1.Vegaframkvæmdir Rangárþingi ytra 2020-2021
2006007
Upplýsingar um framkvæmdir ofl.
2.Erindi um vegamál - akfær slóði í Þykkvabæjarfjöru
2004033
Vísað til nefndarinnar frá sveitarstjórn
Erindinu er vísað til umfjöllunar í samgöngu- og fjarskiptanefnd frá sveitarstjórn. Málið rætt og ákveðið að efna fljótlega til vettvangsferðar nefndarinnar á Þykkvabæjarfjöru til að kanna aðstæður.
3.Styrkvegir 2020
2006008
Umsókn ársins
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 16:15.
Einnig voru lögð fram gögn til kynningar með upplýsingum um mögulegar undirbúningsframkvæmdir Landsvirkjunar við vegagerð og brúargerð yfir Þjórsá í tengslum við Hvammsvirkjun. Þá var einnig lagt fram minnisblað sveitarstjóra frá fundi með forstöðumönnum Vegagerðarinnar í Suðurumdæmi.
Í ljósi þess að nánast engar framkvæmdir hafa verið við tengivegi í Rangárþingi undanfarin ár og ekkert fjármagn kom þetta árið úr því aukafjármagni sem veitt var í málflokkinn telur samgöngu- og fjarskiptanefnd mikilvægt að snúa við blaðinu. Í ljósi stöðunnar leggur nefndin til að sveitarstjórn óski eftir fundi með umdæmisstjóra vegagerðarinnar á Suðurlandi til að ræða þessi mál og önnur mikilvægt mál s.s. Sandhólaferjuveg. Jafnframt verði óskað eftir skriflegum rökstuðningi Vegagerðarinnar fyrir þeirri forgangsröðun sem greinilega er unnið eftir. Í framhaldinu verði síðan óskað eftir fundi með samgönguráðherra og þingmönnum svæðisins.
Samþykkt samhljóða.