1.Skógarhólar. Landskipti
2204044
Eigandi Skógarhóla óskar eftir að fá að skipta út 5,47 ha spildu úr landi sínu. Spildan myndi sameinast L165168, Ölversholti 3, og halda sama heiti. Uppdráttur frá Eflu dags. 28.2.2022.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti.
2.Foss og Árbær. Stofnun tveggja lóða.
2204013
Sveitarstjórn hefur samþykkt að stofnaðar verði tvær 10 ha lóðir úr jörðunum Fossi L164479, núverandi stærð 1313 ha og Árbæ L164470, núverandi stærð 1370 ha.
Lóðirnar tvær héldu upprunalandnúmerum jarðanna en fengju heitin Foss og Árbær. Að auki yrði einni lóð skipt út til viðbótar sem yrði um 2 ha að stærð, fengi heitið Árbær 1 og landeignanúmerið Lxxxxxx. Þeirri lóð yrði afsalað í samræmi við það land sem var undanskilið við sölu jarðarinnar árið 1984. Það sem eftir stendur fengi landeignanúmerin Lxxxxxx, fengi heitið Foss 2 og yrði 1303 ha að stærð eftir skiptin, og landeignanúmer Lxxxxxx, fengi heitið Árbær 2 og yrði 1358 ha að stærð eftir skiptin. Skipting í samræmi við uppdrætti frá Landnotum ehf dags. 4.5.2022.
Lóðirnar tvær héldu upprunalandnúmerum jarðanna en fengju heitin Foss og Árbær. Að auki yrði einni lóð skipt út til viðbótar sem yrði um 2 ha að stærð, fengi heitið Árbær 1 og landeignanúmerið Lxxxxxx. Þeirri lóð yrði afsalað í samræmi við það land sem var undanskilið við sölu jarðarinnar árið 1984. Það sem eftir stendur fengi landeignanúmerin Lxxxxxx, fengi heitið Foss 2 og yrði 1303 ha að stærð eftir skiptin, og landeignanúmer Lxxxxxx, fengi heitið Árbær 2 og yrði 1358 ha að stærð eftir skiptin. Skipting í samræmi við uppdrætti frá Landnotum ehf dags. 4.5.2022.
Erindi frestað
3.Svínhagi Ás-10. Landskipti einnar lóðar Svínhagi Ás-7.
2205014
Landeigandi óskar eftir að fá að skipta út lóð úr jörð sinni. Lóðin verður 30.371 m² að stærð, fengi heitið Svínhagi Ás-7 og landeignanúmerið Lxxxxxx í samræmi við lóðablað frá Landformi dags. 4.5.2022. Unnið er að deiliskipulagi fyrir svæðið.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð.
4.Staða byggingarleyfismála
1810046
Staða byggingarleyfismála kynnt
Lagt fram til kynningar
5.Hagi lóð L165212. Deiliskipulag.
2204032
Óskað er eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af lóðinni Hagi lóð L165212 við Gíslholtsvatn. Gert er ráð fyrir byggingareitum fyrir allt að fjórum frístundahúsum / gestahúsum og skemmu ásamt því að skilgreina reit undir núverandi hús með áform um að stækka það síðar.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6.Hrafnhólmi og Hrafntóftir 3, deiliskipulag
2205007
Eigandi Hrafnhólma og Hrafntófta 3 óskar eftir að fá að leggja fram deiliskipulag af lóðunum. Gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, bílskúrs, gestahúss og skemmu á hvorri lóð skv. skipulagsgögnum frá Eflu dags. 4.5.2022.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7.Gaddstaðir íbúðasvæði í stað frístundasvæðis
1802002
Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi fyrir lóðir úr Gaddstöðum þar sem stór hluti svæðisins er breytt úr frístundasvæði í íbúðasvæði. Lögð er fram tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir þann hluta svæðisins sem þegar hefur hlotið staðfestingu í aðalskipulagi sem íbúðasvæði, þar sem skilmálar hafa verið skilgreindir að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8.Leirubakki. Deiliskipulag frístundalóða
2202011
Anders Hansen fyrir hönd Embla-ferðaþjónustu, eiganda Leirubakka 2, óskar eftir að fá að leggja fram deiliskipulag fyrir allt að 40 frístundalóðum á skilgreindu frístundasvsæði innan jarðar sinnar. Aðkoma að svæðinu er um núverandi vegtengingu frá Landvegi (26) og um Réttarnesveg og þaðan um veg, sem liggur að frístundalóðum Efra - Fjallalands í samræmi við meðfylgjandi greinargerð frá Eflu verkfræðistofu dags. 4.5.2022.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9.Akstursíþróttasvæði deiliskipulag
2203010
Sveitarfélagið hefur unnið að gerð deiliskipulags fyrir akstursíþróttasvæði austan við Hellu í samráði með aðilum akstursíþrótta og litboltafélagsins. Gerð hefur verið breyting á landnotkun svæðisins í aðalskipulagi þar sem svæðið er nú skilgreint sem akstursíþróttasvæði ÍÞ6 í stað skógræktar- og landgræðslusvæðiðs áður. Tillaga deiliskipulags var auglýst frá og með 16.3.2022 til og með 27.4.2022. Athugasemd barst frá íbúa þar sem gerð var athugasemd við staðsetningu svæðisins sökum nálægðar við leiðir hestamanna. Athugasemd barst frá hestamönnum vegna reiðleiða um svæðið. Ábending barst frá Vegagerðinni um að huga skuli að fyrirhuguðum breytingum Rangárvallavegar gagnvart Suðurlandsveginum. Ábendingar bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um varnir gegn hávaða og fleira. Lagður er fram listi yfir athugasemdir og viðbrögð við þeim.
Skipulagsnefnd fjallaði um allar fram komnar athugasemdir og ábendingar og telur að búið sé að bregðast við öllum atriðum í greinargerð tillögunnar. Sævar Jónsson leggur til að afgreiðslu tillögunar verði frestað. Tillaga Sævars var borin undir atkvæði og felld með fjórum atkvæðum (HE, HK, MHG og YH) gegn einu (SJ).
Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
10.Svínhagi L8 A. Deiliskipulag
2202028
Eigandi lóðarinnar Svínhagi L8A hefur lagt fram deiliskipulag af lóð sinni. 3 byggingareitir verða skilgreindir þar sem heimilt verður að byggja íbúðarhús, tvö frístunda- eða gestahús og velaskemmu í samræmi við gögn frá Eflu, dags. 8.2.2022. Aðkoma að svæðinu er frá Þingskálavegi, nr. 268. Tillagan var auglýst frá og með 16.3.2022 til og með 27.4.2022. Umhverfisstofnun gerði athugasemdir við að í skipulagsáætluninni er ekki fjallað sérstaklega um framkvæmdir sem fela í sér röskun á svæðum sem njóta sérstakrar verndar skv. 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd og skuli bætt úr því. Ábending barst frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um efnislegar misfærslur á uppdrætti.
Skipulagsnefnd fjallaði um allar fram komnar athugasemdir og ábendingar og telur að búið sé að bregðast við öllum atriðum í greinargerð tillögunnar. Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Nefndin vill árétta að sýnd aðkoma að reitum B3 og B4 tekur ekki af kvöð um veg á lóðamörkum vegna aðkomu að lóð L7.
Fundi slitið - kl. 17:00.