Einnig sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar skólanna: Björg K. Björgvinsdóttir, Hafdís Ásgeirsdóttir, Ragnar Jóhannsson, Ása G. Finnsdóttir, Ína Karen Markúsdóttir, Guðmundur Ingi Bragason, Auður Erla Logadóttir.
1.Ársskýrslur skólanna 2021-2022
2204045
Kynning skólastjóranna á verkefnum síðasta skólaárs.
Skólastjórar kynntu ársskýrslu hvers skóla fyrir sig og fóru yfir þau atriði sem skólastefnan kveður á um að skuli farið yfir á vorfundi Odda bs. Jafnframt voru lögð fram gögn til kynningar og umræðu. Tillaga um að vorfundur Odda bs staðfesti að skýrslur skólastjóranna hafi verið fullnægjandi og taki á þeim atriðum sem skólastefnan kveður á um. Vorfundur Odda bs vill færa skólastjórnendum og starfsfólki innilegar þakkir fyrir góð störf m.a. á þeim erfiðu Covid19 tímum sem gengið hafa yfir á síðustu misserum.
2.Skóladagatöl 2022-2023
2203085
Tillögur að skóladagatölum
Lögð fram til staðfestingar skóladagatöl allra skólanna. Gerð hefur verið tilraun til að samræma starfsdaga eins og mögulegt er í samræmi við ákvæði í skólastefnu Odda bs. Jafnframt er almennur áhugi fyrir því að undirbúinn verði sameiginlegur fræðsludagur fyrir starfsfólk Odda bs og annað starfsfólk sveitarfélaganna þann 19 ágúst 2022. Þetta kemur m.a. fram í nýrri skýrslu "Fræðslustjóra að láni" sem Fræðslunet Suðurlands vann með öllu starfsfólki skólanna og sveitarfélaganna á síðustu misserum. Þessari hugmynd er beint til nýrra sveitarstjórna sveitarfélaganna til umfjöllunar og afgreiðslu. Lagt er til að vorfundur Odda bs staðfesti skóladagatölin fyrir skólaárið 2022-2023 og var það samþykkt samhljóða.
3.Endurskoðun skólastefnu
1702001
Endurskoðuð skólastefna 2021-2023 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin yfirlesin og staðfest.
Fundi slitið - kl. 17:30.