1.Hagi lóð L173386, L165210 og L178633. Staðfesting á afmörkun og stærð lóða.
2401023
Eigendur lóðanna Hagi lóð L173386, L165210 og L178633 óska eftir staðfestingu á ytri afmörkun og stærðum lóða sinna. Staðfesting og samþykki eigenda nærliggjandi jarðar L165085 liggur fyrir. Áform eru uppi um frekari breytingar þannig að heiti lóðanna breytist ekki að sinni. Hagi lóð L173386 verður 15.997,3 m², Hagi lóð L165210 verður 12.482,4 m² og Hagi lóð L178633 verður 7.444,9 m². Í kjölfarið verður lóðinni L178633 skipt og hluti sameinast L165210 sem svo sameinast við L173386.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform landeiganda og leggur til að afmörkun og stærð verði staðfest.
2.Saurbær L165155. Landskipti
2401026
Landeigandi að Saurbæ L165155 óskar eftir að fá að skipta úr jörð sinni, um 5.928 m² lóð. Lóðin fengi heitið Saurbær 2 og landeignanúmerið L237136. Jörðin Saurbær L165155 minnkar sem nemur útskiptri lóð. Landnotkun breytist ekki frá því sem nú er. Íbúðarhús matshluti 24 0101 færist yfir á nýja lóð. Gögn frá Punktum og hnitum ráðgjöf, dags. 4.1.2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að erindið verði samþykkt.
Þórunn Dís vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.
3.Meiri-Tunga 2. Landskipti Reiðholt 2
2401022
Landeigandi að Meiri-Tungu 2 L165130 óskar eftir að fá að skipta úr jörð sinni, um 3,0 ha lóð. Mæld stærð jarðarinnar er 93,5 ha en skráð stærð hennar er 102,1 ha, skv. landeignaskrá. Lóðin fengi heitið Reiðholt 2 og landeignanúmerið L237137. Jörðin Meiri-Tunga 2 L165130 minnkar sem nemur útskiptri lóð. Landnotkun breytist ekki frá því sem nú er. Gögn frá Eflu, dags. 11.1.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að erindið verði samþykkt.
Þórunn Dís kemur aftur á fundinn.
4.Rangá L165412. Landskipti og sameining
2401051
Eigandi Rangár L165412 óskar eftir að fá að stofna lóð úr jörðinni. Lóðin verði 3083,4 m² og á að sameinast lóðinni L198604 í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins. Sameinuð lóð L198604 verði því 5083,4 m². Jörðin Rangá L165412 minnkar sem nemur útskiptri lóð og verður 23479,6 m² eftir skiptin. Uppdráttur frá Eflu dags. 24.1.2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti og leggur til að þau verði samþykkt.
5.Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu
2401038
Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 3/2024 - ?Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu?. Með tölvupósti hefur Rangárþingi ytra sérstaklega verið boðið að taka þátt.
Umsagnarfrestur er til og með 14.02.2024.
https://island.is/samradsgatt/mal/3642
Umsagnarfrestur er til og með 14.02.2024.
https://island.is/samradsgatt/mal/3642
Skipulags- og umferðarnefnd telur að rýna þurfi betur í drögin. Beðið er eftir umsögn frá Bændasamtökum Íslands
6.Faxaflatir 5, 7 og 9. Umsókn um lóð
2401017
Bifröst fasteignir ehf hafa óskað eftir að fá úthlutuðum lóðunum nr 5, 7 og 9 við Faxaflatir á Hellu til sameiningar undir byggingar á hóteli og tilheyrandi fylgihúsum. Erindinu var vísað frá fundi Byggðaráðs 24.1.2024 til nánari skoðunar og afgreiðslu í Skipulags- og umferðarnefnd. Lögð eru fram frumdrög frá umsækjendum til skoðunar.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda og styður úthlutun lóðarinnar.
