6. fundur 08. júní 2020 kl. 14:00 - 16:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Engilbert Olgeirsson formaður
  • Sævar Jónsson aðalmaður
  • Borghildur Kristinsdóttir aðalmaður
  • Viðar Steinarsson aðalmaður
  • Gyða Árný Helgadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri

1.Vegaframkvæmdir Rangárþingi ytra 2020-2021

2006007

Upplýsingar um framkvæmdir ofl.
Lagðar fram upplýsingar um fyrirætlanir Landsvirkjunar um göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá við Búrfell og drög að samningi við landeigendur um framkvæmdina. Tillaga er um að Samgöngu- og fjarskiptanefnd fagni þessari framkvæmd og leggi til að gengið verði frá samkomulaginu fyrir hönd sveitarfélagsins Rangárþings ytra. Samþykkt samhljóða.

Einnig voru lögð fram gögn til kynningar með upplýsingum um mögulegar undirbúningsframkvæmdir Landsvirkjunar við vegagerð og brúargerð yfir Þjórsá í tengslum við Hvammsvirkjun. Þá var einnig lagt fram minnisblað sveitarstjóra frá fundi með forstöðumönnum Vegagerðarinnar í Suðurumdæmi.

Í ljósi þess að nánast engar framkvæmdir hafa verið við tengivegi í Rangárþingi undanfarin ár og ekkert fjármagn kom þetta árið úr því aukafjármagni sem veitt var í málflokkinn telur samgöngu- og fjarskiptanefnd mikilvægt að snúa við blaðinu. Í ljósi stöðunnar leggur nefndin til að sveitarstjórn óski eftir fundi með umdæmisstjóra vegagerðarinnar á Suðurlandi til að ræða þessi mál og önnur mikilvægt mál s.s. Sandhólaferjuveg. Jafnframt verði óskað eftir skriflegum rökstuðningi Vegagerðarinnar fyrir þeirri forgangsröðun sem greinilega er unnið eftir. Í framhaldinu verði síðan óskað eftir fundi með samgönguráðherra og þingmönnum svæðisins.

Samþykkt samhljóða.

2.Erindi um vegamál - akfær slóði í Þykkvabæjarfjöru

2004033

Vísað til nefndarinnar frá sveitarstjórn
Erindinu er vísað til umfjöllunar í samgöngu- og fjarskiptanefnd frá sveitarstjórn. Málið rætt og ákveðið að efna fljótlega til vettvangsferðar nefndarinnar á Þykkvabæjarfjöru til að kanna aðstæður.

3.Styrkvegir 2020

2006008

Umsókn ársins
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?