4. fundur 10. ágúst 2006

 

Hreppsráð Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsráðs Rangárþings ytra kjörtímabilið 2006 - 2010, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, fimmtudaginn 10. ágúst, 2006, kl: 13:00.

 

Mætt eru fulltrúar í hreppsráði: Sigurbjartur Pálsson, formaður, Ingvar Pétur Guðbjörnsson og Guðfinna Þorvaldsdóttir. Auk þess situr fundinn Örn Þórðarson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
  • Félagsmálanefnd, 1. fundur, 10. júlí 2006

Fundargerðin staðfest samhljóða.

  • Umhverfisnefnd, 2. fundur, 31. júlí 2006.

Fundargerðin staðfest samhljóða.

  • Atvinnu- og menningarmálanefnd, 1. fundur, 8. ágúst 2006.

Vegna 3. liðar samþykkir hreppsráð 100 þúsund króna styrk og endurgjaldslaus afnot af sýningarhúsnæði á meðan á sýningu stendur. Að öðru leyti er fundargerð staðfest samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
  • Skólaskrifstofa Suðurlands, 86. fundur, 24. maí 2006.

Til kynningar.

  • Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 88. fundur, 28. júlí 2006.

Til kynningar.

 

  1. Fjölskyldumiðstöð Árborgar; beiðni um leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags.

Hreppsráð samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti, leikskólavist á Laugalandi fyrir nemanda frá Árborg gegn greiðslu viðmiðunargjalds Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

  1. Drög að reglum um aukinn stuðning við dagforeldra, dagsett 9. ágúst 2006, með vísan í lið 2.2., 67. fundar hreppsnefndar kjörtímabilið 2002 - 2006; "Lagðar fram tillögur að útfærslu á reglum um stuðning við dagforeldra og á eyðublöðum vegna umsókna um vistun og leyfi. Lögð fram tillaga um að sveitarstjóra og oddvita verði falið að yfirfara reglurnar og leggja endanlegar tillögur um reglur um stuðning við dagforeldra og eyðublöð um umsóknir fyrir börn í daggæslu í heimahúsum fyrir nýja sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða."

Hreppsráð staðfestir framlögð drög. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Félagsmálaráðuneytið, 18. júlí 2006, málefni innflytjenda hjá sveitarfélaginu.

Hreppsráð felur sveitarstjóra að gera tillögur um stefnu fyrir sveitarfélagið í málefnum innflytjenda og svara erindinu. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, beiðni um umsagnir vegna umsókna um skotelda-, vín- og matsölu- og áfengisveitingaleyfa.

Ekki eru gerðar athugasemdir hálfu hreppsráðs fyrir hönd sveitarfélagsins og því fallist á útgáfur leyfanna að því tilskyldu að öll tilskylin leyfi séu til staðar. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Eyjólfur Guðmundsson, 31. júlí 2006, boð til menntamálaráðherra um skoðunarferðir í manngerða hella í Rangárþing, erindi varðandi menntasetur í Odda og menntasetur á Laugalandi.

Hreppsráð vísar erindunum til atvinnu- og menningarmálanefndar. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Brynjar Svansson, ódagsett, erindi um lýsingu á sparkvelli á Hellu og lóðafrágang

Hreppsráð vísar erindunum til umhverfissviðs og Eignaumsjónar. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Jón Þórðarson, 27. júlí 2006, erindi um gerð vegar og bílastæðis fyrir hreyfihamlaða.

Hreppsráð vísar erindinu til Eignaumsjónar og sveitarstjóra. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Edda Önfjörð Magnúsdóttir, 31. júlí 2006, erindi um frágang á opnum grunnum og mótorhjólamál ofl.

Hreppsráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga eftir því að farið sé að reglum um öryggi á byggingarsvæðum. Varðandi erindi um mótorhjólamál þá verði stafsmönnum áhaldahúss falið að vinna að tímabundinni lausn, á meðan leitað sé framtíðarlausna í málinu.. Erindi varðandi bekki er vísað til umhverfissviðs. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Gröf, Rangárvöllum, 15. júlí 2006, staðfesting landamerkja.

Hreppsráð felur sveitarstjóra að kanna nánar landamerki Grafar og Gaddstaða. Afgreiðslu frestað. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Annað efni til kynningar:

12.1 Heilbrigðiseftirlit Suðurlands; 28. júlí 2006; reglubundið eftirlit í Laugalandslaug.

12.2 Skipulagsstofnun, 2. ágúst 2006, breytingar á aðalskipulagi v. Meiri-Tungu 1.

12.3 Skipaskoðun Íslands, 30. júní 2006, Skoðunarskýrsla leiksvæða.

12.4 Barnaverndarstofa, 28. júlí 2006, Skemmtanir um verslunarmannahelgina.

12.5 Óskar Sigurðsson, 8. ágúst 2006, um vinnureglur Íbúðalánasjóðs.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:10

Örn Þórðarson

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?