1.Svínhagi SH16, Landskipti. Svínhagi SH16B
2412002
Landeigandi hefur óskað eftir að fá að skipta úr jörð sinni, 57271.1 m² lóð sem fengi heitið Svínhagi SH16B og L238452. Gert er ráð fyrir að uppbygging verði í formi skógræktar. Merkjalýsing frá Jóhönnu Sigurjónsdóttur dags. 27.11.2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.
2.Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála
2411010
Farið yfir áherslur í gjaldskrám
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir áherslur í gjaldskrá skipulags- og byggingarleyfisgjalda og leggur til við sveitarstjórn að fram lagðar tillögur um breytingar verði samþykktar.
Jón Ragnar Örlygsson fer yfir stöðu mála
3.Umferðarmál. Staða mála
2310087
Farið yfir stöðu umferðarmála
Farið yfir stöðu umferðarmála. Nefndin leggur til að sett verði upp skilti "Börn að leik" við leiksvæðið við Baugöldu. Að auki leggur nefndin til að merki við Útskála verði stækkuð, sérstaklega "Börn að leik". Jónr Ragnari er falið að koma með tillögu að staðsetningu á næsta fund.
4.Fundaáætlun 2025 -sveitarstjórn, byggðarráð, skipulags- og umf.nefnd
2412007
Lögð fram áætlun um reglulega fundi nefndarinnar fyrir árið 2025.
Lagt fram til kynningar.
5.Lækur við Gunnarsholt. Breyting á deiliskipulagi.
2412005
Eigandi lands óskar eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi fyrir Læk sem samþykkt var í B-deild Stjórnartíðinda þann 20.11.1998.
Fyrirhuguð er textabreyting í gildandi greinargerð deiliskipulags í kafla Girðingar á bls. 7, þar sem heimilað verði að girða af spildu og leigja hana til beitar. Forsenda breytingar er fyrirspurn um land til hrossabeitar í suðvesturhorni deiliskipulagsins sem áður var hluti af Læk 2 (L186677) en er núna hluti af jörðinni Brekkum. Tillaga frá Eflu dags. 27.11.2024.
Fyrirhuguð er textabreyting í gildandi greinargerð deiliskipulags í kafla Girðingar á bls. 7, þar sem heimilað verði að girða af spildu og leigja hana til beitar. Forsenda breytingar er fyrirspurn um land til hrossabeitar í suðvesturhorni deiliskipulagsins sem áður var hluti af Læk 2 (L186677) en er núna hluti af jörðinni Brekkum. Tillaga frá Eflu dags. 27.11.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu.
6.Reiðholt 2. Deiliskipulag
2412006
Óskað er eftir heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi. Deiliskipulag fyrir Reiðholt (landnr. 237137) tekur til afmörkunar 3 ha landspildu til fastrar búsetu undir byggingarreiti fyrir tvö íbúðarhús, tvö gestahús og skemmu. Deiliskipulagið verður unnið í samræmi við Aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland. Skipulagssvæðið tekur yfir byggingarreiti og aðkomu að svæðinu. Innan lóðar er heimilt að byggja allt að 900 m2 í samræmi við byggingarheimildir á landbúnaðarlandi.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Nefndin samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jón Ragnar hefur tekið saman lista yfir stöðu skipulagsmála og skýrði áherslur og stöðu.
7.Staða skipulagsmála
2411052
Samantekt á stöðu skipulagsmála tengdum aðkomu sveitarfélagsins.
Farið yfir stöðu skipulagsmála
Jóni þökkuð góð yfirferð
8.Skaftárhreppur. Beiðni um umsögn vegna nýs aðalskipulags.
2407027
Skaftárhreppur hefur óskað eftir umsögn vegna tillögu að nýju aðalskipulagi.
Um er að ræða heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Skaftárhrepps með gildistímann 2023-2043.
Lögð er fram tillaga ásamt fylgigögnum frá Landmótun dags. 20.9.2024.
Um er að ræða heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Skaftárhrepps með gildistímann 2023-2043.
Lögð er fram tillaga ásamt fylgigögnum frá Landmótun dags. 20.9.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn en áskilur sér rétt til nánara samráðs um skilgreiningu sveitarfélagamarka á þeim stöðum sem þau eru ekki í samræmi innbyrðis.
