1.Rangá, veiðifélag, stofnun lóðar
1501052
Veiðifélag ytri Rangár óskar eftir að sameina þrjár lóðir í þeirra eigu í eina. Það eru lóðirnar Rangá lóð 165461, 500 m², Rangá 165412, 20.648 m² og Ægissíða 4 219032, 7.424 m² sem sameinast í eina. Sameinuð lóð verður 28.572 m² að stærð. Stofnuð verði ný lóð innan sameinaðrar lóðar, 2.009 m² að stærð, sérstaklega undir gistihús veiðifélagsins. Ný lóð fær landnr. 223017.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformaðar lóðabreytingar.
2.Svínhagi RS-9, deiliskipulag
1404020
Deiliskipulag fyrir Svínhaga RS-9 var endurauglýst vegna breytinga á skilmálum frá 10.12.2014 til 22.1.2015. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma. Beiðni um umsagnir voru sendar á umsagnaraðila og barst ábending frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um að staðsetning vatnsbóls takmarki verulega landnotkun í næsta nágrenni þess. Heilbrigðisefirlitið samþykkir þó tillöguna. Umhverfisstofnun bendir einnig á að forðast skuli að raska jarðvegsmyndunum á svæðinu. Búið er að lagfæra önnur atriði sem fram komu við umsagnir á fyrri stigum.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
3.Landsskipulagsstefna 2015-2026
1408007
Vinna við landsskipulagsstefnu 2015-2026. Fyrir liggur tillaga að Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt fylgiskjölum til kynningar og umsagnar. Umsagnarfrestur er til 13. febrúar 2015.
Skipulagsnefnd fór yfir sameiginleg drög sveitarfélaganna Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Skaftárhrepps að umsögn og felur skipulagsfulltrúa og fulltrúum sveitarfélagsins þeim Þorgils Torfa Jónssyni og Yngva Karli Jónssyni að vinna áfram að umsögninni með skipulagsfulltrúum Skaftárhrepps og Rangárþings eystra og stefnt verði að því að tillaga að umsögn verði lögð fyrir sveitarstjórnir tiltekinna sveitarfélaga.
4.Endurskoðun aðalskipulags 2014-2015.
1305001
Samantekt og athugun á þörf á endurskoðun aðalskipulags eftir kosningar til sveitastjórnar 2014.
Skipulagsnefnd telur ekki nauðsynlegt að fram fari endurskoðun á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, þar sem það er mjög nýlegt og forsendur þess hafa ekki breyst í meginatriðum. Nokkur atriði þarfnast þó lagfæringa og leggur nefndin til að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á aðalskipulaginu sem falli að forsendum í landsskipulagsstefnu ásamt þeim breytingum sem áformaðar voru í tengslum við útgáfu og samþykkt rammaskipulagsins fyrir Suðurhálendið. Varðandi áætlanir með svæðisskipulag fyrir svæðið er einnig nauðsynlegt að taka þær breytingar sem þar verða gerðar, inní áform um breytingar á aðalskipulaginu, sérstaklega sem snúa að orkuframleiðslu og vinnslu.
Skipulagsfulltrúa verði falið að senda tilkynningu til Skipulagsstofnunar skv. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsfulltrúa verði falið að senda tilkynningu til Skipulagsstofnunar skv. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5.Landsvirkjun, Vindlundur á Þjórsár-, Tungnaár-svæðinu
1401025
Landsvirkjun hefur óskað eftir því við sveitastjórn að gerðar verði breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022 vegna vindmylla í Búrfellslundi, allt að 200MW vindlundi. Sveitastjórn samþykkti 11.11.2014 að gerðar yrðu breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins að undangengnum breytingum á svæðisskipulagi miðhálendisins og var erindi þess efnis sent á Skipulagsstofnun þann 16.12.2014. Svar Skipulagsstofnunar barst með bréfi dags. 23.1.2015 þar sem segir að umrædd breyting feli í sér breytingu á stefnu svæðisskipulagsins og því hafi stofnunin ekki heimild til að breyta svæðisskipulaginu.
Lagt fram til kynningar.
6.Svínhagi SH-17, byggingarleyfi
1405020
Drífa Kristjánsdóttir og Björn Þorgrímsson hafa fengið leyfi til að byggja 200 m² einbýlishús á lóð sinni nr. SH-17 úr landi Svínhaga. Deiliskipulag tók gildi 14.10.2014 fyrir tiltekna spildu.
Við eftirlit byggingarfulltrúa kom í ljós að staðsetning umrædds mannvirkis er ekki eins og skipulag segir til um heldur hefur grunnur mannvirkisins verið settur utan við skipulagðan byggingarreit og því samræmist staðsetning ekki við lögbundin fjarlægðarmörk skv. gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð. Vegna aðstæðna sem upp hafa komið leitaði byggingarfulltrúi eftir undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar.
Með bréfi dags. 29.1.2015 áformar ráðuneytið að synja beiðni sveitarfélagsins um undanþágu og óskað er eftir frekari rökstuðningi.
Við eftirlit byggingarfulltrúa kom í ljós að staðsetning umrædds mannvirkis er ekki eins og skipulag segir til um heldur hefur grunnur mannvirkisins verið settur utan við skipulagðan byggingarreit og því samræmist staðsetning ekki við lögbundin fjarlægðarmörk skv. gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð. Vegna aðstæðna sem upp hafa komið leitaði byggingarfulltrúi eftir undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar.