7.Erindi vegna Bjallavegar
2303054
Lögð fram beiðni frá eigendum og ábúendum Austvaðsholts 2 um að hámarkshraði á Bjallavegi sem liggur í gegn um hlaðið á Austvaðsholti 2 verði lækkaður. Erindinu var vísað frá fundi Byggðaráðs 24.1.2024 til nánari skoðunar og afgreiðslu í Skipulags- og umferðarnefnd.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að beina erindi til Vegagerðarinnar um að sett verði upp áberandi skilti eða sjálfvirkt hraðaskilti sitt hvoru megin við áhrifasvæði Austvaðsholts 2 þar sem skilgreindur hámarkshraði verði lækkaður niður í 50 km/klst.
8.Hugmyndagátt og ábendingar 2024
2401004
Tvö erindi hafa borist nefndinni í hugmyndagátt á heimasíðu sveitarfélagsins, varðandi hvort hægt væri hægt að nota brekkuna milli Freyvangs og Borgasands til að gera hjólastíga og lokunarpósta á götu milli leikskólabygginga. Erindinu var vísað frá fundi Byggðaráðs 24.1.2024 til nánari skoðunar og afgreiðslu í Skipulags- og umferðarnefnd.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komin erindi og leggur til eftirfarandi úrræði til lausnar:
Varðandi bætt umferðaröryggi í Útskálum gerir nefndin þá tillögu að sett verði upp aukin lýsing við gangbrautina næst leikskólanum. Nefndin leggur jafnframt til að sveitarstjórn beini því til starfsfóks í sundlaug, grunnskóla og leikskóla að starfsfólk noti sér bílastæðin við sparkvöllinn eða meðfram Þrúðvangi. Ljóst er að við framkvæmdir á svæðinu er nauðsynlegt að vera með gott samráð við framkvæmdaaðila og starfsfólk þar sem gert verði ráð fyrir bættari og skýrari merkingum á svæðinu. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum verði ítarleg og góð.
Varðandi notkun á brekku milli Freyvangs og Borgarsands telur nefndin réttast að vísa þessu til vinnu við gerð hverfisskipulags.
Varðandi bætt umferðaröryggi í Útskálum gerir nefndin þá tillögu að sett verði upp aukin lýsing við gangbrautina næst leikskólanum. Nefndin leggur jafnframt til að sveitarstjórn beini því til starfsfóks í sundlaug, grunnskóla og leikskóla að starfsfólk noti sér bílastæðin við sparkvöllinn eða meðfram Þrúðvangi. Ljóst er að við framkvæmdir á svæðinu er nauðsynlegt að vera með gott samráð við framkvæmdaaðila og starfsfólk þar sem gert verði ráð fyrir bættari og skýrari merkingum á svæðinu. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum verði ítarleg og góð.
Varðandi notkun á brekku milli Freyvangs og Borgarsands telur nefndin réttast að vísa þessu til vinnu við gerð hverfisskipulags.
9.Áfangagil. Deiliskipulag
2401048
Rekstraraðilar í Áfangagili óska eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af svæðinu í samræmi við skipulagslýsingu frá Eflu dags. 24.1.2024. Áætlað er að byggja upp meiri aðstöðu fyrir ferðamenn á svæðinu. Núverandi fjallaskálar, tjaldstæði, sturta og salernishús verða áfram í notkun. Skilarétt fyrir Landmannaafrétt er einnig á skipulagssvæðinu.
Gönguleiðin Hellismannaleið liggur um hlaðið í Áfangagili og er Áfangagil einn af gististöðunum á þeirri leið. Þá er talsverð umferð hestahópa í Áfangagili og m.a. skipulagðar hestaferðir um Fjallabakssvæðið og er þá gist í Áfangagili.
Gönguleiðin Hellismannaleið liggur um hlaðið í Áfangagili og er Áfangagil einn af gististöðunum á þeirri leið. Þá er talsverð umferð hestahópa í Áfangagili og m.a. skipulagðar hestaferðir um Fjallabakssvæðið og er þá gist í Áfangagili.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita rekstraraðilum í Áfangagili heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingarinnar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.
10.Landmannalaugar, bílastæði. Kæra 110-2023 vegna ákvörðunar sveitarstjórnar.
2309042
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur tekið fyrir mál er varðar kæru á ákvörðun sveitarstjórnar Rangárþings ytra 13. september 2023 um að veita Rangárþingi ytra framkvæmdaleyfi vegna gerðar grjótvarnargarðs við fyrirhugað bílastæði við Námskvísl.
