127. fundur 07. maí 2018 kl. 09:00 - 12:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Hulda Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Lækur 1. Landskipti

1805010

Eigendur Lækjar 1 óska eftir að skipta úr jörð sinni tveimur spildum. Önnur spildan fengi nafnið Lækjarkor, landnr. XXXXXX og stærð 14.215 m2. Seinni lóðin fengi nafnið Sóleyjartunga, landnr. XXXXXX og stærðin 15.880 m2. Jörðin Lækur 1 verður um 172 ha eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

2.Öldusel. Deiliskipulag

1803014

Viðar Jónsson hefur fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af lóðum sínum. Gert er ráð fyrir nýrri aðkomu frá Keldnavegi, byggingareitum undir núverandi íbúðarhús, frístundahús og skemmu. Lögð er fram bætt tilaga frá síðasta fundi þar sem gerð var athugasemd við að nálægar aðkomur inná svæðið voru ekki sýndar.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Hungurfit. Umsókn um breytingu á deiliskipulagi

1803003

Guðmundur Árnason fyrir hönd Fitjamanna óskar eftir heimild til að breyta gildandi deiliskipulagi dags. 26.9.2013 m.br. dags. 4.9.2015 þar sem gert verði ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóð Þ3. Gert verði ráð fyrir byggingu 75 m2 fjallaskála í stað 20 m2 skv. núgildandi skipulagi. Áformin hafa verið grenndarkynnt hagsmunaaðilum á svæðinu ásamt Forsætisráðuneytinu.
Skipulsnefnd leggur til að þar sem jákvæð umsögn ráðuneytis liggur fyrir og engar athugasemdir verið gerðar af hálfu annarra hagsmunaaðila, verði tillagan samþykkt og send til varðveislu Skipulagsstofnunar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fylgiskjöl:

4.Bjálmholt / Beindalsholt. Deiliskipulag

1801026

Landeigendur að Beindalsholti, landnr. 194944 og Bjálmholti, landnr. 216675 hafa fengið heimild sveitarstórnar til að deiliskipuleggja spildur sínar. Gert er ráð fyrir byggingareitum fyrir íbúðarhús og skemmu. Auk þess er gert ráð fyrir nýjum aðkomuvegi að Bjálmholti 216675. Tillagan var auglýst frá 21.2.2018 til og með 4.4.2018. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu erindisins á síðasta fundi vegna framkominna athugasemda. Umsækjendur leggja fram rökstuðning fyrir áformum sínum. Ítrekun barst frá eigendum aðliggjandi jarðar um að staðsetning byggingareits 2 skyggði verulega á útsýni frá heimili þeirra. Eins vildu þau árétta boð þeirra um að leggja til svæði undir nýja aðkomu. Umsækjendur óska jafnframt eftir að sveitarstjórn heimili notkun nafnsins Stekkatúnsbjalli á eystri spildu skipulagsins.
Skipulagsnefnd tekur ekki undir athugasemdir eiganda að Beindalsholti 1 um staðsetningu á byggingareit 2. Nefndin samþykkir því tillöguna með fyrirvara um að aðkoma að eystri spildunni verði lagfærð skv. tillögu Vegagerðarinnar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við nafnið Stekkatúnsbjalli og leggur því til að heiti tillögunnar á deiliskipulaginu breytist í Beindalsholt/Stekkatúnsbjalli deiliskipulag.

5.Snjallsteinshöfði 1a. Deiliskipulag

1801020

Jón Hjörtur Skúlason hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir spildu úr landi sínu, Snjallsteinshöfða 1a, skv. uppdrætti frá Gísla Gíslasyni Eflu verkfræðistofu, dags. 5.1.2018. Tillagan tekur til 5 lóða fyrir frístundahús, einnar fyrir útihús/skemmu auk einnar lóðar fyrir íbúðarhús. Tillagan var auglýst frá 21.2.2018 til og með 4.4.2018. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma en í lok ferils barst athugasemd frá Skipulagsstofnun þar sem bent er á að gera þurfi betur grein fyrir samræmi við aðalskipulag. Einnig vantaði umsögn frá Minjastofnun.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

6.Villiskjól. Deiliskipulag

1802039

Eigendur lóðarinnar Villiskjóls úr landi Árbæjarhellis 2 hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi af lóð sinni. Gert verði ráð fyrir byggingareitum fyrir íbúðarhús, gestahús og skemmu. Tillagan var auglýst frá 21.3.2018 til og með 2.5.2018 og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
Hulda Karlsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu þessa erindis.

7.Baugalda 6. Byggingarleyfi stækkun til vesturs

1805001

Páll Melsted sækir um heimild til að byggja við hús sitt í vestur og fara með því allt að 140 sm út fyrir mörk byggingareits lóðarinnar. Með því nær hann að samræma byggingarlínur húsanna við Baugöldu 2 og 4 við hús sitt.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að byggja við hús sitt að sömu línu og húsin við Baugöldu 2 og 4.
Formaður kallar Huldu aftur inná fundinn.

8.Efra-Sel 3E. Kæra 15/2018 vegna ákvörðunar sveitarstjórnar

1802017

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sendir afrit kæru dags. 30. janúar sl. ásamt fylgiskjölum, móttekin af nefndinni 3. febrúar sl., vegna samþykkta og meðhöndlunar sveitarstjórnar á breytingum á deiliskipulagi á landspildu Efra Seli í Rangárþingi ytra. Úrskurðarnefndin hefur vísað málinu frá þar sem lögbundinni afgreiðslu er ekki lokið.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

9.Landsnet. Beiðni um breytingu á Aðalskipulagi

1805008

Landsnet leggur fram beiðni um breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings Ytra vegna fyrirhugaðrar styrkingar raforkukerfisins á Suðurlandi.
Skipulagsnefnd samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Rangárþings ytra þegar niðurstaða liggur fyrir um staðsetningu línunnar.

