23. fundur 14. maí 2020 kl. 16:00 - 18:30 https://us02web.zoom.us/j/6594700701
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir oddviti
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Hjalti Tómasson varaoddviti
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Yngvi Harðarson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Oddviti lagði til að við dagskránna bættist liður 4. Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 9. fundur, liður 5. Hálendisnefnd - 3. fundur og liður 12. Friðland að fjallabaki - stjórnunar og verndaráætlun og var það samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til í samræmi. Áður en gengið var til dagskrár fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins. Auðunn Guðjónsson endurskoðandi sveitarfélagsins og Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri tóku þátt í fundinum undir lið 7.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 23

2004008F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • 1.3 2004007F Oddi bs - 26
    Byggðarráð Rangárþings ytra - 23 Fundargerðin lögð fram til kynningar. Bókun fundar 1.3.5 Samþykktir fyrir byggðasamlagið Odda bs
    Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti bókun stjórnar Odda bs um að samþykktir byggðasamlagsins haldist óbreyttar en áheyrnarfulltrúi minnihluta í sveitarstjórn Ásahrepps sitji stjórnarfundi Odda bs með málfrelsi og tillögurétt. Jafnframt að þessi háttur verði hafður á til loka kjörtímabilsins.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 23 Forsvarsfólk hesthúseigenda í gamla hesthúsahverfinu á Hellu kom til fundar. Mætt voru Þröstur Sigurðsson, Sigurður Kristinn Guðbjörnsson og Bergþóra Jósepsdóttir. Fram kom að nauðsynlega þarf að lagfæra aðkomu að hesthúsunum og reiðleiðir út úr hverfinu. Lagt er til sveitarstjóri eigi fund með forsvarsfólkinu á næstu dögum til að leggja mat á nauðsynlegar framkvæmdir og kostnaðarmeti. Fyrir liggur að skv. skipulagi þá er gamla hesthúsahverfið víkjandi en ekki liggur fyrir hvernig það verði útfært. Fram kom að mikilvægt er að marka stefnu í þessum málum til framtíðar. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að stofnaður verði vinnuhópur um framtíð gamla hesthúsahverfisins. Bókun fundar Tillaga er um að skipa Harald Eiríksson, Yngva Harðarson og Ágúst Sigurðsson í vinnuhóp með forsvarsfólki hesthúseigenda til að vinna tillögur um framtíð gamla hesthúsahverfisins á Hellu.

    Samþykkt samhljóða.

2.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 6

2004005F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 25

2004004F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 25 Skipulagsnefnd hafnar erindi lóðarhafa. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 25 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda en gerir þá kröfu að umhverfi verði komið í viðunandi horf eftir framkvæmdina. Nefndin tekur enga afstöðu til kostnaðar við viðkomandi framkvæmd að öðru leyti en því að lagt er til að umsækjandi beri allan þann kostnað sem af henni hlýst, þar með frágangi við götu og gangstétt. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 25 Skipulagsnefnd telur ljóst að með ákvörðun stjórnar Sorpu bs. um að hætta að taka við úrgangi frá Suðurlandi til urðunar í Álfsnesi og með breyttum áherslum hjá Kölku eru áður viðurkenndar förgunarleiðir ekki lengur til staðar. Auk heldur uppfyllir urðun dýrahræja ekki þær kröfur sem gerðar eru í lögum og reglugerðum um förgun dýraleifa. Fyrirhuguð uppsetning á brennsluofni á Strönd er liður í lausn á þeim bráða vanda sem skapast hefur af þessum sökum. Nefndin telur umrædda tillögu að matsáætlun gera fyllilega grein fyrir framkvæmdinni og umhverfi hennar og taki vel á úrlausnum og verklagi við áframhaldandi vinnu til mats og úrvinnslu á umhverfisáhrifum. Nefndin telur að áformin séu í fullu samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins þar sem umrætt svæði er skilgreint sem iðnaðarsvæði. Framkvæmdin er háð byggingarleyfi skv. 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 25 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir flóðvarnargarð við flóðgáttir úr Hrauneyjalóni og felur skipulagsfulltrúa að sjá um útgáfu þess. Nefndin telur jafnframt að umrædd framkvæmd muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif og sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
    Þar sem umrætt framkvæmdasvæði fellur innan tveggja sveitarfélaga, Rangárþings ytra og Ásahrepps, telur nefndin að gætt skuli að fullu samráði milli aðila ef útgáfa framkvæmdaleyfis fær brautargengi í meðferð Ásahrepps.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 25 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 25 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 25 Nefndin vill árétta að deiliskipulagstillagan tekur til lóðarinnar Svínhagi 3, L193880, eins og hún er afmörkuð í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og í þinglýstum gögnum. Eðli málsins samkvæmt verður skipulagsnefnd að leggja hina opinberu skráningu til grundvallar við meðferð skipulagstillögunnar.
    Skipulagsnefnd tekur að öðru leyti enga afstöðu til þess ágreinings sem er uppi meðal landeigenda á svæðinu. Allar framkvæmdir á grundvelli deiliskipulagsins eru á ábyrgð eigenda lóðarinnar Svínhaga 3, landnr. 193880, en þeim hefur verið gert viðvart um meintan ágreining.
    Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar Vegagerðin hefur veitt samþykki sitt fyrir aðkomu að lóðinni.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 25 Nefndin telur að búið sé að taka tillit til allra athugasemda og leggur til að tillagan verði send til endanlegrar athugunar Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með áherslu á að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að taka saman nauðsynleg gögn til að senda til ráðuneytis og óska eftir að viðkomandi svæði verði tekið úr landbúnaðarnotum skv. 2. og 4. mgr. 6. gr. jarðalaga. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 25 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Jafnframt vísar nefndin í meðfylgjandi greinargerð varðandi greiningu á umferð fyrir svæðið. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 25 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Hugmyndin lögð fram til kynningar.