Niðurstaða Úrskurðarnefndarinnar er að felld er úr gildi ákvörðun sveitarstjórnar Rangárþings ytra frá 13. september 2023 um að veita Rangárþingi ytra framkvæmdaleyfi vegna gerðar grjótvarnargarðs við fyrirhuguð bílastæði við Námskvísl við Landmannalaugar.
Niðurstaða Úrskurðarnefndarinnar er að felld er úr gildi ákvörðun sveitarstjórnar Rangárþings ytra frá 13. september 2023 um að veita Rangárþingi ytra framkvæmdaleyfi vegna gerðar grjótvarnargarðs við fyrirhuguð bílastæði við Námskvísl við Landmannalaugar.
Lagt fram til kynningar.
11.Langalda. Enduropnað efnistökusvæði
2401054
Skipulagslýsing er sett fram fyrir breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með breytingunni er gert ráð fyrir enduropnun efnistökusvæðis í Langöldu sem m.a. verður nýtt fyrir framkvæmdir við gerð vindlundar ofan Búrfells. Gert er ráð fyrir allt að 250.000 m3 efnistöku fram til ársins 2030.
Í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 eru framkvæmdirnar, sem fyrirhuguð skipulagsbreyting mun taka til, tilkynningarskyldar til Skipulagsstofnunar. Fyrirspurn um matsskyldu er unnin samhliða skipulagsáætlunum.
Í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 eru framkvæmdirnar, sem fyrirhuguð skipulagsbreyting mun taka til, tilkynningarskyldar til Skipulagsstofnunar. Fyrirspurn um matsskyldu er unnin samhliða skipulagsáætlunum.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 15. - 29. febrúar 2024.
Að auki fjallaði nefndin um áherslur varðandi mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Niðurstaða nefndarinnar er að enduropnun efnistökusvæðis við Langöldu sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Að auki fjallaði nefndin um áherslur varðandi mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Niðurstaða nefndarinnar er að enduropnun efnistökusvæðis við Langöldu sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
12.Háteigur Þykkvabæ. Breyting á landnotkun
2311068
Rangárþing ytra hefur samþykkt að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem núverandi landbúnaðarnotkun verði færð í Verslunar- og þjónustunotkun. Sameiginleg lýsing skipulagsáforma vegna breytingarinnar á aðalskipulaginu og vegna deiliskipulagsins hefur verið kynnt. Lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 22.1.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar í samræmi við 31. gr. en leggur til hún verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins.
13.Reyðarvatn 5 K5. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.
2401040
Lóðarhafi með samþykki eigenda hefur óskað eftir að skipta úr lóð L164770 Reyðarvatn K5 litlum skika og sameina við Reyðarvatn L164544 að nýju. Að auki að fella niður og sameina lóðir L219683 (Reyðarvatn K3) og L219684 (Reyðarvatn K4) við Reyðarvatn K5 L164770. Sameinaðar lóðir munu halda landnúmerinu L164770 og breyting verður á nafni landareignar úr Reyðarvatn K5 í Austasta Reyðarvatn. Samhliða landskiptunum var óskað eftir að breyting yrði gerð á landnotkun þar sem núverandi frístundasvæði verði minnkað sem nemur breytingum á tilteknum lóðum og fært í landbúnaðarnot að nýju og var það samþykkt af sveitarstjórn. Lögð eru fram skipulagsgögn í formi lýsingar frá Eflu dags. 22.1.2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 15. - 29. febrúar 2024.
14.Lúnansholt III og IV. Breyting á landnotkun
2312037
Eigendur Lúnansholts III og IV óska eftir að fá að breyta landnotkun á svæðum sínum úr frístundasvæði í íbúðasvæði. Áform eru um fast aðsetur á svæðinu ef breytingar verða að veruleika.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 15. - 29. febrúar 2024.
15.Ægissíða 1, L165446, Stekkatún. Breyting á landnotkun
2306046
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 5.4.2023 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun á lóðinni Ægissíða 1 L165446 þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í Verslunar- og þjónustusvæði. Gert er ráð fyrir að settar verði upp allt að 12 plastkúlur til afnota fyrir ferðamenn ásamt þjónustuhúsi. Tillagan var auglýst frá og með 29.11.2023 til og með 9.1.20242. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Minjastofnun og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands þar sem ekki voru gerðar efnislegar athugasemdir.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.
