Hreppsráð Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsráðs Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,
fimmtudaginn 19. febrúar 2009, kl. 13.00.
Mættir: Sigurbjartur Pálsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson og Guðfinna Þorvaldsdóttir. Að auki Örn Þórðarson, sveitarstjóri og Indriði Indriðason fjármálastjóri sem ritaði fundargerð.
Við bætist liður nr. 20. Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
- Félagsmálanefnd Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu, 16. fundur, 11. feb. 2009.
Til kynningar.
- Öldur III, 13. verkfundur, 3. feb. 2009.
Til kynningar.
- Félagsþjónusta Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu, fundur með sveitarstjórum, 3. feb. 2009.
Til kynningar.
- Framkvæmdanefnd Þjórsársveita, fundur 10. feb. 2009.
Fundargerðin er staðfest.
Samþykkt samhljóða.
- Þjóðlendur, landspildumál, fundur 11. feb. 2009.
Til kynningar.
- Skólaskrifstofa Suðurlands, 112. fundur, 9. feb. 2009.
Til kynningar.
- Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, 281. fundur, 4. feb. 2009.
Til kynningar.
- Vinnumarkaðsráð Suðurlands, 8. fundur, 16. jan. 2009.
Til kynningar.
- Svæðisstjórn Vatnajökulsþjóðgarðs, fundur 20. jan. 2009.
Til kynningar.
- Skipulagsmál og tengd erindi:
- Haukadalur, deiliskipulag.
Deiliskipulagið tekur til 22ha. svæðis og verða settar út 9 frístundalóðir frá 0,7-2,3ha. að stærð. Að auki er um að ræða eina 9,3ha. lóð fyrir íbúðarhús.
Deiliskipulagið er samþykkt og heimild veitt til auglýsingar.
Samþykkt samhljóða.
- Merkihvoll, aðalskipulag.
Bréf til lóðahafa, til kynningar.
- Trúnaðarmál.
Til kynningar.
- Sorpstöðin að Strönd, starfslýsing umsjónarmanns.
Til kynningar.
- Holtamannaafréttur, kostnaðarþátttaka í aðalskipulagsgerð.
Ásahreppur óskar eftir þátttöku Rangárþings ytra í kostnaði við endurskoðun aðalskipulags.
Samþykkt samhljóða.
- Beit á Geldingarlækjaheiði.
Bréf Landgræðslu ríkisins varðandi beit á Geldingarlækjaheiði, til kynningar.
- Ungmennaráð Rangárþings ytra.
Tillögur íþrótta- og tómstundafulltrúa um ungmennaráð, til kynningar.
- Álftavatn, vegna deiliskipulags.
Lagt fram bréf varðandi deiliskipulag við Álftavatn, með ósk um fund.
Samþykkt samhljóða.
- Upprekstrarréttur á Rangárvallaafrétti.
Lögð fram beiðni landeigenda Selalækjar, varðandi niðurfellingu upprekstrarréttar á Rangárvallaafrétti. Málinu vísað til Fjallskiladeildar Rangárvallaafréttar til umsagnar.
Samþykkt samhljóða.
- Bygging íbúðarhúsnæðis á vegum sveitarfélagsins, skipan vinnuhóps.
Tillaga um að fela vinnuhóp um byggingu skólahúsnæðis á Hellu að annast einnig málefni er varða byggingu íbúðahúsnæðis á vegum sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
- Álagning gatnagerðargjalda v. Rangárbakka 2.
Erindinu er vísað til hreppsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
- Lánssamningur við Lánasjóð sveitarfélaga.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 70.000,000 kr. til 15 ára, í samræmi við fyrirliggjandi lánasamning frá Lánasjóði Sveitarfélaga sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Tilgangur lánsins er að endurfjármagna afborganir langtímalána Rangárþings ytra við Lánasjóðs sveitarfélaga á árinu 2009. ársins 2008. sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Erni Þórðarsyni, kt: 040461-4779, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings ytra að undirrita lánssamning eða skuldabréf við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Samþykkt samhljóða.
- Umsókn um lán frá Lífeyrissjóði Rangæinga.
Umsókn um lán vegna framkvæmda við tengibyggingu milli Suðurlandsvegar 1 og 3.
Til kynningar.
- Samningur um innheimtuþjónustu við Intrum.
Til kynningar.
- Húsaleigubætur.
Lagt fram bréf frá Samgönguráðuneytinu, til kynningar.
- Rekstrarframlög vegna hallareksturs félagslegra íbúða.
Lagt fram bréf frá Varasjóði húsnæðismála, til kynningar.
- Verkstjóri í heimaþjónustu Félagsþjónustu Rang. og V-Skaft.
Lagt fram bréf frá Mýrdalshrepp, til kynningar.
- Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
- Landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga.
Fulltrúar sveitarfélagsins eru Þorgils Torfi Jónsson og Ólafur E. Júlíusson.
Samþykkt samhljóða.
- Lánasjóður sveitarfélaga, aðalfundur.
Þorgils Torfa Jónssyni falið að fara með atkvæði sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
- Íslensk byggðamál á krossgötum, ráðstefna.
Til kynningar.
- Landssamtök landeigenda, aðalfundur.
Ingvari Pétri Guðbjörnsson falið að fara með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
- Garðyrkju- og blómasýning.
Hveragerðisbær óskar eftir að fá lánuð borð vegna sýningarhalds.
Samþykkt samhljóða.
- Íþróttaskóli leikskólabarna Heklukoti, styrkbeiðni.
Foreldrafélag leikskólans Heklukots óskar eftir styrk vegna íþróttaþjálfunar að upphæð kr. xxx.
Sveitarstjóra falið að kanna málið.
Samþykkt samhljóða.
- Stofnun Starfsendurhæfingar Suðurlands, styrkbeiðni.
Óskað er eftir styrk til stofnunar Starfsendurhæfingar Suðurlanda á Selfossi, að upphæð kr. xxx..
Sveitarstjóra er falið að vinna með hópnum
Samþykkt samhljóð.
- Ferðalög og frístundir, sýning.
Hugmyndir um þátttöku ferðaþjónustuaðila í sýningu, til kynningar.
- Evrópskt rannsókna og styrkjaumhverfi, ráðstefna.
Ráðstefna í Gunnarsholti, til kynningar.
- Staðardagskrá 21, landsráðstefna.
Til kynningar.
- Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis.
Til kynningar.
- Annað efni til kynningar:
- Minnispunktar frá samráðsfundi fulltrúa vinnumarkaðarins, sveitarfélaga og ríkisstjórnarinnar.
- Umhverfisráðuneytið, vegna aðalskipulagsbreytinga Haukadal.
- Fornleifavernd ríkisins, deiliskipulag við Álftavatn.
- Þinglýst skjöl frá Sýslumanni á Hvolsvelli.
- Úttekt á rekstri fræðslustofnana.
Lögð fram tillaga að verksamningi við RHA um úttekt á rekstri fræðslustofnanna.
Erindinu vísað til hreppsnefndar
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.00