Einnig mættu til gangsetningar Björk Grétarsdóttir, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Valtýr Valtýsson, Hjalti Tómasson, Guðni G. Kristinsson, Bjarni Jóhannsson, Ástþór Þórisson, Eiríkur V. Sigurðarson og Tómas Haukur Tómasson.
1.Stækkun Lækjarbotnaveitu
1908007
Gangsetning stækkaðrar Lækjarbotnaveitu og vettvangsferð í Fögrubrekku.
Viðstaddir skoðuðu hina glæsilegu framkvæmd sem nú er lokið fyrir utan smávægilegan frágang lóðar við Fögrubrekku. Tómas H. Tómasson og Guðni G. Kristinsson röktu framgang verksins og lýstu búnaði og Ágúst Sigurðsson flutti stutt ávarp og minntist Bjarna J. Matthíassonar fyrrum forstöðumanns þjónustumiðstöðvar sem einmitt tók fyrstu skóflustungu verksins þann 21. ágúst 2019. Að svo búnu gangsetti Guðni G. Kristinsson veitustjóri dælubúnað í Fögrubrekku og þar með var verklokum náð við þennan mikilvæga áfanga stækkunar Lækjarbotnaveitu.
Fundi lauk með léttum kaffiveitingum.
Fundi slitið - kl. 09:30.