16.Búrfellslundur breyting á landnotkun í aðalskipulagi vegna áform um uppsetningu vindlundar
2304057
Sveitarfélagið samþykkti á fundi sínum þann 1.12.2022 að gerð yrði breyting á landnotkun í aðalskipulagi þar sem hluti af núverandi Skógræktar- og landgræðslusvæði verði breytt í iðnaðarsvæði undir vindlund. Tillagan var auglýst frá og með 16.11.2023 til og með 28.12.2023 með framlengingu til 12. janúar 2024 að beiðni Umhverfisstofnunar. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Forsætisráðuneytinu, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Skógræktinni, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Náttúruverndarsamtökum Suðurlands, Landsneti, Ófeig og Umhverfisstofnun. Lögð er fram samantekt með öllum fram komnum umsögnum ásamt tillögu að viðbrögðum við athugasemdum og ábendingum sem þar komu fram. Lögð er fram uppfærð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2016-2028 dags. 30.3.2023, br. 26.1.2024. Að auki eru lögð fram minnisblöð Landsvirkjunar sem viðbrögð við umsögnum frá Ófeig og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Vísað er til samantektar umsagna og viðbragða við þeim. Nefndin vill árétta að ekki var gerður greinarmunur á umsögnum hvort sem var við deiliskipulagstillöguna eða breytinguna í aðalskipulagi við yfirferð umsagna. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.
Nefndin leggur til að hér eftir verði heiti verkefnisins Vaðölduver sem kennt er við Vaðöldu á svæðinu í stað Búrfellslundar.
Nefndin leggur til að hér eftir verði heiti verkefnisins Vaðölduver sem kennt er við Vaðöldu á svæðinu í stað Búrfellslundar.
17.Vindlundur austan Sultartanga Búrfellslundur deiliskipulag
2211077
Landsvirkjun hefur undanfarin ár kannað möguleika á virkjun vindorku austan við Sultartangastöð. Svæðið er innan þess svæðis sem rannsakað var í mati á umhverfisáhrifum fyrir Búrfellslund (200 MW) árið 2016 og er innan Rangárþings ytra. Í júní 2022 samþykkti Alþingi virkjunarkostinn Búrfellslund í nýtingarflokk rammaáætlunar með uppsett afl allt að 120 MW. Til að af framkvæmdum geti orðið þarf að breyta aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 og vinna deiliskipulag fyrir svæðið. Tillagan var auglýst frá og með 16.11.2023 til og með 28.12.2023 með framlengingu til 12. janúar 2024 að beiðni Umhverfisstofnunar. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Landgræðslunni, Náttúrufræðistofnun Íslands, Samgöngustofu, Veðurstofu Íslands, Forsætisráðuneytinu, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Skógræktinni, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Náttúruverndarsamtökum Suðurlands, Landsneti, Ófeig og Umhverfisstofnun. Lögð er fram samantekt með öllum fram komnum umsögnum ásamt tillögu að viðbrögðum við athugasemdum og ábendingum sem þar komu fram. Lögð er fram uppfærð tillaga að deiliskipulagi frá Eflu dags. 27.10.2023, br. 26.1.2024. Að auki eru lögð fram minnisblöð Landsvirkjunar sem viðbrögð við umsögnum frá Ófeig og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Vísað er til samantektar umsagna og viðbragða við þeim. Nefndin vill árétta að ekki var gerður greinarmunur á umsögnum hvort sem var við deiliskipulagstillöguna eða breytinguna í aðalskipulagi við yfirferð umsagna. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin leggur til að hér eftir verði heiti verkefnisins Vaðölduver sem kennt er við Vaðöldu á svæðinu í stað Búrfellslundar.
Nefndin leggur til að hér eftir verði heiti verkefnisins Vaðölduver sem kennt er við Vaðöldu á svæðinu í stað Búrfellslundar.