4.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 9

2005002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
  • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 9 Stjórn vatnsveitunnar óskar eftir því við aðildarsveitarfélög að þau ábyrgist lántöku Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs að upphæð 110 mkr, hjá Lánasjóði sveitarfélaga, í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun byggðasamlagsins fyrir árið 2020. Um er að ræða fjármögnun á framkvæmdum við stækkun Lækjarbotnaveitu.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Sveitarstjórn Rangársþings ytra samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2 mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr 110.000.000. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Er lánið tekið til fjármögnunar framkvæmda við endurnýjun veitukerfis Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni sveitarstjóra, kt. 311064-4879, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings ytra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

    Samþykkt samhljóða.

5.Hálendisnefnd - 3

2005003F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Hálendisnefnd - 3 Erindið tekið fyrir og rætt. Tillaga er um að leyfa Rallýkeppni á vegum Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur þann 4. september 2020. Ekið yrði:
    1. Austur með Vatnafjöllum, Breiðaskarð og að Rauðuskál
    2. Frá Rauðuskál og vestari leið í átt að Dómadalsleið og þaðan austur að hestarétt.
    3. Sunnan Valagjár til norðurs og síðan vestur Dyngjuleiðina að Áfangagili.
    4. Leið 1 ekin til baka.

    Leyfið er veitt með því skilyrði að haft verði samráð við hagaðila á svæðinu s.s. aðila í ferðaþjónustu og fjallskilanefnd. Hálendisnefnd vill fyrir sitt leyti þakka forsvarsfólki Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur fyrir gott samráð vegna málsins.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Hálendisnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Hálendisnefnd - 3 Erindið frá Vatnajökulsþjóðgarði tekið fyrir og rætt. Það er mat nefndarinnar að leyfa eigi umferð vélknúinna ökutækja yfir vetrartímann í samræmi við almenna skilmála um vetrarakstur. Þá telur nefndin að leyfa eigi umferð reiðhjóla á skipulögðum göngustígum um skarðið.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Hálendisnefndar og bæti við fyrri umsögn sveitarfélagsins að leyfa eigi umferð reiðhjóla á skipulgöðum göngustígum um Vonarskarð.

    Samþykkt samhljóða.

6.Grásteinn. Deiliskipulag

1810006

Til afgreiðslu.
Tillaga er um að sveitarstjórn, að teknu tilliti til meðfylgjandi álits frá lögmanni sveitarfélagsins, staðfesti niðurstöðu skipulagsnefndar frá fundi nefndarinnar 10.2.2020. Að gefnu tilefni skal einnig áréttað að með deiliskipulagi Grásteins er ekki verið að samþykkja að umdeildur vegur sem er í sameign Fagurhóls og Grásteins skuli hafa sérstakt veghelgunarsvæði.

Samþykkt samhljóða.

7.Ársreikningur 2019

2004030

Lagður fram til fyrri umræðu.
Auðunn Guðjónsson endurskoðandi, kynnti niðurstöður ársreiknings fyrir Rangárþing ytra fyrir árið 2019. Einnig lögð fram endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2019.

Tillaga um að vísa ársreikningnum til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða.

