1.Ölversholt, Deiliskipulag
1302059
Magnús K. Sigurjónsson fyrir hönd eigenda Ölversholts 3 og Einar Benjamínsson fyrir hönd eigenda Ölversholts 1 hafa fengið heimild til að deiliskipuleggja land sitt þar sem óskað er eftir að komi íbúðar- og frístundahúsabyggð á hluta þess lands þar sem verið hefur landbúnaður á aðalskipulagi.
Tillagan var auglýst frá 8. maí til 20. júní og komu engar athugsemdir.
Tillagan var auglýst frá 8. maí til 20. júní og komu engar athugsemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
2.Ketilhúshagi, lóð 47, Deiliskipulag
1212022
Lárus Einarsson hefur fengið heimild til deiliskipulagsgerðar í landi sínu Ketilhúshagi, lóð nr. 47, landnr. 218198. Tillagan var auglýst frá 8. maí til 20. júní og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
3.Svínhagi RS-9, deiliskipulag
1404020
Deiliskipulag fyrir RS-9 úr landi Svínhaga var sett í ferli á árinu 2011 en hefur ekki verið lokið. Málið er því tekið aftur til meðferðar skv. 41. gr. skipulagslaga.
Tillagan var auglýst frá 8. maí til 20. júní.
Athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna afmörkunar á vatnsverndarsvæði vatnsbóls.
Tillagan var auglýst frá 8. maí til 20. júní.
Athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna afmörkunar á vatnsverndarsvæði vatnsbóls.
Skipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við athugasemdum heilbrigðiseftirlits. Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
4.Svínhagi SH-17, deiliskipulag
1403002
Drífa Kristjánsdóttir og Björn Þorgrímsson hafa fengið heimild sveitastjórnar til að deiliskipuleggja land sitt úr landi Svínhaga merkt SH-17. Áform eru uppi um að byggja einbýlishús ásamt bílgeymslu, gestahúsum og véla- og tækjageymslu. Landið er 3,1 ha. að stærð.
Tillagan var auglýst frá 8. maí til 20. júní. Athugasemd barst frá landeigendum í Selsundi þar sem lýst er ágreiningi um eignarhald á tilteknum spildum.
Tillagan var auglýst frá 8. maí til 20. júní. Athugasemd barst frá landeigendum í Selsundi þar sem lýst er ágreiningi um eignarhald á tilteknum spildum.
Skipulagsnefnd telur sig ekki hafa forsendur til að véfengja eignarhald umsækjanda og rétt hans til að deiliskipuleggja land sitt, þrátt fyrir framkomnar athugasemdir eigenda Selsundsjarðarinnar um landamerki.
Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
5.Dynskálar 28-36, breyting á byggingareitum, deiliskipulag
1306067
Breyting á deiliskipulagi við Dynskála. Byggingareitir færðir til suðurs til jafns við aðra reiti vestan Langasands. Fjarlægð frá miðju Suðurlandsvegar er því u.þ.b. 19 metrar.
Samþykki Vegagerðar ríkisins ligggur fyrir.
Samþykki Vegagerðar ríkisins ligggur fyrir.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6.Jarlsstaðir, breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag
1302038
Þór Þorsteinsson hefur fengið heimild til breytinga á aðalskipulagi Rangárþings ytra í landi sínu Jarlsstöðum úr landi Stóru-Valla, landnr. 205460. Um er að ræða breytingar á landnotkun, s.s. iðnaðarsvæði vegna malarnáms og steypustöðvar. Einnig verður skilgreint vatnsból og vatnsverndarsvæði þess á uppdrætti. Einnig verður skilgreint um 50 ha svæði undir frístundabyggð.
Umsækjandi hefur fallið frá fyrri áformum um efnistöku úr Rangá.
Ný lýsing hefur verið gerð og liggur fyrir.
Umsækjandi hefur fallið frá fyrri áformum um efnistöku úr Rangá.
Ný lýsing hefur verið gerð og liggur fyrir.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða lýsingu og leggur til að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Anna María Kristjánsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
7.Helluvað 3, deiliskipulag
1406014
Steinsholt sf, fyrir hönd Ara Árnasonar á Helluvaði 3, óskar eftir heimild sveitastjórnar til að fá að deiliskipuleggja part úr jörðinni sem frístundasvæði. Gert er ráð fyrir að skipta út úr Helluvaði 3 svæði fyrir frístundalóðir en nú þegar hefur einni frístundalóð, um 0,2 ha, verið skipt út úr jörðinni.
Svæðið er um 16 ha að stærð og gert verður ráð fyrir 6 lóðum. Svæðið eru blásnir sandmelar, mjög gróðurrýrir en lækjarfarvegur liggur um svæðið vestanvert.
Aðkoma er af Rangárvallavegi nr. 264 skammt ofan Suðurlandsvegar, um veg að Gilsbakka og áfram veiðislóða að Ytri-Rangá og af honum verður gerður nýr, um 300m langur aðkomuvegur að frístundahúsunum.
Svæðið er um 16 ha að stærð og gert verður ráð fyrir 6 lóðum. Svæðið eru blásnir sandmelar, mjög gróðurrýrir en lækjarfarvegur liggur um svæðið vestanvert.
Aðkoma er af Rangárvallavegi nr. 264 skammt ofan Suðurlandsvegar, um veg að Gilsbakka og áfram veiðislóða að Ytri-Rangá og af honum verður gerður nýr, um 300m langur aðkomuvegur að frístundahúsunum.
Skipulagsnefnd veitir heimild til gerðar deiliskipulags og farið verði um málsmeðferð skv. 40. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykkir meðfylgjandi lýsingu og leggur til að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða verði unnið að gerð breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.
Skipulagsnefnd samþykkir meðfylgjandi lýsingu og leggur til að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða verði unnið að gerð breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.
Anna María kemur aftur á fundinn.
8.Ölversholt 5, spilda, deiliskipulag
1406019
Bryndís Einarsdóttir óskar eftir heimild sveitastjórnar til að deiliskipuleggja land sitt úr landi Ölversholts 5 til að byggja á íbúðarhús og útihús. Landið er 10,2 ha að stærð og skilgreint sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Rangárþings ytra.
Skipulagsnefnd veitir heimild til deiliskipulagsgerðar og telur ekki þörf á gerð lýsingar þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9.Reykjagarður, byggingarleyfi fyrir gistirýmum
1406018
Sigurður Árni Geirsson fyrir hönd Reykjagarðs óskar eftir leyfi til að setja niður 16 herbergja gistieiningar á lóð Reykjagarðs við Dynskála, sérstaklega ætlað fyrir starfsfólk Reykjagarðs.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu. Skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndar falið að óska eftir viðræðum við umsækjanda um aðrar mögulegar lausnir.
10.Ljósleiðari frá Snjóöldufjalli að Kirkjubæjarklaustri, framkvæmdaleyfi
1404022
Orkufjarskipti hf óska eftir framkvæmdaleyfi til að leggja ljósleiðarastreng frá Snjóöldufjalli að Hörðubreiðarhálsi.
Lagt fram tillaga að efnisinnihaldi framkvæmdaleyfis.
Lagt fram tillaga að efnisinnihaldi framkvæmdaleyfis.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi til Orkufjarskipta.
Fundi slitið - kl. 11:00.