9.Ásahreppur. Sigöldustöð efnistökusvæði
2409007
Ásahreppur vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Ásahrepps 2020-2032, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga
nr. 123/2010. Sett er inn nýtt efnistökusvæði við aðrennslisskurð Sigöldustöðvar (mynd 1). Efni hefur
verið tekið af svæðinu við framkvæmdir tengdar virkjunum og vatnsmiðlun, en náman er ekki á
skipulagi. Efni úr námunni verður einkum nýtt við framkvæmdir í tengslum við fyrirhugaða stækkun
Sigöldustöðvar. Stærð efnistökusvæðis er 1 ha og heimilt er að vinna allt að 49.000 m3 af efni. Tillaga frá Eflu dags. 1.8.2024. Óskað er umsagnar Rangárþings ytra.
nr. 123/2010. Sett er inn nýtt efnistökusvæði við aðrennslisskurð Sigöldustöðvar (mynd 1). Efni hefur
verið tekið af svæðinu við framkvæmdir tengdar virkjunum og vatnsmiðlun, en náman er ekki á
skipulagi. Efni úr námunni verður einkum nýtt við framkvæmdir í tengslum við fyrirhugaða stækkun
Sigöldustöðvar. Stærð efnistökusvæðis er 1 ha og heimilt er að vinna allt að 49.000 m3 af efni. Tillaga frá Eflu dags. 1.8.2024. Óskað er umsagnar Rangárþings ytra.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn
10.Búðarháls. Holtamannaafréttur. Breyting á aðalskipulagi.
2412004
Ásahreppur vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Ásahrepps 2020-2032, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gerð er breyting á stærð efnistökusvæðis og því efnismagni sem heimilt er að taka úr efnistökusvæði E8 á austanverðum Búðarhálsi á Holtamannaafrétti, óbyggt svæði minnkar samsvarandi.
Vegna viðhalds á núverandi stíflum og gerð nýrra stíflna er þörf á efni sem hentar til slíkra framkvæmda, og er það að finna í námunni. Efnistökusvæðið E8 er stækkað úr 1 ha í 2,3 ha og heimilað að taka allt að 49.000 m3 af efni í stað 10.000 m3. Lögð er fram vinnslutillaga í formi greinargerðar frá Eflu dags. 21.10.2024. Óskað er umsagnar Rangárþings ytra.
Vegna viðhalds á núverandi stíflum og gerð nýrra stíflna er þörf á efni sem hentar til slíkra framkvæmda, og er það að finna í námunni. Efnistökusvæðið E8 er stækkað úr 1 ha í 2,3 ha og heimilað að taka allt að 49.000 m3 af efni í stað 10.000 m3. Lögð er fram vinnslutillaga í formi greinargerðar frá Eflu dags. 21.10.2024. Óskað er umsagnar Rangárþings ytra.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn
11.Búrfellsnáma í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Breyting á aðalskipulagi
2406061
Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur óskað eftir umsögn Rangárþings ytra um fram lagða tillögu að breytinga á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2017-2029. Með breytingunni er sett inn nýtt efnistökusvæði á Búrfellshólmum austan Búrfells og í beinu framhaldi af núverandi efnistökusvæði E33. Áætluð efnistaka er allt að 4,5 milljón m3 og að efnisnám nemi um 80.000-300.000 m3 á ári í 10-15 ár. Stærð svæðis er 189 ha. Um er að ræða vikurnámu og er vikurinn einkum unninn til útflutnings. Starfsemi á nýju efnistökusvæði verður að öllum líkindum unnin á sambærilegan hátt og áður hefur verið á Búrfellshólmum og gengið verði frá því svæði þar sem efnistöku er lokið jafn óðum. Unnið er að umhverfismati fyrir efnistökusvæðið. Lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 25.10.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn
12.Tindasel. Breyting á aðalskipulagi
2402003
Eigandi Tindasels 1 og Tindasels 2 hefur fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af aukinni starfsemi en nú er á svæðinu. Samhliða óskar hann eftir að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi til samræmis við aukin áform við ferðaþjónustu á svæðinu. Áform gera ráð fyrir móttöku allt að 200 gesta, byggingar hótels og gistiaðstöðu ásamt veitingasölu og að auki bættari aðstöðu fyrir starfsfólk og gistingu fyrir starfsfólk. Tillaga var auglýst frá og með 15.8.2024 til og með 2.10.2024. Tekin er fyrir samantekt á umsögnum aðila ásamt viðbrögðum við þeim. Lögð eru fram uppfærð skipulagsgögn frá Eflu dags. 28.11.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila og telur uppæfærða tillögu taka tillit til þeirra. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.
13.Norður-Nýibær. Breyting á aðalskipulagi.
