1. fundur 19. október 2022 kl. 16:00 - 17:30 á Laugalandi
Nefndarmenn
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir formaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Helga Björg Helgadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Tómas Haukur Tómasson Forstöðumaður
Fram kom athugasemd fulltrúa Ásahrepps við fundarboð varðandi verkaskiptingu stjórnar. Lagt til að bæta inn einum dagskrárlið þar sem stjórnin skiptir með sér verkum. Verður fyrsti liður á dagskrá. Aðrir liðir færast til sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

1.Stjórn skiptir með sér verkum

2210058

Verkaskipting stjórnar.
Lagt til að Þórunn Dís Þórunnardóttir verði formaður og Helga Björg Helgadóttir verði varaformaður.

Samþykkt samhljóða.

2.Rekstraryfirlit 2022 - Húsakynni bs

2203090

Farið yfir rekstraryfirlit jan-sept.
Klara kynnti rekstrarniðustöðu jan-sept 2022. Rekstur er í samræmi við áætlanir.

3.Framkvæmdaáætlun 2023

2210043

Farið yfir framkvæmdaáætlun 2023.
THT fór yfir framkvæmdaáætlun fyrir árið 2023. Gert ráð fyrir viðhaldi fyrir um það bil 17.500.000 kr.

Lagt til að stjórnin samþykki að vísa þessari áætlun til fjárhagsáætlunargerðar 2023.

Samþykkt samhljóða.

4.Önnur mál

1703002

Gólf í Íþróttahúsi
THT fór yfir framkvæmd við gólfefni í íþróttasal. Verki að mestu lokið.

Framkvæmd stefnir í að vera innan kostnaðaráætlunar.

5.Eignir í umsjá Húsakynna bs

2210046

Farið yfir stöðu húseigna i umsjá Húsakynna.
Farið yfir stöðu mála í Þóristungum. Lagfærð vatnslögn frá brunni að húsi.

Áréttað að gert verði ráð fyrir að kostnaður við lagfæringu á hesthúsi fari inní vinnu fjárhagsáætlunar 2023

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?