5. fundur 27. júní 2016 kl. 09:00 - 10:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Eiríksson varamaður
  • Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir lið 1.

1.Rekstraryfirlit Oddi 27062016

1606035

Yfirlit um rekstur Odda bs janúar-maí
Lagt fram til kynningar

2.Yfirlit um fjölda rýma á leikskólum Odda bs.

1603046

Fyrirkomulag næsta skólaár.
Lagt fram minnisblað varðandi nýtingu húsnæðis á Hellu næsta skólaár. Niðurstaða þessarar vinnu er eftirfarandi tillaga:

Í ljósi þess að fyrirsjáanleg er veruleg fjölgun barna
í leikskólanum Heklukoti og að börn eru óvenju fá í grunnskólanum á Hellu þá er lagt til að skóladagheimili verði búin aðstaða í grunnskólanum en leikskólinn fái skóladagheimilið til ráðstöfunar næsta skólaár. Í skóladagheimilinu er mjög hentug aðstaða fyrir leikskólann og þarf litlu sem engu að breyta. Þar myndi hópurinn með elstu börnum leikskólans hafa sitt aðsetur frá og með næsta hausti. Þessi hópur telur 18 börn og of þröngt um þau í aðstöðu leikskólans á s.k. "Pósthúsi". Í grunnskólanum er reiknað með að samkenna 3 og 4 bekk næsta vetur sem losar eina kennslustofu og með endurskipulagningu, en tiltölulega lítilli fyrirhöfn, er hægt að búa vel að skóladagheimilinu í þeim tveimur kennslustofum sem eru í nýjustu viðbyggingu skólans. Þar er einnig ágætur aðgangur að útisvæðinu við grunnskólann. Gera þarf óverulegar breytingar á húsnæðinu til að vel fari um þessa starfsemi í fyrrgreindu rými. Samhliða þessu yrði metin reynslan af nýtingu "Pósthússins" en hugmyndir eru um að þar mætti undirbúa
opnun deildar fyrir yngstu börnin í framhaldinu
ef sú ánægjulega þróun heldur áfram að börnum á leikskólaaldri fjölgar í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða og ÁS falið að fylgja málinu eftir í samstarfi við skólastjórnendur.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?