24. fundur 16. ágúst 2012

Hreppsráð Rangárþings ytra

 

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsráðs Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 3, Hellu,

fimmtudaginn 16. ágúst 2012, kl. 15.00

 

Mætt eru Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, formaður hreppsráðs, Steindór Tómasson og Guðmundur Ingi Gunnlaugsson. Að auki Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð.

Formaður setur fund og stjórnar honum.

Skipulagsmál og tengd erindi:

  1. fundur í Byggingarnefnd Rangárþings bs., dags. 15. ágúst 2012.

752-2012 Kot (Jónskot) landnr. 164715, Rangárþingi ytra - byggingarleyfi fyrir gestahúsi.

Hreppsráð staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

753-2012 Eyrartún 2, Rangárþingi ytra – Stöðuleyfi fyrir gám.

Hreppsráð staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

754-2012 Hólavangur 16, Rangárþing ytra – Byggingarleyfi fyrir sólstofu.

Hreppsráð staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

755-2012 Skarð, Rangárþing ytra – Byggingarleyfi fyrir sumarhús.

Hreppsráð staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

756-2012 Snjallsteinshöfði, Rangárþingi ytra – Byggingarleyfi fyrir viðbyggingu sumarhúss.

Hreppsráð staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

757-2012 Haukadalur lóð N5, Rangárþingi ytra – byggingarleyfi fyrir frístundahúsi.

Hreppsráð staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

758-2012 Jarlsstaðir – Starfsleyfi fyrir steypustöð.

Hreppsráð staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

746-2012 Friðland að Fjallabaki, Rangárþingi ytra – leyfi fyrir vegvísum

Hreppsráð staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.

Fundargerðin er að öðru leyti til kynningar.

  1. Sýslumaður; Beiðni um umsögn vegna umsóknar Strýtu ehf. um leyfi fyrir gististað í flokki I að Hróarslæk, dags. 23. júlí 2012.

Sýslumaður óskar umsagnar sveitarstjórnar á grundvelli laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem og reglugerðar nr. 585/2007.

Hreppsráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

  1. Ómar Halldórsson; Beiðni um breytingu á skráningu húsnæðis úr frístundahúsi í íbúðarhús, dags. 30. júlí 2012.

Hreppsráð vísar erindinu til byggingarnefndar til umsagnar.

  1. Deiliskipulagsmál.

Hreppsráð vísar uppfærslu kortagrunns vegna lóða við Heiðvang, Freyvang, Þingskála og Dynskála 1-7, auk gerð deiliskipulags fyrir sama svæði í heild eða að hluta, til fjárhagsáætlunarvinnu ársins 2013.

  1. Breyting á aðalskipulagi vegna náma, áður staðfest af hreppsráði í tölvupósti.

340-2012 Aðalskipulag Rangárþings ytra, breyting á gildandi aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.

Rangárþing ytra leggur fram breytingu á gildandi aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Breytingin tekur til breyttrar landnotkunar í landi Svínhaga landnr. 164560 og Þingskála landnr. 164567 á Rangárvöllum. Inn í aðalskipulag koma 3 nýjar efnisnámur, E55 sem er malar- og sandnáma og verður 30.000m3 og er við Þingskála, einnig E56 sem er bergnáma, 30.000m3 og staðsett við Svínhaga. Þá er gert ráð fyrir malar- og sandnámu í landi Svínhaga sem fær heitið E57 og gert ráð fyrir allt að 30.000m3.

Ástæða breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins kemur til vegna brýnnar nauðsynjar á lagfæringum Þingskálavegar. Framkvæmdin fellur vel að markmiði sveitarstjórnar um að bæta samgöngur m.a. til að auka umferðar- og rekstraröryggi. Bættar samgöngur bæta einnig tengingu íbúa og frístundaaðila við þjónustu á Hellu, þ.á.m. við heilbrigðisþjónustu. Bættar samgöngur styrkja þannig svæðið sem sameiginlegt atvinnusvæði. Nú þegar er námuvinnsla á ofangreindum svæðum, þar sem landeigendur taka efni til eigin nota og þessi breyting er gerð í samráði við landeigendur.

Það er niðurstaða hreppsnefndar/hreppsráðs að um óverulega breytingu aðalskipulags sé að ræða og verður hún auglýst í samræmi við 36 gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Hreppsráð Rangárþings ytra hefur með tölvufundi dags. 10. ágúst s.l. samþykkt óverulega breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.

Erindi til umsagnar og afgreiðslu:

  1. Hugmyndagátt.

Hreppsráð þakkar innkomna ábendingu sem varðar öryggi vinnuskólabarna.

Ábendingunni hefur verið komið á framfæri við rétta aðila.

  1. Yfirlýsing vegna starfsleyfistryggingar sveitarfélagsins á urðunarsvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. á Strönd.

Vegna starfsleyfis á Strönd fer umhverfisráðuneytið fram á að sveitarfélögin sem standa að Sorpstöð Rangárvallasýslu staðfesti eftirfarandi yfirlýsingu:

Sveitarstjórnir Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps samþykkja eftirfarandi yfirlýsingu vegna starfsleyfistryggingar sveitarfélagsins á urðunarsvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. á Strönd:

Sveitarstjórnir Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps ábyrgjast fjárhagslega að staðið verði við þær skyldur sem settar eru fram varðandi frágang og vöktun urðunarstaðar sveitarfélaganna á Strönd, sbr. 43. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Af hálfu sveitarstjórna Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps er litið svo á að yfirlýsing þessi jafngildi starfsleyfistryggingu, sbr. 41. gr. laga nr. 55/2003 og 17. gr. reglugerðar nr. 738/2003 um urðun úrgangs. Ábyrgð þessi gildir í 30 ár eftir lokun urðunarstaðarins.