Með bréfi dags. 29.1.2015 áformar ráðuneytið að synja beiðni sveitarfélagsins um undanþágu og óskað er eftir frekari rökstuðningi.
Skipulagsnefnd fór yfir stöðu málsins og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir viðbótarfresti til ráðuneytisins vegna rökstuðnings málsins. Afgreiðslu frestað.
7.Haukadalur lóð B, deiliskipulag
1407018
Ingólfur Örn Steingrímsson hefur fengið heimild til að deiliskipuleggja land sitt, lóð B í landi Haukadals, fyrir íbúðarhús og frístundasvæði. Hluti spildunnar fellur undir landbúnað og hluti undir frístundasvæði skv. aðalskipulagi. Tillagan tekur til þriggja frístundalóða auk bygginga íbúðarhúss og skemmu. Fyrir er á landbúnaðarsvæði spildunnar gestahús og geymsla. Farið var fram á undanþágu vegna fjarlægðar áformaðs sumarhúss frá Rangá. Bréf barst frá ráðuneyti dags. 29.1.2015 þar sem áformað er að synja erindinu. Óskað er eftir frekari rökstuðningi.
Skipulagsnefnd fór yfir stöðu málsins og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir viðbótarfresti til ráðuneytisins vegna rökstuðnings málsins. Afgreiðslu frestað.
8.Vatnshólar, deiliskipulag
1309025
Nýtt deiliskipulag fyrir Vatnshóla tók gildi 4. mars 2014 í framhaldi af breytingum frá gildandi skipulagi síðan 27.7.1994. Kvartanir hafa borist frá lóðareigendum að einstaka lóðareigendur brjóti ákvæði í skilmálum deiliskipulagsins um girðingar á svæðinu.
Skipulagsfulltrúi lagði fram tillögu að bréfi til viðkomandi aðila þar sem þeim er gert að fylgja ákvæðum gildandi deiliskipulags á svæðinu. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda bréf til viðkomandi aðila.
9.Leikskálar 2, byggingarleyfi parhús
1501031
Rangá ehf óskar eftir leyfi til að byggja parhús á lóðinni nr. 2 við Leikskála á Hellu.
Skipulagsnefnd telur að leita þurfi samþykkis nærliggjandi lóðarhafa vegna fjölgunar íbúða á lóðinni með tilheyrandi fjölgun á bílastæðum. Nefndin felur því skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið íbúum við Leikskála 1 og 4, Laufskála 1, Þrúðvang 22, 24 og 26 og Hólavang 1.
Jafnframt felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi ef jákvæð niðurstaða fæst með grenndarkynningunni.
Jafnframt felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi ef jákvæð niðurstaða fæst með grenndarkynningunni.
10.Geitasandur L11, byggingarleyfi
1306016
Pétur Pálsson óskar eftir breytingu á þegar útgefnu byggingarleyfi síðan 17.7.2014. Um er að ræða stækkun á matshluta 02 umfram það sem skilmálar gildandi skipulags segir til um.
Nefndin samþykkir áform umsækjanda þar sem heildarflatarmál bygginga er innan heildarbyggingarmagns skv. skipulagi. Nefndin felur því byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi.
11.Landsnet, Hellulína 2 í jörðu
1502013
Landsnet undirbýr lagningu 66 kV jarðstrengs, Hellulínu 2, ásamt ljósleiðara um 13 km leið milli Hellu og Hvolsvallar. Sótt er um framkvæmdarleyfi á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2013.
Skipulagsnefnd telur að umrædd framkvæmd sé í samræmi við skipulagsáætlanir svæðisins. Fyrir liggur niðurstaða Skipulasstofnunar um hvort framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum og var það mat stofnunarinnar að svo væri ekki.
Skipulagsnefnd telur að framlögð gögn lýsi vel framkvæmdinni á fullnægjandi hátt.
Skipulagsnefnd leggur því til að veitt verði framkvæmdaleyfi til Landsnets skv. fyrirliggjandi gögnum og að gjald fyrir leyfið skuli háð eftirliti sveitarfélagsins vegna skurðstæða, þverana og að frágangur sé í samræmi við áætlanir í umsókn framkvæmdaaðila.
Skipulagsnefnd telur að framlögð gögn lýsi vel framkvæmdinni á fullnægjandi hátt.
Skipulagsnefnd leggur því til að veitt verði framkvæmdaleyfi til Landsnets skv. fyrirliggjandi gögnum og að gjald fyrir leyfið skuli háð eftirliti sveitarfélagsins vegna skurðstæða, þverana og að frágangur sé í samræmi við áætlanir í umsókn framkvæmdaaðila.
12.Landmannalaugar, umsókn um stöðuleyfi fyrir greiðasölu
1502030
Finnbogi Helgi Karlsson, kt: 010168-3849, óskar eftir leyfi til að staðsetja greiðasölu í Landmannalaugum. Umrædd hús eru frá Hafnarbakka.
Lagt fram til kynningar og afgreiðslu frestað.
Fundi slitið - kl. 11:00.