94. fundur 06. júní 2016 kl. 09:00 - 12:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Anna María Kristjánsdóttir
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Stóru-Vellir, landskipti

1605059

Óðinn Pálsson óskar eftir landskiptum úr jörð sinni Stóru-Völlum landnr. 165011. Um er að ræða spildu ca 5,7 ha að stærð. Spildan fær nafnið Stóru-Vellir lóð 5 og landnúmerið 224302.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

2.Litli Klofi lóð 2a, landskipti

1605032

Hafdís Sverrisdóttir óskar eftir landskiptum á lóð sinni nr. 2a í landi Litla-Klofa. Lóðinni verði skipt til helminga og nýr aðkomuvegur verði settur til hins nýja lóðarhluta.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti eigenda en hafnar áformum um nýja vegtengingu inn á Stóru-Valla veginn.
Gísli Gíslason og Ásgeir Jónsson frá Steinsholti fara yfir áherslur við endurskoðun aðalskipulagsins.

3.Endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra

1305001

Endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra 2010-2022. Lagðar fram athugasemdir við útsenda lýsingu. Farið yfir áhersrluatriði svo sem framsetningu aðalskipulagsins, tímaplan, þéttbýli og landnotkun.
Ýmsar áherslur ræddar. Næsti fundur áformaður þann 29. ágúst nk. kl. 9.00
Gísli og Ásgeir víkja af fundi og þeim þakkað fyrir góða yfirferð.
Birgir Teitsson og Jakob Bjarnason fyrir hönd framkvæmdahóps og Sigurjón Rafnsson frá KS á Sauðárkróki fyrir hönd lóðarhafa kynna framlagðar hugmyndir að þjónustusvæði.

4.Rangárbakkar 1-3, áform um skipulag

1605009

Framkvæmdahópur á vegum Kaupfélags Skagfirðinga leggur fram til kynningar áform um uppbyggingu á lóðunum við sláturhúsið á Hellu.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar. Jafnframt leggur nefndin til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.
Kynningaraðilar víkja af fundi og er þakkað fyrir góða kynningu.

5.Skipulag sunnan Suðurlandsvegar

1601002

Sveitarstjórn vinnur að gerð skipulags fyrir svæðið sunnan Suðurlandsvegar austan Gaddstaðavegar að Aldamótaskógi. Lýsing skipulágsáætlunar var kynnt að nýju og frestur veittur til 23. mars 2016 til athugasemda. Ekki bárust athugasemdir við lýsinguna utan þess að Vegagerðin vísar í fyrri umsögn sína gagnvart áformum um nýja tengingu inná Suðurlandsveginn. Eftir kynningu lýsingarinnar var tillagan kynnt með auglýsingu í blöðum, á heimasíðu og á skrifstofu skipulagsfulltrúa. Tillagan var í kynningu frá 27. apríl 2016 til og með 6. maí 2016. Tillagan var einnig send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar fyrir auglýsingu.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Strútslaug, deiliskipulag

1303018

Lögð hefur verið fram tillaga að deiliskipulagi á svæðinu við Strútslaug í Hólmsárbotnum að Fjallabaki. Sóst verður eftir að reisa skála á svæðinu ásamt salernis- og búningsaðstöðu. Tillagan var auglýst frá 17. mars til 28. apríl. Athugasemdir bárust frá umsagnaraðilum sem lúta að því hvernig brugðist skuli við öflun neysluvatns og með hvaða hætti fráveitumálin verða.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

7.Nefsholt, deiliskipulag tjaldsvæðis

1510032

Tillaga hefur verið lögð fram fyrir deiliskipuag af svæði undir tjaldsvæði ásamt að fá að setja niður nokkur smáhýsi til útleigu fyrir ferðamenn. Athugasemdir frá Skipulagsstofnun hafa borist á auglýsingatíma sem snúa að samræmi deiliskipulags við aðalskipulag.
Skipulagsnefnd bendir á að það svæði sem um ræðir sé ekki eftirsóknarvert sem úrvals ræktunarland og að umrædd landnotkun takmarki ekki framtíðarmöguleika til kornræktar. Þá bendir nefndin á að deiliskipulagið sé í samræmi við landnýtingu á landbúnaðarlandi um að heimilt verði, þar sem aðstæður leyfa, að hafa sérhæfðar byggingar fyrir ferðaþjónustu þ.e. gistiheimili, smáhýsi og byggingar fyrir veitingarekstur svo fremi sem að heildarstærð þeirra fari ekki yfir 1500m². Ennfremur að í aðalskipulagi er markmið sveitarstjórnar að stuðla að auknum og fjölbreyttum atvinnutækifærum. Þá mun fyrirhuguð starfsemi njóta nálægðar við Laugalandsskóla þar sem er rekin ferðaþjónusta, auk sundlaugar o.fl. Því telur skipulagsnefnd að umrætt deiliskipulag fyrir Nefsholt sé í fullu samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins. Í yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra verður lagt mat á hvort eðlilegt sé að skilgreina umrætt svæði, eða önnur sambærileg, sem verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagsfulltrúa er falið að afgreiða deiliskipulagið í samræmi við niðurstöðu skipulagsnefndar.

