53. fundur 19. mars 2018 kl. 11:00 - 12:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Karl Ölvisson aðalmaður
  • Guðmundur Harðarson aðalmaður
  • Bjarni Jón Matthíasson embættismaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Nanna Jónsdóttir hafði boðað forföll.

1.Uppgjörsmál vegna 2017

1803019

Bókhaldslegur frágangur á framkvæmdum ársins 2017, endurkræfur vsk og afskriftir.
1.1. Afskriftir
Lögð fram gögn vegna frágangs afskrifta vegna endurkræfs virðisaukaskatts frá árunum 2011-2013 og vegna krafna á viðskiptamenn frá árunum 2011 og fyrr. Tillaga um að stjórn Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps afskrifi kröfu vegna endurkræfs virðisaukaskatts að fjárhæð kr. 1.969.453 vegna áranna 2011-2013 og að kr. 1.181.710 verði gjaldfært í bókhaldi Vatnsveitunnar 2017 og kr. 787.743 verði eignfært á árinu 2017. Gjaldfærslan rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins 2017. Einnig að eldri kröfur á viðskiptamenn samtals að fjárhæð kr. 1.355.329 verði afskrifaðar en en þær eru nú þegar á niðurfærslu í bókhaldi vatnsveitunnar og hefur afskrift þeirra því ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins 2017.

Samþykkt samhljóða.

1.2 Stofnlagnir 2017
Lagt fram yfirlit um stofnlagnir sem lagaðar voru árið 2017.

Til kynningar.

2.Framkvæmdaáætlun 2017-2026

1702029

Staða mála gagnvart verðkönnun í útboðsgögn.
Verið er að ljúka undirbúningi gagna vegna framkvæmdaáætlunar þannig að hægt sé að fara í fyrirhugaða verðkönnun. Teikningar og önnur yfirlitsgögn eru á lokastigi. Gert er ráð fyrir að ljúka þessum undirbúningi fyrir páska.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?