Hreppsráð Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsráðs Rangárþings ytra á kjörtímabilinu 2010 - 2014, var haldinn að Suðurlandsvegi 3, Hellu, föstudaginn 20. september 2013, kl. 9.00.
Mætt: Þorgils Torfi Jónsson formaður hreppsráðs, Anna María Kristjánsdóttir og Guðfinna Þorvaldsdóttir. Einnig sat fundinn Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Klara Viðarsdóttir, aðalbókari sat fundinn undir 1. lið.
Samþykkt að bæta við lið 9, Hugmyndagátt, lið 5.9, Stofnun klasa- fuglar á Suðurlandi.
Formaður setti fund og stjórnaði honum.
- Fjárhagsupplýsingar.
Lögð fram yfirlit yfir laun til loka ágúst mánaðar ásamt samaburði við fjárhagsáætlun, innheimtar skatttekjur í samanburði við fjárhagsáætlun og lausafjárstöðu. Sveitarstjóri sagði frá fundum og samskiptum við forstöðumenn deilda.
- Fundargerðir fastanefnda, nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
2.2. 13. fundur íþrótta-og æskulýðsnefndar 09.09.13, í þremur liðum.
GÞ leggur til að fundargerð verði visað til sveitarstjórnar. Tillaga um að fundargerðin verði staðfest, samþykkt með tveimur atkvæðum, einn á móti (GÞ).
- Fundargerðir annarra nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
3.1 14. fundur Samtaka orkusveitarfélaga 28.08.13 í átta liðum.
Til kynningar.
3.2 Fundur í fjallskilanefnd Holtamannafréttar 27.08.13 í fjórum liðum.
Til kynningar.
3.3 Minnisblað frá undirbúningsfundi framkvæmda Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. á Strönd 09.09.13.
Til kynningar.
3.4 Sorpstöð Rangávallasýslu bs. Minnispunktar frá kynningarfundi á sameiningu Sorpu og SOS 10.09.13
Til kynningar.
3.4.1 Kynning á sameiningarkostum SOS og SORPU.
Til kynningar.
- Önnur erindi til umsagnar og afgreiðslu:
4.1 Góð stjórnsýsla- erindi til formanna nefnda, ráða og stjórna í Rangárþingi ytra.
4.1.1 leiðbeiningar um ritun fundargerða.
Sveitarstjóra falið að senda framlagðar leiðbeiningar til formanna nefnda, ráða og stjórna í Rangárþingi ytra.
4.2 Kapalkerfið á Hellu.
Hreppsráð samþykkir að þar sem íbúar hafa í dag mikla möguleika á þjónustu með ljósleiðara og ljósneti, þá verði kapalkerfinu haldið úti án gervihnattarsendinga, en með digital útsendingum sjónvarps og útvarps. Afnotagjöldin verði óbreytt að sinni, en skoðað verði hvort réttlætanlegt sé að reka kapalkerfið áfram.
4.3 Umhverfis-og auðlindaráðuneytið 09.09.13 - Flokkun vega utan vegakerfis Vegagerðarinnar vegna utanvegaaksturs.
Sveitarstjóra falið að svara eindinu í samráði við skipulags-og bygginargfulltrúa og formann samgöngu -hálendis og umhverfisnefndar.
4.4 Reglur um sérstakar húsaleigubætur.
Hreppsráð samþykkir framlagðar tillögur félagsmálanefndar.
4.5 Svör frá forstöðumönnum -innkaup.
4.5.1 Svar innkaup Þjónustumiðstöðvar.
Til kynningar.
4.5.2 Svar vegna kaupa á leiktækjum.
Til kynningar.
4.5.3 Svar vegna kaupa á tölvum fyrir Grunnskólann á Hellu.
Til kynningar.
4.6. Svar - Lán vegna Þrúðvangs 31
Til kynningar.
- Fundarboð, umsóknir um styrki og boð um þjónustu:
5.1 Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum verður haldinn 4.10.13 kl. 13.00 á Hilton Reykjavík.
5.1.1 Stofnskrá samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.
5.2 Beiðni um fjárstyrk til Æskulýðsnefndar kirkna í Rangárvallasýslu 05.09.13.
Samþykkt samhljóða að verða við beiðninni.
5.3 Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2013 verður haldin 3.-4. október 2013 á Hilton Reykjavík.
5.4 Róbert Viðar Bjarnason - Betra Ísland boð um þjónustu. 09.09.13.
5.5 Markaðsstofa Suðurlands uppskeruhátíð 21. nóvember 2013 á Örk í Hveragerði.
5.6 Æskulýðsvettvangurinn 05.09.13- Verndum þau námskeið.
5.7 Vitundarvakning 11.09.13 fræðsluþing víða um land október 2013.
5.8 Jafnréttisþing haldið á Hvolsvelli 27. september 2013.
5.9 Stofnun klasa- fuglar á Suðurlandi stofnfundur 25. september 2013.
Samþykkt að fulltrúi Rangárþings ytra verði Magnús H. Jóhannsson.
- Annað efni til kynningar:
6.1 Brunabótafélag Íslands, ágóðahlutagreiðsla 2013.
6.2 Samband íslenskra sveitarfélaga, samantekt um skjalavörslu sveitarfélaga 11.09.13.
6.2.1 Skjalavarsla sveitarfélaga. 11.09.13.
6.3 Skáftárhreppur,endurnýjaðar samþykktir SASS,12.09.13.
6.4 Markaðsstofa Suðurlands, framvinduskýrsla apríl - september 2013.
6.5 Innanríkisráðuneytið 09.09.13 - Siðareglur Rangárþings ytra samþykktar.
6.6 Umhverfis-og auðlindaráðuneytið 12.09.13- svar við fyrirspurn er varðar greiðslur fyrir minka- og refaeyðingu.
6.7 MAST- 04.09.13 - Varðandi smalamennsku á afréttarmörkim Rangárvalla- og Skaftafellssýslu.
6.8 MAST- 04.09.13 - Varðandi smölunar á sauðfé á mótum Landmanna- og Skaftártunguafréttar.
6.9 44. haustfundur STS haldinn 26.-28. september 2013 í Húnaþingi.
- Samþykkt um fráveitur og meðhöndlun seyru í Rangárþingi ytra vinnufundur.
Samþykkt að málið verði tekið fyrir á vinnufundi hreppsráðs mánudaginn 30. september kl. 10.00.
- Erindi frá Sýslumanninum á Hvolsvelli
Fært í Trúnaðarbók.
- Hugmyndagátt.
Sveitarstjóra falið að koma ábendingum til forstöðumanna.
Fundi slitið kl. 10.30