8.Viðbragðs- og aðgerðaáætlun vegna COVID19 - Rangárþing ytra

2003013

Staða mála, vinnuúrræði fyrir ungt fólk ofl.
Lögð fram ýmis gögn um varúðarráðstafanir og efnahagslegar aðgerðir vegna COVID19. Einnig lagðar fram tölulegar upplýsingar um stöðu atvinnumála í Rangárþingi ytra og líkur á tekjufalli hjá sveitarfélaginu. Allt bendir til þess að taka þurfi upp fjárhagsáætlun ársins en það er þó ekki talið tímabært ennþá og rétt að sjá betur hvernig málin þróast á næstu mánuðum. Viðbúið er að atvinnuleysi verði mest meðal yngra fólks og til að bregðast við því hefur sveitarfélagið óskað eftir að taka þátt í átaki stjórnvalda um sumarvinnu fyrir námsfólk á aldrinum 18-25 ára. Átakið var auglýst með mjög stuttum fyrirvara í síðustu viku og þurfti að bregðast skjótt við. Fyrir liggur að Vinnumálastofnun hefur samþykkt að greiða fyrir 8 sumarstörf en sótt var um 20 störf fyrir hönd sveitarfélagsins. Í undirbúningi eru margvísleg sumarverkefni fyrir þennan hóp. Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki að auglýsa eftir námsfólki á aldrinum 18-25 ára til sumarstarfa í viðbót við þau störf sem auglýst hafa verið við vinnuskóla sveitarfélagsins og ná til unglinga á aldrinum 12-17 ára.

Samþykkt samhljóða.

9.Erindi um vegamál - akfær slóði í Þykkvabæjarfjöru

2004033

Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson
Lagt fram erindi frá Hrönn Vilhelmsdóttur og Þórólfi Antonssyni varðandi möguleika þess að koma upp akfærum vegi úr Þykkvabæ niður undir Þykkvabæjarfjöru. Tillaga um að vísa erindinu til umfjöllunar í Samgöngu- og fjarskiptanefnd.

samþykkt samhljóða.

10.Kjarralda 2 og 6. Umsókn um lóð

2005005

Fyrirspurnir hafa borist varðandi byggingalóðir í Öldur IV hverfi.
Umsókn liggur fyrir varðandi byggingarlóðir við Kjarröldu fyrir 4 íbúða raðhús. Þar sem lóðirnar hafa ekki enn verið auglýstar formlega er afgreiðslu erindisins frestað. Eins og staðan er núna þá eru ekki lausar lóðir fyrir 4 íbúða raðhús á Hellu og því tímabært að huga að næstu skrefum varðandi uppbyggingu Ölduhverfisins þannig að auglýsa megi slíkar lóðir lausar til úthlutunar. Sveitarstjóra falið að kostaðargreina þær framkvæmdir sem ráðast þarf í til að úthluta megi lóðum við Kjarröldu og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs til frekari tillögugerðar um næstu skref.

Samþykkt samhljóða.

12.Friðland að fjallabaki. Stjórnunar- og verndaráætlun

1702054

Tillaga er um að sveitarstjórn fagni nýrri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Friðland að fjallabaki. Sveitarstjórn gerir athugasemdir við lið 3.7.10 og 3.7.10.1 og leggur til að vetrarumferð vélknúinna ökutækja sé leyfð á öllum svæðum, í samræmi við almenna skilmála um vetrarakstur. Þess ber að geta að fulltrúar Hálendisnefndar sveitarfélagsins hafa setið í undirbúningshópnum fyrir hönd Rangárþings ytra og komið þannig með beinum hætti að því að móta áætlunina.

Samþykkt samhljóða.

13.Samband Ísl. Sveitarfélaga - fundur 882

2004035

Fundargerð
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Samband Ísl. Sveitarfélaga - fundur 883

2005014

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Félagsmálanefnd - 74 fundur

2005025

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Félagsmálanefnd - 75 fundur

2005026

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Félags- og skólaþjónusta - 43 fundur

2005023

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Félags- og skólaþjónusta - 44 fundur

2005024

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Viðbygging íþróttahús - verkfundir

1907053

Lagt fram til kynningar. Framkvæmdum er að ljúka og reiknað með lokaúttekt þann 20. maí n.k.

20.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2020

2002015

Svar við fyrirspurn vegna Suðurlandsvegar 1-3 hf.
Svar við fyrirspurn sveitarstjórnar varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir vegna lokaúttektar á fasteigninni Suðurlandsvegi 1-3.

Á fundi stjórnar Suðurlandsvegar 1-3 hf þann 28.4.2020 fór umsjónarmaður fasteigna yfir kostnaðaráætlun vegna framkvæmda sem ráðast þarf í á fasteignum félagsins m.a. til að hægt sé að fá lokaúttekt á Suðurlandsvegi 1-3 (Miðjunni). Stjórn fól umsjónarmanni fasteigna að gera verðkönnun meðal verktaka í sveitarfélaginu með skiladag 18. maí n.k. Jafnframt var framkvæmdastjóra falið að leita eftir fjármögnun á verkinu meðal lánastofnana.

F.h. Suðurlandsvegar 1-3 hf,
Klara Viðarsdóttir
Framkvæmdastjóri

21.Handbók um stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs

Fundargerð yfirlesin og samþykkt rafrænt.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?