Hreppsráð Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsráðs Rangárþings ytra á kjörtímabilinu 2010 - 2014, var haldinn að Suðurlandsvegi 3, Hellu, föstudaginn 18. október 2013, kl. 9.00.
Mættir: Þorgils Torfi Jónsson, formaður, Anna María Kristjánsdótir, Guðfinna Þorvaldsdóttir. Einnig situr fundinnn Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri sem ritar fundargerð. Klara Viðarsdóttir, aðalbókari sat fundinn undir lið 1, 9 og 11. Bjarni Jón Matthíasson, forstöðumaður eignaumsjónar, sat fundinn undir lið 9 og 10.
Formaður setti fund og stjórnaði honum.
Samþykkt að bæta við lið 12, umsókn um lóð frá Andra Leó Egilssyni.
- Fjárhagsupplýsingar.
Lögð eru fram yfirlit yfir laun til loka septembermánaðar ásamt samaburði við fjárhagsáætlun, innheimtar skatttekjur í samanburði við fjárhagsáætlun og lausafjárstöðu. Hreppsráð samþykkir að vinnufundir vegna fjáhagsáætlunar verði mánudaginn 21.10.13 kl. 16.00 og mánudaginn 28.10.13 kl. 10.00.
- Fundargerðir fastanefnda, nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
Engin fundargerð liggur fyrir.
- Fundargerðir annarra nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
3.1 151. fundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 27.09.13 í sjö liðum.
Til kynningar.
3.2 229. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs. 01.10.13 í sex liðum
Til kynningar.
3.3 470. stjórnarfundur SASS, 7.10.13, í 12 liðum.
Til kynningar.
- Önnur erindi til umsagnar og afgreiðslu:
4.1 Hugmyndagátt 24.09.13
Ábendingar eru gerðar við leikvöll og leiktæki við Ártún.
Sveitarstjóra falið að koma ábendingum til forstöðumanns eignaumsjónar.
4.2 Ungmennafélagið Hekla 03.10.13, áskorun til sveitarstjórnar.
Stjórn Umf Heklu skorar á sveitarstjórn Rangárþings ytra að hefja framkvæmdir við byggingu áhaldageymslu við í íþróttahúsið á Hellu strax á næsta ári.
Stjórn Umf Heklu hefur óskað eftir að fá að koma á fund sveitarstjórnar.
Hreppsráð leggur til að bjóða stjórn Umf Heklu til fundar við sveitarstjórn kl. 12.15, föstudaginn 1. nóvember.
- Fundarboð, umsóknir um styrki og boð um þjónustu:
5.1 Landsbyggðin lifir 02.10.13 umsókn um styrk vegna starfsemi samtakanna.
Hreppsráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
5.2 Jafnréttisþing haldið 1. nóvember 2013 á Hilton Reykjavík Nordica.
5.3 Félag slökkviliðsstjóra á Íslandi 13.10.13- áskorun
Til kynningar, erindinu vísað til Brunavarna Rangárvallasýslu bs.
5.4 Umhverfisþing 8. nóvember 2013 í Hörpu í Reykjavík.
- Annað efni til kynningar:
6.1 Fuglar á Íslandi verkefnisáætlun
6.1.1 Fundargerð vegna stofnfundar Ari Páll Pálsson
6.1.2 Fundargerð vegna stofnfundar Davíð Samúelsson.
6.1.3 Fundargerð vegna stofnfundar Jóhann Óli Hilmarsson.
- Tjarnarflöt í Þykkvabæ, tillaga um að auglýsa lóðina til sölu.
Hreppsráð samþykkir að heimila sveitarstjóra að auglýsa til sölu og óska eftir tilboðum í tvær lausar lóðir við Tjarnarflöt í Þykkvabæ, ásamt því sem lóðunum fylgja.
- Umsóknir um lögbýli.
8.1 Ragnhildur Sigurðardóttir, sækir um lögbýlisrétt á landi 203908, í deiliskipulagi nefnt Melbær í landi Hallstúns.
Sveitarstjóra er falið að afla frekari gagna hjá skipulagsfulltrúa.
8.2 Karl Hermannsson, sækir um lögbýlisrétt á landi sínu nr. 165230, Sóltún í landi Hallstúns
Sveitarstjóra er falið að afla frekari gagna hjá skipulagsfulltrúa.
8.3 Páll Jóhann Briem, sækir um lögbýlisrétt á landi sínu nr. 55 í landi Árbakka, Víðibakki.
Sveitarstjóra er falið að afla frekari gagna hjá skipulagsfulltrúa.
- Tillaga að breyttum leigukjörum á íbúðum í eigu Rangárþings ytra.
Lagðar fram tillögur að breyttum leigukjörum á íbúðum í eigu Rangárþings ytra.
Hreppsráð samþykkir að unnið verði áfram að málinu.
- Vatnsveita Rangárþing ytra og Ásahrepps.
Minnisblað lagt fram frá KPMG dags. 9. október 2013 til stjórnar Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs.
Hreppsráð tekur undir þær hugmyndir sem koma fram í minnisblaðinu.
- Tölvukaup Grunnskólans á Hellu.
Minnispunktar eftir fund Drífu Hjartardóttur, sveitarstjóra og Sigurgeirs Guðmundssonar skólastjóra og Klöru Viðarsdóttur, aðalbókara um kaup á tölvum fyrir Grunnskólann á Hellu.
Hreppsráð samþykkir að fela sveitarstjóra að reikna upp fjárhæðir í innkaupareglum og sendar þær til forstöðumanna sveitarfélagsins.
Bókun/tilmæli:
Í samræmi við 21. gr. laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 70/1996 og þess sem kemur fram í minnisblaðinu er æskilegt að sveitarstjóri, skólastjóri og oddviti, skili inn skriflegum svörum um málið og svari þannig hvort þau telji að þau hafi hvert fyrir sig staðið rétt að málinu og virt innkaupareglur sveitarfélagsins í þessu máli.
Guðfinna Þorvaldsdóttir
Bókun meirihluta:
Við kaup á tölvum fyrir Grunnskólann á Hellu var farið óverulega fram yfir viðmiðunarupphæð innkaupareglna sveitarfélagsins og ekki ástæða til að aðhafast frekar í málinu.
Þorgils Torfi Jónsson
Anna María Kristjánsdóttir
- Umsókn um byggingarlóð að Baugöldu 9,11 og 13, Hellu, áætlaður byggingartími er 2013 -2014.
Umræddri lóð hefur þegar verið úthlutað. Sveitarstjóra er falið að upplýsa umsækjanda um lausar lóðir á Hellu.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.13.00