8.Beindalsholt, deiliskipulag

1511001

Tillaga hefur verið lögð fram af deiliskipulagi fyrir u.þ.b. 1,8 ha svæði úr landi Beindalsholts. Gert verði ráð fyrir fimm byggingareitum og verða tveir af þeim fyrir útihús og skemmur. Einn verði fyrir núverandi íbúðarhús og síðustu tveir fyrir smáhýsi/gestahús, allt að átta á öðrum og fjórum á hinum. Athugasemdir frá Skipulagsstofnun hafa borist á auglýsingatíma sem snúa að samræmi deiliskipulags við aðalskipulag.
Skipulagsnefnd bendir á að það svæði sem um ræðir sé ekki eftirsóknarvert sem úrvals ræktunarland og að umrædd landnotkun takmarki ekki framtíðarmöguleika til kornræktar. Þá bendir nefndin á að deiliskipulagið sé í samræmi við landnýtingu á landbúnaðarlandi um að heimilt verði, þar sem aðstæður leyfa, að hafa sérhæfðar byggingar fyrir ferðaþjónustu þ.e. gistiheimili, smáhýsi og byggingar fyrir veitingarekstur svo fremi sem að heildarstærð þeirra fari ekki yfir 1500m². Ennfremur að í aðalskipulagi er markmið sveitarstjórnar að stuðla að auknum og fjölbreyttum atvinnutækifærum. Þá mun fyrirhuguð starfsemi njóta nálægðar við Laugalandsskóla þar sem er rekin ferðaþjónusta, auk sundlaugar o.fl. Því telur skipulagsnefnd að umrætt deiliskipulag fyrir Beindalsholt sé í fullu samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins. Í yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra verður lagt mat á hvort eðlilegt sé að skilgreina umrætt svæði, eða önnur sambærileg, sem verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagsfulltrúa er falið að afgreiða deiliskipulagið í samræmi við niðurstöðu skipulagsnefndar.

9.Álfaskeið, breyting á deiliskipulagi

1606005

Þorgeir Haraldsson eigandi Álfaskeiðs úr landi Haukadals, óskar eftir að fá að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið, dags. 18.12.2013,sem lýtur að breytingum á mænisstefnu fyrirhugaðra húsa á svæðinu. Mænisstefna verði tvær í stað einnar nú.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis nema að örlitlu leyti og sé þess fallin að hafa engin áhrif á aðra en umsækjanda og sveitarfélagið. Þ.a.l. skuli einnig fallið frá grenndarkynningu erindisins.

Nefndin samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

10.Nestún 3, Byggingarleyfi, stækkun og færsla á bílskúr

1603041

Karl Sigurðsson óskar eftir að fá að rífa núverandi bílgeymslu og byggja nýja aðeins innar á lóð sinni nr. 3 við Nestún. Erindið var sent til grenndarkynningar og var frestur til að skila inn athugasemdum til 20. maí 2016. Alls bárust tvær athugasemdir.
Í ljósi framkominna athugasemda getur skipulagsnefnd ekki fallist á áform umsækjanda og hafnar því erindinu.

11.Baugalda 6, umsókn um byggingaráform

1606002

Páll Melsted óskar eftir heimild á byggingaráformum. Hann vill steypa allt að 1,8 m háan vegg á lóðamörkum að norðaustan verðu og setja u.þ.b. 12 m² smáhýsi þar innan við. Einnig fer hann fram á að fá að stækka bílastæði sín um 1 metra til austurs, inn á opið svæði sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd hafnar erindi umsækjanda.

12.Landmannalaugar umsókn um stöðuleyfi og gerð skjólveggjar

1605028

Ferðafélag Íslands óskar eftir stöðuleyfi til að reisa 18 m² skýli yfir núverandi rafstöð á svæðinu. Einnig er sótt um að lagfæra skjólveggi við salernishús og stækka svæðið aðeins.
Skipulagsnefnd leggur til að ekki verði veitt fleiri stöðuleyfi í Landmannalaugum en verið hafa undanfarin ár meðan unnið er að deiliskipulagi fyrir Landmannalaugar.

13.Landmannalaugar stöðuleyfi fyrir gistiskála

1605060

Slysavarnarfélagið Landsbjörg óskar eftir stöðuleyfi til að staðsetja gistiskála fyrir starfmenn sína í landmannalaugum. Áformuð staðsetning er við hestaréttina austan við núverandi tjaldsvæði.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áframhaldandi veitingu stöðuleyfis.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?