Hreppsráð Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsráðs Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laufskálum 2 á Hellu, fimmtudaginn 28. júlí 2005, kl. 13:00.
Mætt: Ingvar P. Guðbjörnsson, formaður, Viðar H. Steinarsson, Sigurbjartur Pálsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.
Formaður setti fund og stjórnaði honum.
Lögð fram tillaga að breytingu á dagskrá; við bætast nýir liðir nr. 11, 12 og 13 og færast aðrir liðir aftur sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
1.1 Félagsmálanefnd - 42. fundur 20/7´05 í 7 liðum.
Samþykkt samhljóða.
1.2 Skipulags- og bygginganefnd - 33. fundur 25/7´05 í liðunum 121-2005 til 143-2005.
Úr fundargerðinni:
Skipulagsmál:
- a) Tillaga að aðalskipulagi Rangárþings eystra 2003-2015 lögð fram.
Bókun skipulags- og bygginganefndar:
"Þar til nánari ákvrðanir hafa verið teknar varðandi virkjun vatnsbóla og vatnsverndarsvæði þeim tilheyrandi hjá Rangárþingi ytra vill skipulags- og bygginganefnd ítreka fyrri bókun sína frá 13. apríl 2005. Þar segir að skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra eru engin fjarsvæði vegna vatnsbóla í Rangárþingi eystra. Er því um mótsögn að ræða í greinagerð með aðalskipulagstillögu fyrir Rangárþing eystra sem rétt er að leiðrétta".
Staðfest samhljóða.
- b) Lögð fram tillaga að breytigu á aðalskipulagi vegna frístundabyggðar að Leirubakka.
Skipulags- og bygginganefnd leggur til að tillagan verði auglýst.
Staðfest samhljóða heimild til auglýsingar.
- c) Lögð fram tillaga að deiliskipulagi vegna frístundabyggðar að Leirubakka.
Skipulags- og bygginganefnd bendir á, að athuga þurfi nánar fyrirhugaða notkun á vegi um land Réttarness.
Hreppsráð staðfestir samhljóða heimild til auglýsingar á deiliskipulagstillögunni.
Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leyti.
1.3 Umhverfisnefnd - 31. fundur 20/7´05 í 1 lið.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
2.1 Sameiginleg barnaverndarnefnd Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Ásahrepps, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps - 38. fundur 5/7´05.
2.2 Stjórn SASS - 385. fundur 13/7´05.
2.3 Heilbrigðisnefnd Suðurlands - 77. fundur 19/7´05.
- Skólastjóri Grunnskólans á Hellu - breyting á ráðningu aðstoðarskólastjóra:
Lagt fram bréf frá skólastjóra Grunnskólans á Hellu, dagsett 25/7´05, þar sem fram kemur að Róbert G. Gunnarsson, hafi dregið til baka umsókn sína um starf aðstoðarskólastjóra Grunnskólans á Hellu. Skólastjórinn mælir því með að umsækjandinn, Steinar Tómasson, kt. 120358-3839, verði ráðinn.
Samþykkt samhljóða.
- Jón Thorarensen - umsókn um lóð:
Lögð fram umsókn frá Jóni Thorarensen, kt. 010149-7469, dagsett 21/7´05, um lóðina Bolöldu 1.
Samþykkt samhljóða.
- Lundur, hjúkrunar- og dvalarheimili - um rekstrar- og fjárhagsvanda:
Lagt fram bréf frá hjúkrunarforstjóra Lundar, hjúkrunar- og dvalarheimilis, dagsett 21/7´05, þar sem fram kemur að um mikinn rekstrar- og fjárhagsvanda heimilisins sé að ræða og óskað er eftir hækkun á yfirdráttarheimild um kr. 5-10.000.000 til stjórnar Lundar.
Hreppsráð samþykkir samhljóða að gangast í ábyrð ef stjórn Lundar samþykkir að sækjast eftir aukinni yfirdráttarheimild sem nemur 5-10 m. kr.
- Fasteignamat ríkisins - um endurmat sumarbústaða og sumarbústaðalóða:
Lagt fram bréf frá Fasteignamati ríkisins, dagsett 12/7´05, þar sem fram koma niðurstöður endurmats á sumarbústöðum og sumarbústaðalóðum.
Til kynningar.
- Samráðshópur Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Ásahrepps:
Lögð fram fundargerð, dagsett 28/4´05, um Töðugjöld og reiðvegi.
Lögð fram tillaga um hlutfall mótframlags sveitarfélaga vegna uppbyggingar reiðvega og bréf til LH um fyrirkomulag þessara mála.
Ingvar Pétur víkur af fundi vegna vanhæfis og tekur Sigurbjartur við stjórn fundarinns og Valtýr Valtýsson tekur sæti á fundinum.
