1.Gaddstaðir breyting á eldra deiliskipulagi
1802009
Sveitarstjórn hefur samþykkt að breyta landnotkun á hluta frístundasvæðisins við Hróarslæk næst Suðurlandsvegi í íbúðasvæði. Lögð er fram tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi dags í apríl 1999 þar sem tvær fyrstu lóðirnar verða felldar út úr landnotkun frístunda en skilgreindar sem íbúðarlóðir í breyttu deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd frestar erindinu
2.Fitjahraun 1. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.
1802001
Jenný Ásmundsdóttir, eigandi að Fitjahrauni 1 í Svínhaga, óskar eftir heimild til að reka ferðaþjónustu allt árið á lóð sinni. Í því sambandi óskar hún eftir því að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi til að það geti orðið.
Skipulagsnefnd hafnar erindi umsækjanda.
3.Svínhagi L7A. Breyting á landnotkun
1802004
Landeigandi, Michel Courtine, óskar eftir breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra þar sem farið er fram á breytta landnotkun á jörðinni Svínhaga L-7A úr landbúnaði í verslun- og þjónustu. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni er umsókn um nýtt deiliskipulag þar sem á jörðinni er áætlað að byggja 6-8 sumarhús / gistiskála.
Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um breytingar á landnotkun. Núverandi lóð er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.
Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda.
Nefndin telur rétt að umrædd breyting á landnotkun fyrir lóð L-7A verði færð undir endurskoðun aðalskipulagsins sem er í ferli.
Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda.
Nefndin telur rétt að umrædd breyting á landnotkun fyrir lóð L-7A verði færð undir endurskoðun aðalskipulagsins sem er í ferli.
4.Bjálmholt / Beindalsholt. Deiliskipulag
1801026
Landeigendur að Beindalsholti, landnr. 194944 og Bjálmholti, landnr. 216675 óska eftir heimild sveitarstórnar til að deiliskipuleggja spildur sínar. Gert er ráð fyrir byggingareitum fyrir íbúðarhús og skemmu. Auk þess er gert ráð fyrir nýjum aðkomuvegi að Bjálmholti 216675.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5.Snjallsteinshöfði 1a. Deiliskipulag
1801020
Jón Hjörtur Skúlason sækir um að fá að deiliskipuleggja spildu úr landi sínu, Snjallsteinshöfða 1a, skv. uppdrætti frá Gísla Gíslasyni Eflu verkfræðistofu, dags. 5.1.2018. Tillagan tekur til 5 lóða fyrir frístundahús, einnar fyrir útihús/skemmu auk einnar lóðar fyrir íbúðarhús.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6.Dvalarheimið Lundur deiliskipulag
1602048
Rangárþing ytra og stjórn Lundar dvalarheimilis hafa samþykkt að deiliskipulag við Lund verði tekið til endurskoðunar. Lögð er fram tillaga þar sem gert er ráð fyrir íbúðarlóðum og stækkunarmöguleikum við Lund ásamt breytingum á aðkomu og bílastæðum.
Skipulagsnefnd frestar erindinu
7.Þorleifsstaðir. Tillaga að áningarstað
1802020
Unnið er að tillögu á útfærslu á áningarstað með bílastæði, skilti og bekkjum við Fiská austan Reynifells. Gert er ráð fyrir að bæta aðkomu að eyðibýlum norðan Þríhyrnings og gera sögu þeirra skil. Útbúið verður bílastæði þar sem verða skilti með upplýsingum um eyðibýlin og svæðið í heild. Frá bílastæðinu við Fiská verður gerð gönguleið að Þjófhelli og e.t.v. fleiri hellum. Einnig þarf að afmarka bílastæði við Þorleifsstaði. Í framtíðinni er möguleiki að tengja gönguleiðina við leið á Þríhyrning og e.t.v. fleiri leiðir í nágrenninu.
Lagt fram til kynningar. Skipulagsnefnd leggur til að landeigendur verði einnig kallaðir til samráðs.