10.Stórabót á Geitasandi. Ósk um breytingu á landnotkun í aðalskipulagi.

1711039

Jón Karl Snorrason og Þórey Jónsdóttir óska eftir að sveitarstjórn breyti landnotkun á spildu sinni úr landi Geitasands. Núverandi skilgreining er frístundasvæði í aðalskipulagi. Þau áforma að flytja lögheimili sitt á staðinn. Samþykki Landgræðslunnar sem fulltrúa eigenda liggur fyrir.
Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til breytinga á gildandi deiliskipulagi dags. 21.3.2014 og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022 þar sem landnotkun á Stóru-Bót verði breytt úr frístundasvæði í íbúðasvæði. Kynna þarf áformin til lóðarhafa F1.

11.Geysisflatir. Deiliskipulag tjaldsvæðis

1804029

Oddur Hermannsson fyrir hönd Landamerkja efh sækir um heimild til skipulags á Geysisflötum. Ráðgert er að hefja starfsemi við tjaldsvæði og þjónustu skv. leigusamningi á lóð sem Rangárbakkar ehf hafa um árabil nýtt sem tjaldsvæði með rafmagnstenglum í tengslum við hestamót.
Skipulagsnefnd hafnar framkomnum hugmyndum þar sem um ákjósanlegt framtíðar uppbyggingarsvæði þéttbýlisins er að ræða.

12.Fjarkaland. Skipulagsmál

1804030

Magnús Garðarsson og Ingibjörg Petra Guðmundsdóttir sækja um heimild til að deiliskipuleggja hluta úr landi sínu úr Norður-Nýjabæ, svokölluðu Fjarkalandi. Jafnframt er óskað eftir að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi fyrir landið. Núverandi landnotkun er landbúnaður. Ætlunin er að hluti landsins sem snýr að Þykkvabæjarvegi verði frístundasvæði en sá hluti sem snýr að Ástarbrautinni verði verslunar- og þjónustusvæði.
Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022 þar sem landnotkun á vestari hluta spildunnar verði gert að verslunar- og þjónustusvæði í stað landbúnaðarsvæðis í dag.

13.Heklukot. Drekadeild. Fleiri gangbrautir og gangbrautarskilti

1804017

Leiksólabörn á Drekadeild afhentu skipulagsfulltrúa bréf þess efnis að þau vilja sjá fleiri gangbrautarskilti og gangbrautir á Hellu. Einnig vilja þau betri merkingar á gangbraut yfir Suðurlandsveginn.
Skipulagsnefnd fagnar áhuga unga fólksins á þessum málum og leggur til að sveitarstjórn kalli eftir samráði við hagsmunaaðila um umferðarmál á Hellu. Lagt er til að aðilar í slíku samráði verði a.m.k. fulltrúar frá lögreglu, Samgöngustofu, foreldrafélagi leikskólans og grunnskólans og fulltrúi sveitarstjórnar að meðtöldum skipulags- og byggingarfulltrúa.
Gangbrautir verði merktar á horni Þingskála og Dynskála og frá leikskóla og yfir Þrúðvanginn. Einnig þarf að merkja betur gangbrautir á skólasvæðinu.
Nefndin vill jafnframt taka undir sjónarmið barnanna um að fjölga ruslatunnum í þéttbýlinu og hvetur sveitarstjórn til að bregðast skjótt við góðri ábendingu.

14.Landmannalaugar. Lagfæring bílastæða við Námskvísl

1804037

Sótt er um framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Umsókninni fylgja yfirlitskort sem sýna staðsetningu og afmörkun framkvæmdasvæðis ásamt lýsingu framkvæmdarinnar og teikningum í samræmi við 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi. Framkvæmdin snýr að uppbyggingu á núverandi bílastæði við Námskvísl ásamt nauðsynlegri styrkingu rofvarna svo hægt verði að sporna við álagsþunga af völdum aukinnar ásóknar ferðamanna á svæðið. Í gildi er deiliskipulag af Landmannalaugum dags. 1.3.2018.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði framkvæmdaleyfi til þess að útbúa bílastæðið við Námskvísl skv. gildandi deiliskipulagi fyrir Landmannalaugar dags. 1.3.2018, svo koma megi í veg fyrir frekari skemmdir á náttúru og að svæðið geti þ.a.l. annað betur fyrirsjáanlegum straumi ferðamanna.

15.Landmannalaugar. Umsókn um stöðuleyfi

1805009

Bergur Sveinbjörnsson sækir um stöðuleyfi fyrir tveimur trukkum sem eru sérútbúnir til rekstur gistingar og ferðaþjónustu.
Skipulagsnefndin leggur til að samþykkt verði að veita stöðuleyfi frá 1. júní til 30. september 2018. Staðsetning skal vera í fullu samráði við skipulagsfulltrúa og fyrir norðan Námskvíslina.

16.Eirð. lóð úr landi Haga við Gíslholtsvatn, 165214, Umsókn um skipulag

1710007

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið ehf hefur fengið heimild sveitarstjórnar til að deiliskipuleggja lóð sína fyrir starfsemi leiðtoga- og kyrrðarseturs. Áform eru uppi um byggingar á gistiskálum og kennslustofum. Sótt er um byggingarleyfi til stækkunar á núverandi húsi.
Skipulagsnefgnd leggur til að veitt verði byggingarleyfi með fyrirvara um að áformin samræmist framkominni tillögu að deiliskipulagi.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?