Lagt er til að 2. liður fundargerðarinnar verði staðfestur og oddvita og sveitarstjóra verði falið að senda LH bréf í samráði við sveitarstjórnir Rangárþings eystra og Ásahrepps.
Samþykkt samhljóða.
Valtýr víkur af fundi og Ingvar Pétur tekur aftur við stjórn fundarinns.
- Ríkislögreglustjóri - æfing á viðbrögðum við eldgosum:
Lagt fram bréf frá Ríkislögreglustjóra, dagsett 14/7´05, þar sem óskað er eftir tilnefningu tengiliðs við almannavernardeild ríkislögreglustjóra vegna æfingarinnar "Bergrisans" sem snýst um viðbrögð við eldgosum.
Lagt er til að tilnefna Ólaf E. Júlíusson fulltrúa Rangárþings ytra í almannavarnarnefnd Rangárvallasýslu sem tengilið við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Samþykkt samhljóða.
- Ráðning sviðsstjóra Stjórnsýslusviðs:
Sveitarstjóri lagði fram tillögu um að fela Hagvangi ehf. að sjá um auglýsingar, móttöku umsókna, viðtöl við umsækjendur og tillögugerð vegna stöðu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs Rangárþings ytra.
Samþykkt samhljóða.
- Ómar Grétarsson, f.h. Merkikertanna - umsókn um uppsetningu á hliði:
Lagt fram bréf frá Ómari Grétarssyni, dagsett 8/7´05, þar sem sótt er um að sett verði upp hlið og vegurinn að sumarbústaðalóðum í landi Merkihvols verði lagfærður.
Erindinu vísað til Umhverfissviðs/stjórnar Eignaumsjónar til umfjöllunar og tillögugerðar.
- Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur – Rallýkeppni 18-20/8´05:
Lagt fram bréf frá Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur, dagsett 26/7´05, þar sem sótt er um heimild til að halda rallý keppni að hluta á vegum sveitarfélagsins dagana 18.-20/8´05. Vegirnir eru sem hér segir: Dómadalsleið, Hekluvegur eystri, Skógshraun og vegur með Tungná frá Frostastaðavatni að Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum.
Hreppsráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða Rallýkeppni með fyrirvara um að vegir verði færðir í sama horf og þeir eru í fyrir keppni.
- Anders Hansen og Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir- afnot af vegi í landi
Réttarness:
Lagt fram bréf frá Anders Hansen og Valgerði Kr. Brynjólfsdóttur, dagsett 20/7´05, þar sem óskað er eftir leyfi eigenda Réttarness fyrir því að aðkoma að frístundabyggð í landi Leirubakka verði frá Réttarnessvegi.
Lagt er til að vísa umsókninni til Umhverfissviðs/stjórnar Eignaumsjónar og samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps til umfjöllunar og tillögugerðar.
Samþykkt samhljóða.
- Sviðsstjóri Umhverfissviðs – malbikun í Öldum II:
Lagt fram bréf frá sviðsstjóra Umhverfissviðs, dagsett 26/7´05, þar sem óskað er eftir heimild til að flýta malbikunarframkvæmdum í Öldum II. til haustsins 2005. Um er að ræða verk upp á kr. 8.234.500, skv. lið 6 í tilboðsskrá verkefnisins "Öldur II".
Lagt er til að áætluðum kostnaði verði vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun og heimiluð lántaka ásins verði hækkuð sem nemur framkvæmdakostnaði.
Samþykkt samhljóða.
- Fundir hreppsráðs í ágúst.
Hreppsráð samþykkir samhljóða að vegna orlofstöku í ágústmánuði verði fundi hreppsráðs sem áætlaður var 11. ágúst n.k. frestað.
- Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
15.1 Sjálfsbjörg 8/7´05 - umsókn um styrk.
Hreppsráð sér sér ekki fært að verða við umsókninni.
15.2 Umhyggja - tímarit langveikra barna 21/7´05 - umsókn um styrk.
Hreppsráð sér sér ekki fært að verða við umsókninni.
- Annað efni til kynningar:
16.1 Nytjaleyfissamningur um Landgagnasafn Hnits hf.
16.2 Umhverfisstofnun 11/7´05 - um breytingu á farvegi Helliskvíslar.
16.3 Umhverfisstofnun 15/7´05 - um stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaaðstöðu í gámi fyrir
skálaverði FÍ í Landmannalaugum.
16.4 Menntamálaráðuneytið 25/7´05 - upplýsingar um íþróttakennslu í grunnskólum
2003-2004.
16.5 Kristján S. Baldursson 8/7´05 - tilkynning um nýja stjórn Sumarbústaðafélags
Kettlubyggðar.
16.6 Sýslumaðurinn á Hvolsvelli - tilkynningar um afsöl, kaupsamninga og
yfirlýsingar varðandi eignir.
Vísað er til fundargagna um upplýsingar varðandi viðkomandi eignabreytingar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:30.
Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.