Hreppsráð staðfestir yfirlýsinguna f.h. Rangárþings ytra með þeim fyrirvara að samstarfssveitarfélögin geri slíkt hið sama.

  1. Sláturhúsið Hellu; „Ógreidd gatnagerðargjöld af eignum við Suðurlandsveg 2, 4, 6, og 8“, dags. 9. ágúst 2012.

Fram kemur í erindi bréfritara að mótmælt er álagningu gatnagerðagjalda á fasteignirnar Suðurlandsveg 2, 4, 6 og 8 að fjárhæð kr. 16.795.426,- Einnig liggur fyrir fundinum bréf frá Hjá Maddý ehf., dags. 13. ágúst 2012, þar sem mótmælt er álagningu gatnagerðargjalda á Vörufell ehf. að fjárhæð kr. 1.760.179,- vegna Rangárbakka 2.

Sveitarstjóra er falið að leita til lögmanns vegna málsins og fá álit á réttmæti innheimtu sveitarfélagsins. Eindaga krafna verður frestað þar til niðurstaða liggur fyrir.

  1. Söguritun.

Samkvæmt upplýsingum frá Ingibjörgu Ólafsdóttir sem vinnur við söguritun um Hellu er farið að sjá fyrir endann á verkefninu og mun því verða lokið sumarið 2013. Ingibjörg hefur óskað eftir aðstoð við myndaöflun í haust og einnig eftir því að bókin fái að vera í tveimur bindum vegna umfangs.

Samþykkt að bókin verði gefin út í tveimur bindum og að starfsfólk skrifstofu RY aðstoði við myndaöflun með skönnun og varðveislu mynda í samráði við Ingibjörgu.

Verkefninu er vísað til fjárhagsáætlunarvinnu ársins 2013.

  1. Fjárhagsupplýsingar.

Raunlaunatölur vegna janúar - júlí árið 2012 eru lagðar fram í samanburði við áætlaðar launatölur.

Sveitarstjóra og formanni hreppsráðs falið að fá skýringar hjá forstöðumönnum stofnana á misræmi raunlauna, þar sem við á, fyrir fyrstu 7 mánuði ársins samanborið við fjárhagsáætlun og leggja fyrir hreppsráð.

Fundargerðir til umsagnar og kynningar:

  1. Rýnifundur vegna „Bestu útihátíðarinnar“, dags. 19. júlí 2012.

Hreppsráð tekur undir að framkvæmd hátíðarinnar hafi almennt tekist vel til með tilliti til hátíðarhalda af þessu tagi. Hreppsráð telur jafnframt nauðsynlegt að allt hátíðarsvæðið þ.m.t. tjaldstæði verði afgirt til að tryggja að enginn komist inn á svæðið sem ekki hafi keypt sig þar inn.

  1. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, dags. 7. ágúst 2012.

Fundaboð, styrkumsóknir og kynningarefni:

  1. Leigusamningur vegna tjaldsvæðis á Laugalandi í Holtum, dags. 3. júlí 2012.
  2. Sýslumaður; Beiðni um umsögn vegna umsóknar SÁÁ um tækifærisleyfi fyrir fjölskylduskemmtun að Laugalandi í Holtum, dags. 5. júlí 2012.

Áður staðfest af hreppsráði í tölvupósti.

  1. Uppsögn á lóðarleigusamningi, dags. 5. júlí 2012.

Sveitarstjóra er falið að auglýsa umrædda lóð, nr. 16 við Hróarslæk í landi Gaddstaða, til sölu hjá fateignasala.

  1. Innanríkisráðuneytið – Jöfnunarsjóður sveitarfélaga; Umsóknir um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda vegna skólaársins 2012-2013, dags. 12. júlí 2012.
  2. Samband íslenskra sveitarfélaga; Umsögn um drög að landsáætlun um úrgang, dags. 18. júlí 2012.
  3. SORPA; Staðarval fyrir nýjan urðunarstað, dags. 18. júlí 2012.
  4. Vegagerðin; Svar við úthlutun úr styrkvegasjóði 2012, dags. 25. júlí 2012.

Fram kemur í bréfinu að Rangárþingi ytra hefur verið úthlutað styrk úr styrkvegasjóði 3 m.kr. vegna styrkvega í Rangárþingi ytra árið 2012.

  1. Kaupsamningur lóðar í landi Gaddstaða, dags. 26. júlí 2012.

Hreppsráð staðfestir samninginn sem er vegna lóðar nr. 2 við Hróarslæk í landi Gaddstaða, landnr. 164598.

  1. Jafnréttisstofa; Beiðni um afhendingu á skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála, dags. 27. júlí 2012.

Erindinu er vísað til jafnréttisnefndar.

  1. Ómar Halldórsson; Styrkbeiðni vegna lagfæringa á gömlu tófubyrgi, áður að Minni-Völlum, dags. 30. júlí 2012.

Hreppsráð sér ekki færi á að verða við styrkumsókninni og er henni því hafnað.

  1. Fjármálaeftirlitið; Umræðuskjöl nr. 6/2012 um drög að reglum um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja og nr. 7/2012 um leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlitsins vegna þeirra reglna, dags. 3. ágúst 2012.
  2. Sæmundur Guðmundsson; Athugasemdir vegna ágangs sauðfjár og gróðurskemmdir af þess völdum, mótt. 8. ágúst 2012.

Bréfritara eru þakkaðar athugasemdirnar. Hreppsráð vísar erindinu til Þjónustumiðstöðvar og óskar eftir áliti sem lagt verði fyrir sveitarstjórn fyrir októberfund.

  1. Skipulagsstofnun; Fréttatilkynning – Drög að landsskipulagsstefnu, dags. 13. ágúst 2012.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 16.00

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?