10. febrúar 2015
Fréttir
112 – dagurinn er haldinn um land allt 11. febrúar. Í ár er áhersla lögð á öryggi og velferð barna og ungmenna með því að halda á lofti því víðtæka öryggis- og velferðarkerfi sem börn og ungmenni hafa aðgang að.
Félagsþjónusta og barnavernd er mikilvægur hlekkur í öryggis- og velferðarkerfi barnanna okkar. Öll börn eiga rétt á vernd og umönnun en telji einhver að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður skal sá hinn sami tilkynna grun sinn til barnaverndar.
Barnaverndarlögin kveða skýrt á um tilkynningaskyldu almennings og þeirra sem starfa með börnum eða hafa afskipti af börnum með einum eða öðrum hætti. 112 er neyðarnúmer barnaverndarnefnda um allt land og þangað getur almenningur hringt hafi hann áhyggjur af velferð barns.