23. fundur 30. apríl 2020 kl. 16:00 - 18:30 https://zoom.us/j/6594700701
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einnig sátu fundinn Björk Grétarsdóttir oddviti og endurskoðendur sveitarfélagsins þeir Auðunn Guðjónsson og Friðrik Einarsson undir lið 4. Þá sat einnig fundinn undir liðum 4-6 Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri.

1.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 210

2004002F

Fundargerðin lögð fram til kynningar

2.Tónlistarskóli Rangæinga bs - 17

2004006F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Oddi bs - 26

2004007F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Ársreikningur 2019

2004030

Undirbúningur ársreiknings til fyrri umræðu.
Auðunn Guðjónsson, löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsins, fór yfir ársreikning Rangárþings ytra fyrir árið 2019.

Byggðarráð samþykkir að vísa framlögðum ársreikningi Rangárþings ytra fyrir árið 2019, með undirritun sinni, til endurskoðunar og leggur fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.

5.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2020

2001022

Rekstur janúar-mars
Lagt fram yfirlit um laun, kostnað við málaflokka, tekjur og lausafé fyrsta ársfjórðungs.

6.Framkvæmdaráð 2020

2004032

Minnispunktar
Lagt fram til kynningar yfirlit framkvæmdaráðs um stöðu fjarfestingaverkefna ársins.

7.Viðbragðs- og aðgerðaáætlun vegna COVID19 - Rangárþing ytra

2003013

Staða mála.
Fundargerðir viðbragðsteymis Rangárþings ytra lagðar fram til kynningar. Jafnframt lagt fram yfirlit um þjónustu sveitarfélagsins frá og með 4. maí 2020 þegar næsta skref í tilslökun samkomubanns yfirvalda sótt- og almannavarna tekur gildi.

8.Vinnuskóli sumarið 2020

2004009

Útfærsla
Lagt fram minnisblað um fyrirkomulag vinnuskóla sumarið 2020. Auglýst verður að vinnuskólinn sé opinn ungmennum til 18 ára aldurs - þegar ljóst verður hver ásóknin er þá þarf að gera ráðstafanir með fjármögnun. Verið er að safna í sarpinn fjölbreyttum verkefnum sem hægt væri að láta unga fólkið gera í sumar. Þar eru ýmis umhirðuverkefni eins og venja er en einnig einfaldari viðhaldsverkefni sem snúa að fasteignum, trjáplöntun ofl. Þá er verið að huga að verkefnum sem snúa að skapandi greinum til að lífga upp á samfélagið í sumar. Vel hefur gengið að ráða verkstjóra og þar hefur m.a. verið litið til verkstjórnar í fjölbreyttari verkefnum. Þegar liggur fyrir hver þátttakan er verður undirbúinn viðauki við fjárhagsáætlun ársins.

Samþykkt samhljóða að auglýsa störf við vinnuskólann á þessum forsendum.

9.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2020

2002015

Svör við fyrirspurn um gatnagerð.
Lagt fram yfirlit um gatnagerða síðustu tveggja ára sem svar við fyrirspurn Á-lista þar um.

10.Heimgreiðslur

1907069

Endurskoðun reglna.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

11.Málefni hestamanna við Hesthúsgötu á Hellu

2003015

Framtíðarskipulag gamla hverfisins.
Forsvarsfólk hesthúseigenda í gamla hesthúsahverfinu á Hellu kom til fundar. Mætt voru Þröstur Sigurðsson, Sigurður Kristinn Guðbjörnsson og Bergþóra Jósepsdóttir. Fram kom að nauðsynlega þarf að lagfæra aðkomu að hesthúsunum og reiðleiðir út úr hverfinu. Lagt er til sveitarstjóri eigi fund með forsvarsfólkinu á næstu dögum til að leggja mat á nauðsynlegar framkvæmdir og kostnaðarmeti. Fyrir liggur að skv. skipulagi þá er gamla hesthúsahverfið víkjandi en ekki liggur fyrir hvernig það verði útfært. Fram kom að mikilvægt er að marka stefnu í þessum málum til framtíðar. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að stofnaður verði vinnuhópur um framtíð gamla hesthúsahverfisins.

12.Fundargerð 881.fundar

2004028

Samband Ísl. Sveitarfélaga stjórnarfundur
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?