42. fundur 13. ágúst 2009

Hreppsráð Rangárþings ytra

 

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsráðs Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,

fimmtudaginn 13. ágúst 2009, kl. 8.00.

 

Mættir: Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Ólafur E. Júlíusson og Þorgils Torfi Jónsson. Að auki Örn Þórðarson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Sigurbjartur Pálsson boðaði forföll.

 

Við bætast liðir nr. 1.6., 2.1., 10. F.4 og F.5. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
    • Bygginngarnefnd Rangárþings bs., 26. fundur, 5. ágúst 2009.

Afgreiðslu á lið 294-2009 er frestað. Að öðru leyti er fundargerðin staðfest hvað varðar liði er snúa að Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

  • Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu, 36. fundur, 2. júlí 2009.

Til kynningar.

  • Suðurlandsvegur 1-3, 5. verkfundur, 24. júlí 2009.

Til kynningar.

  • Suðurlandsvegur 1-3, 6. verkfundur, 4. ágúst 2009.

Til kynningar.

  • Veiðifélag Rangárvallaafréttar, aðalfundur, 5. ágúst 2009.

Til kynningar.

  • Samfella í skóla- og íþróttamálum, fundur, 11. ágúst 2009.

Til kynningar.

  1. Skipulagsmál og tengd erindi:
    • Efnistaka vegna lagningar Árnesvegar, Skipulagsstofnun.

Afgreiðslu áður frestað. Lögð fram drög að svari við erindi Skipulagsstofnunar. Sveitarstjóra falið að senda stofnuninni svar þar sem fram kemur m.a. að sveitarstjórn telji ekki þörf á að umræddum námum verði vísað í mat á umhverfisáhrifum framkvæmda.

  1. Leigutími rekstrarleigu, Lýsing.

Sveitarstjóra falið að kanna framlengingu samnings.

Samþykkt samhljóða.

  1. Íslenska fjallarallið, ICCRC.

Erindi um rallaksturskeppni á hálendinu, vísað til samgöngunefndar til umsagnar. Einnig er óskað umsagnar Veiðifélags Holtamannaafréttar og Veiðifélags Landmannaafréttar.

Samþykkt samhljóða.

  1. Reglur um kostnaðarþátttöku vegna tónlistarnáms.

Lögð fram drög að reglum um kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins vegna tónlistarnáms. Sveitarstjóra falið að kalla eftir viðræðum við stjórn Tónlistarskóla Rangæinga og fulltrúa aðildarsveitarfélaga Tónlistarskólans.

Samþykkt samhljóða.

  1. Gangnamannaskáli við Krók, fyrirspurn um möguleg kaup.

Sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara.

Samþykkt samhljóða.

  1. Staðfesting svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs, Sorpstöð Suðurlands.

Hreppsráð staðfestir endurskoðaða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi 2009 – 2020. Engar skuldbindingar um framkvæmdir né framkvæmdatíma fylgja staðfestingu þessari.

Samþykkt samhljóða.

  1. Álögð opinber gjöld, Skattstjóri Suðurlandsumdæmis.

Sveitarstjóra falið að kalla eftir álagningaskrá.

Samþykkt samhljóða.

  1. Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna.

Til kynningar.

 

 

  1. Rafbílavæðing Íslands.

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu um samstarf við rafbílavæðingu Íslands við Northern Light Energy ehf. Hreppsráð samþykkir umrætt samstarf og felur sveitarstjóra að undirrita viljayfirlýsinguna þar að lútandi.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
    • Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum, styrkumsókn.

Hreppsráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

Samþykkt samhljóða.

  • JP lögmenn.

Til kynningar.

  • Strandavöllur, aðalfundur.

Ingvari Pétri Guðbjörnssyni falið að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum.

Samþykkt samhljóða.

  • Kammerkór Suðurlands, styrkumsókn.

Hreppsráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

Samþykkt samhljóða.

  • Söngskóli Maríu Bjarkar, styrkumsókn.

Ólafur E: Júlíusson situr hjá við afgreiðslu erindisins. Hreppsráð fellst á erindið.

Samþykkt samhljóða.

  1. Annað efni til kynningar:
    • Samgönguráðuneytið jöfnunarsjóður, framlög.
    • Menntamálaráðuneytið, námsgagnasjóður.
    • AFS á Íslandi.
    • Unicef Ísland.
    • Þinglýst skjöl frá sýslumanni á Hvolsvelli

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?