ytra auglýsir laust til umsóknar starf aðstoðarmanns skipulags- og byggingarfulltrúa hjá embætti skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings ytra.
Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem er tilbúinn til þess að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf. Rangárþing ytra hvetur öll kyn til að sækja um starfið.
Um er að ræða 100% starf og er ráðið í stöðuna frá og með 1. september 2023.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sjá um afgreiðslur skipulags- og landskiptamála eftir fundi
- Gerð skipulagstillagna s.s. deiliskipulagsgerð, hverfisskipulagsgerð, gerð lóða- og mæliblaða, gerð landskiptauppdrátta og tilheyrandi
- Yfirferð skipulagstillagna og umsagna
- Úttektir og eftirlit með byggingum og framkvæmdum
- Yfirferð aðal- og séruppdrátta
- Skráning mannvirkja, fasteigna og landeigna í skráningarforriti Þjóðskrár
- Ýmis önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- B.S/M.S. próf svo sem í verkfræði, tæknifræði, byggingarfræði, arkitektúr, skipulagsfræði eða landfræði er æskilegt
- Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur
- Reynsla á sviði skipulags- og byggingarmála æskileg
- Þekking á lagaumhverfi málaflokksins æskileg
- Góð reynsla eða þekking af landskiptum og skipulagsmálum sveitarfélaga
- Þekking á landupplýsingakerfi og algengustu forritum, s.s. Qgis og AutoCAD er æskileg
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund er skilyrði
- Góð almenn tölvukunnátta skilyrði
- Góð hæfni í íslensku og ensku, bæði rituðu og mæltu máli