2404148
Rangárþing ytra hefur samþykkt að stækkað verði verslunar og þjónustusvæðið VÞ23. Gert er ráð fyrir stækkun núverandi hótelbyggingar í allt að 5000m2, á allt að 3 hæðum. Innan verslunar og þjónustusvæðisins verður eining gert ráð fyrir hreinlegri iðnaðarstarfsemi s.s. smíðaverkstæði. Fyrirhugað er að heimila stækkun núverandi aðstöðu í allt 1500 m2. Heimiluð verði föst búsetu innan svæðis í allt 12 litlum íbúðum. Í rað- og/eða parhúsum. Gert verður ráð fyrir nýju íbúðarsvæði með allt að 3 íbúðarhúsalóðum á L219861 Norður Nýibær lóð. Gert verður ráð fyrir allt að þremur nýjum aðkomuvegum inn á skipulagssvæðið.
Tillaga var auglýst frá og með 15.8.2024 til og með 2.10.2024. Tekin er fyrir samantekt á umsögnum aðila og viðbrögðum við þeim. Lögð eru fram uppfærð skipulagsgögn frá Eflu dags. 31.10.2024.
Tillaga var auglýst frá og með 15.8.2024 til og með 2.10.2024. Tekin er fyrir samantekt á umsögnum aðila og viðbrögðum við þeim. Lögð eru fram uppfærð skipulagsgögn frá Eflu dags. 31.10.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila og telur uppfærða tillögu taka tillit til þeirra. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.
14.Galtalækjarskógur L165042 og Merkihvoll L192626. Br á aðalskipulagi og deiliskipulag
2403033
Rangárþing ytra fyrir hönd landeigenda hefur unnið að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016 - 2028 fyrir Galtalækjarskóg L165042 og Merkihvol L192626. Jarðirnar eru í heildina um 83 ha að stærð og búið er að samræma landamerki beggja landa og aðliggjandi jarða. Landnotkunarflokkar sem breytingin nær til og fá breytta lögun eru þessir:
Reitur AF5 (Afþreyingar- og ferðam.sv.) fellur út. Í hans stað kemur nýr reitur F82 Frístundahús. Frístundahúsareitur F43 færist til norðurs. Reitur OP1 (Opin svæði) breytist og stækkar umtalsvert. Reitur VÞ7 (Verslun- og þjónusta) fær jafnframt breytta lögun.
Jafnfram er óskað eftir heimild til deiliskipulagsgerðar þar sem gert verði ráð fyrir allt að 50 frístunda/orlofshúsum á F43 og F82 og alhliða ferða- og gistiþjónustu á VÞ7 með byggingu allt að 1500 m² gistihúss ásamt allt að 50 gistiskálum til útleigu.
Tillagan var auglýst frá og með 30.8.2024 til og með 16.10.2024. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerði engar athugasemdir en bendir á að varanleg skógareyðing vegna t.d. stígagerðar eða húsbyggingar og tekur fyrir meira en 0,5 ha svæðis er tilkynningaskyld til ákvörunar um matsskyldu; frá Vegagerðinni sem gerði engar athugasemdir og frá Umhverfisstofnun þar sem ekki voru gerðar athugasemdir en ábendingar vegna viðbragða við vatnshlot og að gera þurfi áhrifamat í samræmi við lög nr. 36/2011 um stjórn vatnamála. Tekin er fyrir samantekt á athugasemdum og viðbrögðum við þeim. Lögð er fram uppfærð tillaga frá Eflu dags. 28.10.2024.
Reitur AF5 (Afþreyingar- og ferðam.sv.) fellur út. Í hans stað kemur nýr reitur F82 Frístundahús. Frístundahúsareitur F43 færist til norðurs. Reitur OP1 (Opin svæði) breytist og stækkar umtalsvert. Reitur VÞ7 (Verslun- og þjónusta) fær jafnframt breytta lögun.
Jafnfram er óskað eftir heimild til deiliskipulagsgerðar þar sem gert verði ráð fyrir allt að 50 frístunda/orlofshúsum á F43 og F82 og alhliða ferða- og gistiþjónustu á VÞ7 með byggingu allt að 1500 m² gistihúss ásamt allt að 50 gistiskálum til útleigu.
Tillagan var auglýst frá og með 30.8.2024 til og með 16.10.2024. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerði engar athugasemdir en bendir á að varanleg skógareyðing vegna t.d. stígagerðar eða húsbyggingar og tekur fyrir meira en 0,5 ha svæðis er tilkynningaskyld til ákvörunar um matsskyldu; frá Vegagerðinni sem gerði engar athugasemdir og frá Umhverfisstofnun þar sem ekki voru gerðar athugasemdir en ábendingar vegna viðbragða við vatnshlot og að gera þurfi áhrifamat í samræmi við lög nr. 36/2011 um stjórn vatnamála. Tekin er fyrir samantekt á athugasemdum og viðbrögðum við þeim. Lögð er fram uppfærð tillaga frá Eflu dags. 28.10.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila og telur uppfærða tillögu taka tillit til þeirra. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.