18.Ægissíða 1, L165446 Stekkatún. Deiliskipulag ferðaþjónustu
2303093
Andri Guðmundsson og Árni Freyr Magnússon í fullu umboði landeiganda hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi af hluta jarðarinnar Ægissíða 1, L165446. Tillagan tekur til uppbyggingar á ferðaþjónustu þar sem gert er ráð fyrir 12 plastkúlum, þjónustuhúsi og bílastæði. Tillagan var endurauglýst frá og með 29.11.2023 til og með 9.1.2024. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Rarik og Landsnet sem gerðu engar athugasemdir, frá Vegagerðinni sem gerði athugasemdir við sýnda tengingu við Þykkvabæjarveg, frá Umhverfisstofnun sem bendir á að skipulagsáætlanir rýri ekki verndarsvæði fugla, frá Veitum sem benda á að svæðið sé utan skyldusvæðis Veitna og því þurfi að semja um notkun á heitu vatni og frá Minjastofnun sem bendir á gamalt garðlag sem þarf að hlífa gegn raski.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
19.Mosar deiliskipulag
2210013
Landeigendur hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Mosar, Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að skipta lóðinni upp í 8-16 lóðir undir sumarhús þar sem stærð hverrar lóðar yrði á bilinu 0,4 - 2,0 ha. Aðkoma er af Bjallavegi (nr. 272) og um nýjan aðkomuveg að Mosum. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi er í ferli samhliða auglýsingu deiliskipulagsins. Tillagan var auglýst frá og með 14.12.2023 til og með 25.1.2024. Umsagnir bárust frá Landsneti, Veitum og Umhverfisstofnun sem gerðu enngar athugasemdir, frá Rarik sem óskar eftir að vegöxl meðfram vegi sé skilgreind sem lagnakvöð og að auki er óskað eftir að staðsett verði lóð undir rofastöð innan svæðisins, frá Vegagerðinni sem bendir á að sýna þurfi veghelgunarsvæði og óskar jafnfarmt eftir að gamla vegtengingin verði fjarlægð af uppdrætti og frá Minjastofnun sem óskar eftir að skráðum fornleifum verði varpað á uppdráttinn. Að auki báryst athugasemdir frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands þar sem frekari skýringa er óskað á notkun ofanvatns og tengingar við rotþrær, frá Soffíu Sæmundsdóttur fyrir hönd Bjalla 2 og Bjalla 3 þar sem áréttuð er krafa um umferðarrétt að lóðunum og frá Helgu Tryggvadóttur, fyrir hönd eigenda að núverandi sumarhúsi á lóðinni, en þær athugasemdir eru í níu liðum og verða afgreiddar í sérstakri samantekt. Til viðbótar barst athugasemd frá eiganda Bjalla þar sem gerð er athugasemd við að lagt skuli fram skipulag af svæði þar sem eru jarðskjálftasprungur, tekið á fornleifum, vegtengingum og fjarlægð frá Bjallalæk.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu með fyrirvara um jákvæða umsögn Vegagerðarinnar á breyttri legu syðri tengingarinnar og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar ferlinu við breytingarnar á aðalskipulaginu er lokið.
