Nanna Jónsdóttir hafði boðað forföll.
1.Uppgjörsmál vegna 2017
1803019
Bókhaldslegur frágangur á framkvæmdum ársins 2017, endurkræfur vsk og afskriftir.
1.1. Afskriftir
Lögð fram gögn vegna frágangs afskrifta vegna endurkræfs virðisaukaskatts frá árunum 2011-2013 og vegna krafna á viðskiptamenn frá árunum 2011 og fyrr. Tillaga um að stjórn Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps afskrifi kröfu vegna endurkræfs virðisaukaskatts að fjárhæð kr. 1.969.453 vegna áranna 2011-2013 og að kr. 1.181.710 verði gjaldfært í bókhaldi Vatnsveitunnar 2017 og kr. 787.743 verði eignfært á árinu 2017. Gjaldfærslan rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins 2017. Einnig að eldri kröfur á viðskiptamenn samtals að fjárhæð kr. 1.355.329 verði afskrifaðar en en þær eru nú þegar á niðurfærslu í bókhaldi vatnsveitunnar og hefur afskrift þeirra því ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins 2017.
Samþykkt samhljóða.
1.2 Stofnlagnir 2017
Lagt fram yfirlit um stofnlagnir sem lagaðar voru árið 2017.
Til kynningar.
Lögð fram gögn vegna frágangs afskrifta vegna endurkræfs virðisaukaskatts frá árunum 2011-2013 og vegna krafna á viðskiptamenn frá árunum 2011 og fyrr. Tillaga um að stjórn Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps afskrifi kröfu vegna endurkræfs virðisaukaskatts að fjárhæð kr. 1.969.453 vegna áranna 2011-2013 og að kr. 1.181.710 verði gjaldfært í bókhaldi Vatnsveitunnar 2017 og kr. 787.743 verði eignfært á árinu 2017. Gjaldfærslan rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins 2017. Einnig að eldri kröfur á viðskiptamenn samtals að fjárhæð kr. 1.355.329 verði afskrifaðar en en þær eru nú þegar á niðurfærslu í bókhaldi vatnsveitunnar og hefur afskrift þeirra því ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins 2017.
Samþykkt samhljóða.
1.2 Stofnlagnir 2017
Lagt fram yfirlit um stofnlagnir sem lagaðar voru árið 2017.
Til kynningar.
2.Framkvæmdaáætlun 2017-2026
1702029
Staða mála gagnvart verðkönnun í útboðsgögn.
Verið er að ljúka undirbúningi gagna vegna framkvæmdaáætlunar þannig að hægt sé að fara í fyrirhugaða verðkönnun. Teikningar og önnur yfirlitsgögn eru á lokastigi. Gert er ráð fyrir að ljúka þessum undirbúningi fyrir páska.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 12:00.