Hreppsráð Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsráðs Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,
fimmtudaginn 19. maí 2011, kl. 16.00
Mætt eru Margét Ýrr Sigurgeirsdóttir, formaður hreppsráðs, Steindór Tómasson og Guðmundur Ingi Gunnlaugsson. Að auki Gunnsteinn R. Ómarsson, sem ritar fundargerð.
Formaður setur fund.
Fundargerðir fastanefnda:
- fundur fræðslunefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps, dags. 11. maí 2011.
Varðandi lið 1; Fræðslunefnd leggur til að skólaárið verði stytt um 5 daga að hausti og 5 daga að vori í Grunnskólum sveitarfélagsins næstu tvö skólaár í hagræðingarskyni. Viðhorf skólaráða og foreldra eru nær undantekningalaust jákvæð en fyrirhuguð stytting mun ekki koma niður á kennslu barna.
Hreppsráð leggur áherslu á að þessi breyting verði kynnt mjög vel fyrir foreldrum og forráðamönnum barna í báðum skólunum.
Hreppsráð staðfestir fundargerð fræðslunefndar.
Erindi til umsagnar og afgreiðslu:
- Hugmyndagátt – listi yfir innkomnar hugmyndir/skráningar.
Til kynningar.
Hreppsráð fer yfir hugmyndir sem komið hafa á inn á hugmyndagátt heimasíðu sveitarfélagsins en þar kemur m.a. fram hugmynd/ábending um að senda rafræna greiðsluseðla í stað pappírs, hugmynd um að reyna að koma Hellu aftur inná veðurkort Veðurstofunnar, hugmynd um handverkshátíð í héraði, hertari reglur um gæludýrahald í þéttbýli, aukin uppfærsla á heimasíðu sveitarfélagsins.
Hreppsráð þakkar framkomnar hugmyndir og ábendingar. Margar þessara hugmynda eru nú þegar í vinnslu og felur hreppsráð sveitarstjóra að vinna áfram að málum.
- Þjórsártungur ehf.; Vegna leigu á leitarmannahúsunum Gásagusti og Hvanngiljahöll á Holtamannaafrétti, dags. 4. maí 2011.
Til kynningar.
Sveitarstjóra falið að yfirfara samningsdrögin og fá mat lögfræðings sveitarfélagsins áður en þau verða lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.
- Króksmenn ehf.; Ósk um að Rangárþing ytra falli frá forkaupsrétti, dags. 4. maí 2011.
Hreppsráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti á afréttarskála í Króki, fast. 219-5784, að þessu sinni og felur sveitarstjóra að staðfesta það á meðfylgjandi afsali, dags. 12/01/2011. Forkaupsréttur sveitarfélagsins gildir eftir sem áður gagnvart nýjum samningi.
- Leigusamningur vegna tjaldsvæðis á Laugalandi í Holtum.
Núgildandi samningur tók gildi í febrúar 2008 að undangenginni auglýsingu og gildir til ársloka 2011. Engir aðrir umsækjendur voru um tjaldsvæðið á þessum tíma. Skv. samningnum hafa núverandi leigutakar forleigurétt á svæðinu og hafa óskað eftir áframhaldandi samstarfi. Vert er að taka fram að allt samstarf við núverandi leigutaka hefur verið með miklum ágætum og umgengni og uppbygging þeirra á svæðinu hefur verið til mikillar fyrirmyndar.
Í þessu ljósi mælir hreppsráð samhljóða með því að gengið verði til samninga við núverandi leigutaka um nýjan samning.
- Skipun fulltrúa Á-lista í íþrótta- og tómstundanefnd.
Guðmundur Ómar Helgason er skipaður fulltrúi Á-lista í íþrótta- og tómstundanefnd, í stað Guðna Sighvatssonar, og er hann jafnframt skipaður formaður nefndarinnar í hans stað.
- Erindisbréf atvinnu- og menningarmálanefndar.
Til kynningar.
Hreppsráð fagnar framlagðri tillögu að erindisbréfi fyrir atvinnu- og menningarmálanefnd Rangárþings ytra. Því er beint til nefndarinnar að smávægilegar lagfæringar verði gerðar áður en það verður lagt fyrir sveitarstjórn til staðfestingar. Sveitarstjóra falið að gera nefndinni grein fyrir þeirri umræðu sem fram fór á fundinum um tillöguna.
- Samþykkt um hunda- og kattahald ásamt gjaldskrám.
Til kynningar.
Hreppsráð fagnar framlagðri tillögu að samþykkt um hunda- og kattahald í þéttbýli í Rangárþingi ytra, ásamt gjaldskrám fyrir hunda- og kattahald. Sveitarstjóra í samvinnu við hreppsráð er falið að gera smávægilegar breytingar á samþykktinni í samræmi við þá umræðu sem fram fór á fundinum áður en hún verður lögð fyrir sveitarstjórn til staðfestingar á næsta fundi hennar.
