Hreppsráð Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsráðs Rangárþings ytra, kjörtímabilið 2006 – 2010,
haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, fimmtudaginn 25. mars 2010, kl. 17:00.
Mættir: Sigurbjartur Pálsson, Þorgils Torfi Jónsson og Ólafur E. Júlíusson. Að auki Örn Þórðarson sem ritaði fundargerð. Ingvar Pétur Guðbjörnsson boðaði forföll. Bjarni Jón Matthíasson sat fundinn undir lið 10.
Við bætist liðir 3.3. og 15. Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
- Forstöðumannafundur, 9. mars 2010.
Til kynningar.
- Öldur III, fundur 11. mars 2010.
Til kynningar.
- Öldur III, fundur 22. mars 2010.
Til kynningar.
- Byggingar- og skipulagsfulltrúaembætti Rangárþings, fundur 17. mars 2010, með fjárhagsáætlun.
Til kynningar.
- Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps, fundur 16. mars 2010.
Til kynningar.
- Félagsmálanefnd, 27. fundur 10. mars 2010.
Til kynningar.
- Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps, 16. fundur, 16. mars 2010.
Til kynningar.
- Fjallskiladeild Rangárvallaafréttar, fundur 18. mars 2010.
Til kynningar.
- Suðurlandsvegur 1-3, II áfangi, 14. fundur, 9. mars 2010.
Til kynningar.
- Suðurlandsvegur 1-3, II áfangi, 15. fundur, 16. mars 2010.
Til kynningar.
- Sorpstöð Suðurlands, 187. fundur, 17. mars 2010.
Til kynningar.
- Samráðsnefnd sorpsamlaga á suðvesturlandi, fundur 1. mars 2010.
Til kynningar.
- UMF Hekla, aðalfundur, 4. mars 2010.
Til kynningar.
- Landskipti, stofnun lögbýla og tengd erindi:
- Minna Hof, landskipti.
Hreppsráð gerir ekki athugasemd við að skipt verði úr jörðinni Minna-Hof (lnr. 199583) lóð með landnúmeri 219236 (19.000 fm.) og úr Minna-Hofi spildu B (lnr. 211689) lóð með landnúmeri 219237 (4.000 fm.). Engin afstaða er tekin til eignarhalds eða landamerkja.
Samþykkt samhljóða.
- Skipulagsmál og tengd erindi:
- Skaftárhreppur, tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi 2010 – 2022.
Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að fara yfir tillöguna og kanna hvort ástæða sé til að koma með athugasemdir eða ábendingar.
Samþykkt samhljóða.
- Álftavatn, skálasvæði.
Hreppsráð gerir ekki athugasemd við deiliskipulag skálasvæðis við Álftavatn að Fjallabaki syðra.
Samþykkt samhljóða.
- Lyngás, deiliskipulag.
Lagt fram deiliskipulag fyrir lóðir við Lyngás. Hreppsráð bendir á að betra væri að byggingarreitur á lóð nr. 2 færist 15 metrum fjær Suðurlandsvegi en gert er ráð fyrir í framlagðri tillögu. Erindinu vísað til skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
- Foss, leiga á landi til beitar.
Sveitarstjóra falið að ganga frá framlögðum samningi um beitarafnot á jörðinni Fossi.
Samþykkt samhljóða.
- Blátunnuvæðing.
Til kynningar.
- Urðun á Strönd, tilboð í vinnu við útvíkkun á starfsleyfi.
Til kynningar.
- Framhaldsskóli í Rangárvallasýslu.
Sveitarstjóra falið að kalla saman „Framhaldsskólanefnd Rangárvallasýslu“.
Samþykkt samhljóða.
- Vikurnám í landi Merkihvols.
Sveitarstjóra falið að afla upplýsinga varðandi vikurnám í landi Merkihvols og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
- Húsaleiga á Laugalandi.
Afgreiðslu vísað til hreppsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
- Framkvæmdir við Öldur III.
Sveitarstjóra falið að leita eftir samningum við verktaka um að falla frá hluta verksamnings vegna framkvæmda við Öldur III, gegn því að fara í aðrar framkvæmdir sem samsvara fyrirliggjandi samningi frá maí 2008. Samningsdrög þarf að leggja fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
- Auglýsing lóða við Seltún.
Samþykkt að fela nefnd um húsnæðismál aldraðra að gera tillögu um úthlutunarskilmála fyrir lóðirnar í samráði við stjórn Lundar.
Samþykkt samhljóða.
- Mötuneyti Grunnskólans á Hellu.
Afgreiðslu vísað til hreppsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
- Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Hellu.
Hreppsráð áréttar að ekki stendur til að reka upplýsingamiðstöð í sveitarfélaginu með sama hætti og verið hefur, enda ekki gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2010.
Samþykkt samhljóða.
- Markaðsstofa Suðurlands, þjónustusamningur.
Sveitarstjóra falið að ganga frá framlögðum þjónustusamningi við Markaðsstofu Suðurlands.
Samþykkt samhljóða.
- Nes, lóðaleigusamningur.
Hreppsráð fellst á að falla frá forkaupsrétti að Nesi, að þessu sinni.
Samþykkt samhljóða.
- Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
- Heildarmat á starfi grunnskóla á Suðurlandi, fundur.
Til kynningar.
- Hekla blúsfélag, styrkumsókn.
Erindinu vísað til héraðsnefndar.
Samþykkt samhljóða. Ólafur E. Júlíusson sat hjá við afgreiðslu erindisins
- Eignarhaldsfélag Suðurlands, aðalfundur.
Sigurbjarti Pálssyni falið að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi EFS.
Samþykkt samhljóða.
- Lánasjóður sveitarfélaga, aðalfundur.
Til kynningar.
- Tún vottunarstofa, aðalfundur.
Til kynningar.
- Annað efni til kynningar:
- Yfirlit yfir greiddar húsaleigubætur.
- Spurningarlisti vegna æskulýðslaga.
- Umhverfisráðuneytið, undanþága vegna íbúðarhúss við Heiðarlæk.
- Styrkvegaumsókn vegna Holtamannaafréttar.
- Fjársýsla ríkisins, fjármagnstekjuskattur.
- Dóms- og mannréttindaráðuneytið, greiðslur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu.
- Sýslumaður á Hvolsvelli, þingslýst skjöl.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:15.