11. fundur 12. nóvember 2024 kl. 16:00 - 17:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Berglind Kristinsdóttir formaður
  • Brynhildur Sighvatsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Arndís Þórðardóttir aðalmaður
  • Viðar M. Þorsteinsson varamaður
  • Roman Jarymowicz varamaður
Starfsmenn
  • Ösp Viðarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Berglind Kristinsdóttir formaður

1.Fjölmenningarmál

2409066

Verkefnastjóri íþrótta- og fjölmenningarmála mætir á fundinn til að ræða tillögur og athugasemdir nefndarinnar.
Farið yfir drög að erindisbréfi Fjölmenningarráðs. Nefndin samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim áfram til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.
Nefndin þakkar verkefnastjóra íþrótta- og fjölmenningarmála fyrir kynninguna.

2.Kaffisamsæti eldri borgara 2024

2402072

Kaffisamsæti eldri borgara verður haldið 24. nóvember 2024. Farið yfir skipulag viðburðarins.

3.Samborgari RY 2024

2402071

Tilnefningar til samborgara Rangárþings ytra 2024 teknar til úrvinnslu.
19 einstaklingar voru tilnefndir. Nefndin hefur valið handhafa viðurkenningarinnar og mun afhenda hana á kaffisamsæti eldri borgara 24. nóvember 2024.
Samþykkt samhljóða

4.Jólatré 2024 - árbakkinn

2402073

Farið yfir skipulag viðburðarins. Foreldrafélag Helluskóla ætlar að sjá um skipulagið. Kveikt verður á jólatrénu 28. nóvember 2024 kl. 17.

5.Jólamarkaður

2408059

Nefndin ákveður að halda ekki jólamarkað í ár en ætlar að skoða möguleika á að halda markað á nýju ári. Málið verður tekið upp eftir áramótin og tímasetning ákveðin.

6.Jólaskreytingar

2411012

Tillögur um jólaskreytingar í sveitarfélaginu ræddar. Nefndin hefur til umráða fjármagn til að kaupa skreytingarnar sem um ræðir.
Nefndin leggur áherslu á að bæði jólatrén á árbakkanum verði skreytt, sitthvoru megin við bollann.
Nefndin leggur til að þjónustumiðstöð verði falið að skreyta bekkinn í bollanum svo hann verði vænlegur fyrir jólamyndatökur.
Nefndin leggur til að þjónustumiðstöð verði falið að skreyta mastrið á hólnum. Hafa þarf samband við neyðarlínuna varðandi þetta mál til að fá leyfi.
Jólaskreytingakeppnin verður haldin í desember og verður óskað eftir tilnefningum frá íbúum. Veitt verða verðlaun fyrir best skreytta húsið, best skreytta tréð og best skreytta fyrirtækið.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?