8.Ægissíðufoss. Skipulagt aðgengi
1802019
Unnið er að tillögu á útfærslu á áningarstað með útsýnispalli, skilti og bekkjum við Ægissíðufoss. Áningarstaðurinn nýtist bæði göngufólki, hestamönnum og veiðimönnum. Lögð er fram tillaga að skipulagi áningarstaðar.
Lagt fram til kynningar. Skipulagsnefnd leggur til að landeigendur verði kallaðir til samráðs.
9.Rangárbakki 2. Kæra vegna ákvörðunar sveitarstjórnar
1802018
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sendir afrit kæru dags. 7. febrúar sl. ásamt fylgiskjölum, móttekin af nefndinni s.d., vegna ákvörðunar Rangárþings ytra um að hafna beiðni kæranda um leyfi til að setja niður smáhýsi sem nýtast sem gistihús á lóð félagsins að Rangárbakka 2, Rangárþingi ytra.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir fresti fram yfir næsta fund skipulagsnefndar til að skila rökstuðningi. Nefndin felur formanni ásamt skipulagsfulltrúa að taka saman gögn varðandi málið.
10.Efra-Sel 3E. Kæra vegna ákvörðunar sveitarstjórnar
1802017
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sendir afrit kæru dags. 30. janúar sl. ásamt fylgiskjölum, móttekin af nefndinni 3. febrúar sl., vegna samþykkta og meðhöndlunar sveitarstjórnar á breytingum á deiliskipulagi á landspildu Efra Seli í Rangárþingi ytra. Óskað er eftir gögnum málsins.
Lagt fram til kynningar. Skipulagsfulltrúi hefur þegar tekið saman og skilað nauðsynlegum gögnum málsins til Úrskurðarnefndar þar sem áskilinn er réttur til frekari greinargerðar á síðari stigum ef þörf er á.
11.Landmannalaugar, deiliskipulag
1310038
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Landmannalaugar hefur verið lögð fram og auglýst. Beðið er niðurstöðu Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum.
Staða mála kynnt.
12.Hraun og Leirubakki lóð. Breyting á landnotkun í ASk
1609024
Karl Axelsson áformar að sameina lönd sín að Hrauni og Leirubakka, stofna lögbýli og vinna að gerð deiliskipulags. Sveitarstjórn hefur auglýst breytingu á landnotkun í aðalskipulagi þar sem umræddar lóðir verða teknar úr frístundanotkun og færðar í landbúnaðarnotkun aftur. Tillagan hefur verið auglýst og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.
13.Flagbjarnarholt. Landskipti
1801018
Valmundur Gíslason óskar eftir að fá að skipta út úr jörð sinni 4.281 m² lóð, landnr. 226428. Lóðin fengi nafnið Flagbjarnarholt. Matshluti 17 sem skráð er á jörðinni færist yfir á nýja lóð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.
14.Gaddstaðir íbúðasvæði í stað frístundasvæðis
1802002
Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi fyrir 29 lóðir úr Gaddstöðum þar sem umrætt svæði er breytt úr frístundasvæði í íbúðasvæði. Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir svæðið þar sem skilmálar hafa verið skilgreindir að nýju.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.
15.Öldur III seinni hluti, deiliskipulag íbúðarsvæðis
1703009
Rangárþing ytra vinnur að deiliskipulagi að nýju íbúðasvæði austan við núverandi byggð í Öldum III. Gert er ráð fyrir allt að 70 lóðum, bæði fyrir einbýlishús og par/raðhús fyrir allt að 130 íbúðir. Svæðið bætist við og verður hluti af núverandi hverfi við Langöldu og Eyjasand. Lögð er fram tillaga og greinargerð.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.
16.Nes-Útivistarsvæði. Deiliskipulag
1710028
Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera deiliskipulag af útivistarsvæðinu meðfram Ytri-Rangá við Nes. Lögð er fram tillaga að skipulagi.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.
