Hreppsráð Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsráðs Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, fimmtudaginn 19. júní 2008, kl. 13.00.
Mætt voru: Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir Að auki sátu fundinn Örn Þórðarson, sveitarstjóri, og Indriði Indriðason, fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð.
Formaður bar upp dagskrábreytingartillögu, við bætast eftirfarandi, Liður 1.3. Byggingarnefnd Rangárþings bs. 14. fundur, 4.júní 2008, liður 1.4. Skipulagsnefnd 10. fundur, 4. júní 2008 og nýr liður númer 6. Tilboð í viðbyggingu við Leikskólann á Hellu. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur.
- Fundargerðir til staðfestingar, eða kynningar:
1.1. Aðalfundur Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps, 3. júní 2008.
Fundargerðin er staðfest. Samþykkt samhljóða.
1.2. Fundur vegna beiðni um styrkleikagreiningu fyrir orkufrekan iðnað í sveitarfélögum við Þjórsá,. 5. júní 2008.
Fundargerðin er staðfest. Samþykkt samhljóða.
1.3. Byggingarnefnd Rangárþings bs., 14. fundur, 4. júní 2008.
Þeir liðir fundargerðarinnar er lúta að Rangárþingi ytra eru staðfestir. Samþykkt samhljóða.
1.4. Skipulagsnefnd 10. fundur, 4. júní 2008.
Fundargerðinni er vísað til hreppsnefndar. Samþykkt samhljóða.
- Landskipti og sala á landi og landskikum, stofnun lögbýla og tengd erindi:
2.1. Vörðum landskipti.
Óskað er umsagnar sveitarstjórnar vegna landskipta úr landi Vörðum, landnr. 215960, í fimm frístundalóðir og eina 30ha spildu. Nýju landnr. er sem hér segir: 216515, 216516, 216517, 216518, 216519 og 216520
Hreppsráð gerir ekki athugasemd við landskiptin.
Samþykkt samhljóða.
- Umsókn um iðnaðar- og athafnalóðir:
3.1. Dynskálar 49 Hellu.
Borist hefur umsókn um ofangreinda lóð frá Torfi og Grjóti ehf. kt. 520299-2389. Hreppsráð samþykkir samhljóða að úthluta Torf og Grjóti ehf. ofangreindri lóð.
Samþykkt samhljóða.
- Bréf frá menntamálaráðuneyti, dags. 29. maí 2008:
Til kynningar.
- Bréf frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, dags. 1. júní 2008:
Til kynningar.
- Tilboð í viðbyggingu við Leikskólann á Hellu:
Hreppsráð samþykkir heimild til handa sveitarstjóra, að undirrita og ganga frá hverskyns skjölum er varða samning við lægstbjóðanda, Selhús ehf. vegna viðbyggingar við leikskólann Hellu. Enda séu skjölin í samræmi við útboð og tilboð sem barst frá Selhúsum ehf. að upphæð 46.406,057. kr.
Samþykkt samhljóða.
- Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
7.1. Styrkumsókn, frá umsjónarmönnum ,,Kartöflusúpudegi” Þykkvabæ.
Hreppsráð samþykkir að veita styrk til umsjónarmanna Kartöflusúpudags í Þykkvabæ á móti húsaleigu íþróttahúss. Samþykkt samhljóða.
7.2. Umsókn um styrk vegna ,,Lista-veislu”.
Erindinu er vísað til menningarmálanefndar. Samþykkt samhljóða.
- Annað efni til kynningar:
8.1. Lánasamningur nr. 16/2008 frá Lánasjóði sveitarfélaga.
Til kynningar.
8.2. Samstarfssamningur vegna grenjaveiða og veiða á mink og ref.
Til kynningar.
8.3. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, Tilkynning um úthlutun vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2008.
Til kynningar.
8.4. Áhættumat, Virkjanir í Þjórsá neðan Búrfells.
Til kynningar.
7.4. Samkomulag um húsaleigubætur og greiðsluhlutfall Jöfnunarsjóðs.
Til kynningar.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 14.15.
Sigurbjartur Pálsson
formaður hreppsráðs
Helga Fjóla Guðnadóttir Guðfinna Þorvaldsdóttir
Örn Þórðarson Indriði Indriðason,
sveitarstjóri fjármálastjóri