15.Stekkatún Breyting á landnotkun í aðalskipulagi
2410033
Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin nær til Stekkatúns 1 (landnr. 165446) sem er 44 ha að stærð skv. ská HMS. Hluti lands er skilgreindur sem verslunar- og þjónustusvæði VÞ36 í gildandi aðalskipulagi. Fyrirhugað er að stækka verslunar- og þjónustusvæði VÞ36 úr 6,7 ha í 44 ha. Megin uppbygging verða gestahús/litlar hvelfingar þar sem gestir geti notið næturhimins og norðurljósa, ásamt góðri gistiþjónustu. Hámarks byggingarmagn innan þjónustusvæðis eykst úr 510 m2 yfir í allt að 1600 m2 innan svæðis. Lýsing skipulagsáforma hefur verið kynnt og var frestur til athugasemda til og með 28.11.2024. Eftirfarandi umsagnir bárust:
Frá Mílu sem gerði engar athugasemdir en óskaði eftir samráði þegar framkvæmdir hefjast; frá Umhverfisstofnun sem bendir á að hafa skuli aðgát vegna vatnshlotsins Ytri-Rangár, að svæðið sé skilgreint sem mikið fuglasvæði og þurfi því að fjalla um það í tillögunni og að vistgerðir á svæðinu gætu orðið í hættu vegna framkvæmda; frá Veitum sem gerði engar athugasemdir; frá Vegagerðinni sem gerði engar athugasemdir; frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerði engar athugasemdir; frá Landsneti sem gerði engar athugasemdir og frá Skipulagsstofnun sem bendir á að skoða þurfi hvort landið sem tekið er undir sé stærra en þörf krefur og hvort hæfileg fjarlægð sé frá aðlægum landbúnaðarsvæðum og að gera þurfi betur grein fyrir fráveitumálum á svæðinu. Jafnframt barst athugasemd frá LEX lögmönnum fyrir hönd nokkurra nærliggjandi landeigenda sem mótmæla fyrirhugaðri stóraukinni stækkun á núverandi ferðaþjónustusvæði.
Breytingin nær til Stekkatúns 1 (landnr. 165446) sem er 44 ha að stærð skv. ská HMS. Hluti lands er skilgreindur sem verslunar- og þjónustusvæði VÞ36 í gildandi aðalskipulagi. Fyrirhugað er að stækka verslunar- og þjónustusvæði VÞ36 úr 6,7 ha í 44 ha. Megin uppbygging verða gestahús/litlar hvelfingar þar sem gestir geti notið næturhimins og norðurljósa, ásamt góðri gistiþjónustu. Hámarks byggingarmagn innan þjónustusvæðis eykst úr 510 m2 yfir í allt að 1600 m2 innan svæðis. Lýsing skipulagsáforma hefur verið kynnt og var frestur til athugasemda til og með 28.11.2024. Eftirfarandi umsagnir bárust:
Frá Mílu sem gerði engar athugasemdir en óskaði eftir samráði þegar framkvæmdir hefjast; frá Umhverfisstofnun sem bendir á að hafa skuli aðgát vegna vatnshlotsins Ytri-Rangár, að svæðið sé skilgreint sem mikið fuglasvæði og þurfi því að fjalla um það í tillögunni og að vistgerðir á svæðinu gætu orðið í hættu vegna framkvæmda; frá Veitum sem gerði engar athugasemdir; frá Vegagerðinni sem gerði engar athugasemdir; frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerði engar athugasemdir; frá Landsneti sem gerði engar athugasemdir og frá Skipulagsstofnun sem bendir á að skoða þurfi hvort landið sem tekið er undir sé stærra en þörf krefur og hvort hæfileg fjarlægð sé frá aðlægum landbúnaðarsvæðum og að gera þurfi betur grein fyrir fráveitumálum á svæðinu. Jafnframt barst athugasemd frá LEX lögmönnum fyrir hönd nokkurra nærliggjandi landeigenda sem mótmæla fyrirhugaðri stóraukinni stækkun á núverandi ferðaþjónustusvæði.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir við lýsingu skipulagsáforma umsækjenda. Skipulagsfulltrúi og formaður nefndarinnar hafa rætt við umsækjendur og í kjölfarið hafa áform aðila minnkað verulega. Fyrirhuguð tillaga myndi þá taka mið af því.
