Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir sem kynnti rekstraryfirlit. Þá tók Guðni G. Kristinsson þátt í fundinum í gegnum Skype.
1.Rekstraryfirlit Vatnsveitu 31082018
1809007
Rekstur veitunnar fram til loka ágústmánuðar 2018.
Farið var yfir stöðu rekstrar og fjárfestingar eftir fyrstu átta mánuði ársins.
2.Framkvæmdaáætlun 2017-2026
1702029
Lokahönnun, gerð útboðsgagna og verkefnisstjórn.
Fyrir liggur verðkönnun meðal verkfræðistofa á lokahönnun og gerð útboðsgagna vegna Lækjarbotnaveitu. Niðurstaðan er að hagkvæmast er að semja við Hnit verkfræðistofu um verkið. Stjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga við Hnit verkfræðistofu um verkið og felur ÁS að ganga frá samningi í samræmi við umræður á fundinum.
3.Málefni notenda vatnsveitu
1709022
Útibrynningar ofl.
Rætt var um það fyrirkomulag sem verið hefur á þjónustu varðandi brynningartæki utanhúss og gjaldtöku af þeim. Ljóst er að erfitt er að fylgja eftir núverandi reglum og þær hafa ekki náð að draga úr m.a. sírennsli sem er stærsta vandamálið. Ákveðið að taka reglurnar til endurskoðunar í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og óskar stjórnin eftir að starfsmenn veitunnar leggi fram minnisblað á næsta fundi um leiðir til úrbóta.
4.Fjárhagsáætlun Vatnsveitu 2019
1809009
Rætt um forsendur fjárhagsáætlunar næsta árs en samþykktir veitunnar gera ráð fyrir að fjárhagsáætlun sé send sveitarstjórnum fyrir 15. október. Ákveðið að næsti fundur stjórnar, sem áætlaður er mánudaginn 1 október, verði helgaður umræðu um gjaldskrá.
5.Vatnsmiðlunargeymir Fögrubrekku - samningur um landspildu
1808051
Samningur við landeigendur.
Kynntur samningur við eigendur Hjallaness 2 um lóð undir vatnsmiðlunartank í Fögrubrekku. Stjórn veitunnar staðfestir fyrirliggjandi samning.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 18:30.