72. fundur 21. júlí 2014 kl. 09:00 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Anna María Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson varamaður
Fundargerð ritaði: Har. Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Þjóðólfshagi I, landskipti

1406021

Sigurður Sigurðarson óskar eftir umsögn sveitastjórnar vegna landskipta úr landi Þjóðólfshaga 1, landnr. 165164. Um er að ræða 50,3 ha spildu, Þjóðólfshagi 1, lóð 2, sem fær landnr. 222499. Stærð upprunajarðar er ekki þekkt. Uppdráttur gerður af Eflu dags. 20.5.2014.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti.

2.Landsvirkjun, Vindlundur á Þjórsár-, Tungnaár-svæðinu

1401025

Skipulagsstofnun hefur sent tillögu að matsáætlun fyrir Búrfellslund, vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi með beiðni um umsögn.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu að matsáætlun.

3.Bílastæði við Þrúðvang

1407015

Þjónustumiðstöð óskar eftir að fá að setja bílastæði í stað grassvæðis meðfram Þrúðvangi á móts við lóð leikskóla.
Skipulagsnefnd samþykkir umrædda breytingu.
Steindór Tómasson víkur af fundi við afgreiðslu næsta máls.

4.Reykjagarður, byggingarleyfi fyrir gistirýmum

1406018

Sigurður Árni Geirsson fyrir hönd Reykjagarðs óskar eftir leyfi til að setja niður 16 herbergja gistieiningar á lóð Reykjagarðs við Dynskála, sérstaklega ætlað fyrir starfsfólk Reykjagarðs.
Formaður og skipulagsfulltrúi hafa rætt við fulltrúa Reykjagarðs um áform þeirra.
Skipulagsnefnd fór yfir málið og felur byggingarfulltrúa að ræða við fulltrúa Reykjagarðs um lausar lóðir í nágrenninu.
Steindór kemur aftur á fundinn.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?