20.Gaddstaðir 50. Deiliskipulag
2311041
Landeigendur hafa lagt fram deiliskipulag af lóð sinni. Áform eru um byggingu vélaskemmu og annarra landbúnaðarmannvirkja í stað eldri útihúsa á lóðinni. Tillagan var kynnt frá og með 14.12.2023 til og með 25.1.2024. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni sem benti á að sýna þurfi veghelgunarsvæði, frá Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Veitum og Rarik sem gerðu engar athugasemdir og frá Landsneti sem gerir ekki athugasemdir en bendir á að sýna þurfi Hellulínu 2 á uppdrætti þar sem hann þveri Rangárvallaveg, sem er aðkomuvegur að svæðinu.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
21.Hvammur Vinnubúðir fyrir Landsvirkjun deiliskipulag
2304060
Landsvirkjun hefur lagt fram tillögu að áformum um að setja niður vinnubúðir á landi sínu Hvammi 3, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun. Tillagan var auglýst frá og með 21. júní til og með 2. ágúst sl. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun vegna ákvæða um stakar framkvæmdir í aðalskipulagi. Samhliða er unnið að breytingu á texta í kafla 2.3.8 í í greinargerð aðalskipulags sveitarfélagsins sem skilgreinir heimildir til stakra framkvæmda svo sem til að heimila tímabundnar framkvæmdir, rannsóknarstarfsemi ofl. Tillaga deiliskipulagsins var auglýst að nýju frá og með 24.8.2023 til og með 5.10.2023. Athugasemd barst frá Vegagerðinni þar sem stofnunin hafnar syðri tengingunni vegna umferðaröryggis. Tillagan var endurauglýst frá og með 29.11.2023 til og með 9.1.2024. Engar umsagnir bárust og er því gert ráð fyrir að fyrri umsagnir gildi. Lögð fram tillaga frá Eflu dags. 26.4.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
22.Rangárstígur breyting á deiliskipulagi v gistingar
2401045
Eigandi tveggja lóða innan Rangárstígar óskar eftir að gisting til útleigu í flokki II skv. reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2O16 verði heimil i sumarhúsum félagsins á svæðinu. Samhliða er óskað eftir heimild til að gera nauðsynlegar breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið, ef leyfi til gistingar fæst. Áformin hafa verið grenndarkynnt til allra lóðarhafa á svæðinu og bárust engar athugasemdir. Tillagan var auglýst frá og með 14.12.2023 til og með 25.1.2024. Lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 5.12.2023. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Rarik og Veitum sem gerðu engar athugasemdir, frá Vegagerðinni sem bendir á að sýna þarf veghelgunarsvæði.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
23.Faxaflatir. Breyting á deiliskipulagi
2312053
Lóðarhafi í samráði með sveitarfélaginu hefur fengið heimild til að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir Faxaflatir sem auglýst var í B-deild stjórnartíðinda. 26.4.2018. Breytingarnar sem um ræðir eiga að mestu við lóðina Faxaflatir 4, þar sem afmörkun lóðar verður lagfærð og byggingareitur færður og stækkaður, bætt verði við verslunarhúsi, og skilgreindar verði betur byggingarheimildir innan lóðarinnar. Að öðru leyti verði lóðamörk og byggingareitir uppfærðir á svæðinu í samræmi við áður gerðar breytingar á mörkum svæðisins. Að auki verður númering lóða uppfærð til samræmis við gildandi reglugerð um staðföng. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 29.12.2023.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
24.Múlaland L164996 deiliskipulag
2304033
Landeigendur hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi af lóð sinni. Gert verði ráð fyrir byggingu sumarhúss á landinu ásamt geymslum og mögulegu gestahúsi í samræmi við ný og uppfærð skipulagsgögn frá Eflu dags. 11.12.2023. Með fram lagningu þessarar tillögu er málinu fram haldið frá því afgreiðslu var frestað frá júní árið 2023.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
25.Búðarhálsvirkjun. Deiliskipulag
2310086
Landsvirkjun óskar eftir að leggja fram deiliskipulag af vestasta hluta svæðisins við Búðarháls, neðan Sultartangalóns, í tengslum við yfirstandandi breytingu á deiliskipulagi Búðarháls, þar sem áður fyrirhuguð línuleið Búðarhálslínu 1 verður stytt og endurstaðsett. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 19.1.2024. Lagnaleið Búðarhálslínu 1 verður sett inná deiliskipulagsuppdrátt fyrir Búrfellslund. Að auki er gerð breyting þar sem skipulagsmörk eru færð til við leitarmannahúsið Hald svo ekki myndist skörun við gildandi deiliskipulag.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir fram lagða tillögu. Nefndin telur að farið skuli með málsmeðferð eins og um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Jafnframt gerir nefndin engar athugasemdir við færslu á skipulagsmörkum vegna Halds.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en telur jafnframt ekki ástæðu til grenndarkynningar af því tilefni. Breyting verði jafnframt uppfærð í nýju deiliskipulagi fyrir Búrfellslund, sem er í ferli.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en telur jafnframt ekki ástæðu til grenndarkynningar af því tilefni. Breyting verði jafnframt uppfærð í nýju deiliskipulagi fyrir Búrfellslund, sem er í ferli.
Fundi slitið - kl. 10:45.