Nefndin hvetur framkvæmdaraðila til að halda samráðsfund með landeigendum og nágrönnum til að skapa grundvöll fyrir sátt og tryggja að allir hagsmunaaðilar fái tækifæri til að hafa áhrif á þróun málsins.
Nefndin hvetur framkvæmdaraðila til að halda samráðsfund með landeigendum og nágrönnum til að skapa grundvöll fyrir sátt og tryggja að allir hagsmunaaðilar fái tækifæri til að hafa áhrif á þróun málsins.
16.Hrafnhólmi og Hrafntóftir. Breyting á deiliskipulagi
2409051
Landeigendur að Hrafntóftum óska eftir breytingum á gildandi deiliskipulagi fyrir Hrafnhólma og Hraftóftir 3, sem samþykkt var 8. mars 2023 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 18. apríl 2023. Breytingin felst í því að mörkum skipulagsins er breytt þannig að sá hluti deiliskipulagsins sem nær yfir lóðina Móholt 1, land nr. L205150, fellur út. Tillaga var auglýst frá og með 9.10.2024 til og með 27.11.2024.
Umsagnir bárust frá:
Mílu sem gerði engar athugasemdir; frá Umhverfisstofnun sem gerði engar athugasemdir; frá Veitum sem gerði engar athugasemdir; frá Brunavörnum sem benti á skilyrði um öxulþyngd á vegum innan svæðis; frá Vegagerðinni sem gerði engar athugasemdir en bendir á að núverandi vegtenging er ekki góð og vísar til þess að æskilegt sé að notast við tengingu við Bjóluveg; frá Landsneti sem gerði engar athugasemdir; frá Rarik sem gerði engar athugasemdir og frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerði engar athugasemdir.
Umsagnir bárust frá:
Mílu sem gerði engar athugasemdir; frá Umhverfisstofnun sem gerði engar athugasemdir; frá Veitum sem gerði engar athugasemdir; frá Brunavörnum sem benti á skilyrði um öxulþyngd á vegum innan svæðis; frá Vegagerðinni sem gerði engar athugasemdir en bendir á að núverandi vegtenging er ekki góð og vísar til þess að æskilegt sé að notast við tengingu við Bjóluveg; frá Landsneti sem gerði engar athugasemdir; frá Rarik sem gerði engar athugasemdir og frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerði engar athugasemdir.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
17.Tindasel. Deiliskipulag
2408051
Eigandi Tindasels 1 og Tindasels 2 hefur lagt fram deiliskipulag af aukinni starfsemi en nú er á svæðinu. Tilheyrandi breytingar á aðalskipulagi hafa verið auglýstar. Áform gera ráð fyrir móttöku allt að 200 gesta, byggingar hótels og gistiaðstöðu ásamt veitingasölu og að auki bættari aðstöðu fyrir starfsfólk og gistingu fyrir starfsfólk. Tillaga var auglýst frá og með 18.9.2024 til og með 31.10.2024. Tekin er fyrir samantekt umsagna og viðbrögð við þeim. Lögð eru fram uppfærð skipulagsgögn frá Eflu dags. 20.11.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
18.Búð 3, L236437. Deiliskipulag
2409020
Landeigendur hafa fengið heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína, Búð 3, þar sem gert verði ráð fyrir 5 byggingareitum. Gert verði ráð fyrir byggingu íbúðarhúss á fyrsta reitnum næst Háfsveginum og sumarhúsa og tengdum byggingum á hinum. Um landbúnaðarsvæði er að ræða. Lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 28.11.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
19.Heimahagi. Deiliskipulag
2408045
Heimahagi hrossarækt ehf, eiganda Heimahaga L206436, hefur fengið heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi af 25 ha svæði úr jörð félagsins undir frístundanotkun. Gert verði ráð fyrir að landnotkun í aðalskipulagi verði breytt samhliða en landið er skráð landbúnaðarsvæði í dag. Áform eru um uppbyggingu fyrir allt að 30 frístundahús. Aðkoman er skilgreind frá Árbæjarvegi nr. 271. Lögð er fram tillaga í formi greinargerðar og uppdráttar frá Landslagi dags. 1.7.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
20.Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið
1903030
Svæðisskipulag Suðurhálendis 2022-2042 nær yfir hálendishluta sveitarfélaganna Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Ásahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Hrunamannahrepps, Bláskógabyggðar, og Grímsnes- og Grafningshrepps. Auk þeirra hafa sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg tekið þátt í verkefninu. Innviðaráðherra hefur staðfest skipulagið. Lögð er fram fundargerð síðasta fundar ásamt rökstuðningi nefndarinnar til ráðherra. Tillagan er hér einnig lögð fram í síðustu mynd sinni.
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 11:00.