17.Stóru-Vellir deiliskipulag nokkurra jarða
1703067
Nokkrir landeigendur spildna úr landi Stóru-Valla í Landsveit hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir sínar. Tillagan var auglýst frá 19.4.2017 til og með 31.5.2017. Athugasemdir bárust frá umsagnaraðilum og hefur tillagan verið lagfærð að teknu tilliti til þeirra athugasemda. Athugasemdir frá Skipulagsstofnun bárust með bréfi dags. 20.11.2017 þar sem gerð er athugasemd við að umrædd áform samræmist ekki ákvæðum í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd telur að tillagan hafi verið uppfærð m.t.t. framkominna athugasemda og hefur tekið saman svar til Skipulagsstofnunar þar sem ástæður eru raktar fyrir heimild sveitarstjórnar til skipulags þrátt fyrir að ákvæði aðalskipulagsins vegna bygginga á landbúnaðarlandi séu ekki að fullu uppfyllt.
Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu að nýju skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu að nýju skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
18.Litlavík. Heimild til deiliskipulags.
1711061
Landeigendur hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir spildu sína, Litluvík, landnr. 199843. Á svæðinu verði gert ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, gestahúss og skemmu. Tillagan var auglýst frá 20.12.2017 til og með 31.1.2018. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
19.Endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra
1305001
Endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Lögð er fram tillaga að aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
20.Minna-Hof 199583, Landskipti
1709008
Ingi Ingvarsson fyrir hönd félagsins Litla-Hofs ehf, 420508-0690, óskar eftir að lóðin Minna Hof spilda B, landnr. 211689, sameinist jörðinni Minna Hofi 199583. Jafnframt muni Minna Hof spilda C, landnr. 219237 sameinast Stelpuhofi, landnr. 219236. Hluti af jörðinni Minna Hofi landnr. 199583 mun einnig sameinast Stelpuhofi, eða 1,4 ha. Stelpuhof verður því 4,1 ha eftir skiptin. Minna Hof verður 117,8 ha að stærð eftir skiptin. Þessu næst óskar eigandi þess að skipta út alls 41 lóð úr jörð sinni, Minna-Hofi landnr. 199583. Lóðirnar verða frá 1,1 - 3,2 ha að stærð og munu bera nöfn eftir heitum vega á svæðinu, annars vegar við Hofsstíg og hins vegar við Lækjarstíg. Minna Hof 199583 verður 9,5 ha eftir skiptin. Landskiptin eru sett fram á meðfylgjandi uppdráttum frá landmótun dags. 7.2.2017 og 8.2.2017.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.
21.Sólvellir. Landskipti
1802016
Ingimar Ísleifsson eigandi Sólvalla óskar eftir samþykki sveitarstjórnar fyrir landskiptum úr jörð sinni. Skipt verður út 3 ha spildu, landnr. 226519. Spildan fær heitið Sólvellir land. Sólvellir landnr. 164553 verða um 129 ha eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.
22.Háfshjáleiga 3 og 4. Landskipti
1802003
Landeigendur Háfshjáleigu lands 3 og lands 4 hafa komið sér saman um nýjan aðkomuveg að spildum innan við Háfshjáleigu landi 4. Breyting verður gerð á afmörkun lóðanna þar sem Land 4 lætur af hendi um 10 metra spildu norðantil undir veginn en fær í staðinn 30 metra til vesturs af landi 3. Háfshjáleiga land 3, landnr. 207726 var 12,05 ha en verður 10,69 ha eftir skiptin. Háfshjáleiga land 4, landnr. 207727 var 12,89 ha en verður 14,23 ha eftir skiptin. Nýr aðkomuvegur og breytt stærð lóðanna er sýnd á uppdrætti frá Emil Þór Guðmundssyni dags. 19.1.2018. Samþykki Vegagerðarinnar liggur fyrir.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.
23.Helluvað 2, 164511. Stofnun lóðar.
1801019
Landeigendur óska eftir að stofna spildu úr jörð sinni, Helluvaði 164511. Lóðin verður 5612 m² að stærð og fær nafnið Helluvað 2 dælustöð, landnr. 226330. Um leigulóð verður að ræða.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.
Fundi slitið - kl. 12:00.