- Samþykktir vegna sameiginlegra stofnana á Laugalandi.
Samþykktir fyrir sameiginlegar stofnanir á Laugalandi hafa verið til umfjöllunar hjá samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps í nokkurn tíma og eru til komnar vegna ábendinga frá endurskoðendum stofnananna.
Hreppsráð samþykkir framlagðar samþykktir fyrir sameiginlegar stofnanir á Laugalandi, með fyrirvara um smávægilegar breytingar við 1. gr., og felur sveitarstjóra að undirrita f.h. Rangárþings ytra.
- Styrktarsamningur Rangárþings ytra og Ásahrepps við Oddasókn.
Í samningnum felst að Oddasókn leggur til húsnæði fyrir viðurkennt félagsstarf í sveitarfélögunum, á sviði menningar- og mannúðarmála og til félagsstarfs eldri borgara. Samningnum er m.a. ætlað að efla menningarstarf og félagsstarf eldri borgara í Rangárvallasýslu.
Hreppsráð staðfestir framlagðan samning og er sveitarstjóra falið að undirrita hann fyrir hönd Rangárþings ytra.
- Málefni heimasíðu Rangárþings ytra.
Fyrir fundinum liggur úttekt formanns atvinnu- og menningarmálanefndar á þörfum við uppsetningu nýrrar heimsíðu fyrir Rangárþing ytra, sem unnin var í sjálfboðavinnu í samráði við sveitarstjóra.
Hreppsráð fagnar þessari úttekt og felur sveitarstjóra í samvinnu við formann atvinnu- og menningarmálanefndar að auglýsa eftir aðilum til að setja upp og hýsa nýja heimasíðu fyrir Rangárþing ytra.
- Trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.
Fundargerðir til umsagnar og kynningar:
- Þjórsársveitir, dags. 18. apríl 2011.
- fundur félagsmálanefndar Rangárvalla og Vestur- Skaftafellssýslu, dags. 27. apríl 2011.
- Aðalfundur Brunavarna Rangárvallasýslu bs., dags. 29. apríl 2011.
- fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. apríl 2011.
- Stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs., dags. 2. maí 2011.
- Stjórnarfundar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs., dags. 3. maí 2011.
- fundur stjórnar Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps, dags. 3. maí 2011.
- Fundur vinnuhóps sem fjallar um og vinnur að mótvægisaðgerðum vegna Sporðöldulóns, dags. 11. maí 2011.
- Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps, dags. 11. maí 2011.
- fundur stjórnar Suðurlandsvegar 1-3 ehf., dags. 11. maí 2011.
- Aðalfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs., dags. 16. maí 2011.
Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, fór með umboð Rangárþings ytra á fundinum.
Hreppsráð fagnar því að ákveðið sé að öll þjónusta með umsýslu sorps í Rangárvallasýslu verði boðin út. Hreppsráð hvetur stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu til að koma á tveggja tunnu sorphirðu á öllum heimilum í sveitarfélaginu í samræmi við upphaflegar áætlanir.
Fundaboð, styrkumsóknir og kynningarefni:
- Afrit af bréfi Vegagerðar til Landgræðslu ríkisins; Fyrirhuguð niðurfelling hluta héraðsvegarins Akurhólsvegar (nr. 2725) af vegaskrá, dags. 18. mars 2011.
- Afrit af bréfi Vegagerðar til Margrétar Teitsdóttur; Fyrirhuguð niðurfelling hluta héraðsvegarins Flagbjarnarholtsvegar (nr. 2784) af vegaskrá, dags. 18. mars 2011.
- Afrit af bréfi Vegagerðar til Guðmundar Jóhanssonar ofl.; Fyrirhuguð niðurfelling hluta héraðsvegarins Ketilsstaðavegar (nr. 2685) af vegaskrá, dags. 18. mars 2011.
- Afrit af bréfi Vegagerðar til Bjarnveigar Jónsdóttur ofl.; Fyrirhuguð niðurfelling hluta héraðsvegarins Selalækjarvegar (nr. 267) af vegaskrá, dags. 18. mars 2011.
Sveitarstjóra falið að kanna hvort forsendur Vegagerðarinnar séu réttar fyrir niðurfellingunni.
- Orlof húsmæðra; Skýrsla um starfsemi árið 2010, dags. 18. apríl 2011.
- Fornleifavernd ríkisins – Minjavörður Suðurlands; Norðurnes, Rangárþingi ytra – dskl, dags. 20. apríl 2011.
- Fornleifavernd ríkisins – Minjavörður Suðurlands; Skotsvæði á Geitasandi, Rangárþingi ytra – dskl, dags. 20. apríl 2011
- Sveitarfélagið Árborg; Aðild að skólaskrifstofu Suðurlands, dags. 3. maí 2011.
- SÁÁ; Boð um kaup á Álfinum, erindi mótt. 6. maí 2011.
Erindinu hafnað.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 17.50