62. fundur 24. febrúar 2005

Hreppsráð Rangárþings ytra

Fundargerð

 

 

  1. fundur hreppsráðs Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laufskálum 2 á Hellu, fimmtudaginn 24. febrúar 2005, kl. 08:30.

 

Mætt: Ingvar Pétur Guðbjörnsson, formaður, Sigurbjartur Pálsson, Viðar H. Steinarsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri og Ingibjörg Gunnarsdóttir, sem ritar fundargerð.

 

Formaður setti fund og stjórnaði honum.

 

Lögð fram tillaga að breytingu á dagskrá; við bætast liðir 1.1 og 6.2 og nýr 11. og 12. liður og færast aðrir liðir aftur sem því nemur. Einnig bætist við liður 15.7.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

1.1 Samráðsnefnd um Holtamannaafrétt, 9. fundur 18/2 2005.

-Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Holtamannaafréttar - vísað til sveitarstjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps til staðfestingar.

 

Samþykkt að vísa lið 4 í fundargerðinni varðandi aðalskipulag Holtamannaafréttar

til skipulags- og bygginganefndar Rangárþings ytra til umfjöllunar og lokaafgreiðslu.

 

Samþykkt að vísa fundargerðinni að öðru leyti til hreppsnefndar.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

2.1 Sameiginleg barnaverndarnefnd - 33. fundur 9/2´05, í 4 liðum.

2.2 Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 720. fundur 10/12´04 í 15 liðum og

  1. fundur 24/1´05 í 28 liðum.

2.3 Heilbrigðisnefnd Suðurlands - 72. fundur 15/2´05 í 4 liðum.

2.4 Stjórn húsakynna bs. - fundur 19/2´05 í 6 liðum.

2.5 Stjórn SASS - 382. fundur 17/2´05 í 17 liðum.

 

  1. Handverkshúsið á Hellu - staðsetning upplýsingamiðstöðvar:

3.1 Lagt fram bréf frá stjórn handverkshússins á Hellu, dagsett 11/2´05, varðandi staðsetningu upplýsingamiðstöðvar á Hellu, 2005.

 

Afgreiðslu erindisins frestað, málefnið er í vinnslu hjá atvinnu- og ferðamálanefnd. Formanni atvinnu- og ferðamálanefndar falið að ræða við oddvita Ásahrepps um afstöðu Ásahrepps til staðsetningar upplýsingamiðstöðvarinnar.

 

  1. Enduro nefnd Vélhjólaíþróttaklúbbsins:

Lagt fram bréf frá Enduro nefnd Vélhjólaíþróttaklúbbsins, dagsett 11/2´05, þar sem sótt er um heimild fyrir Enduro keppni 14/5´05.

 

Hreppsráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða Enduro keppni með fyrirvara um samþykki landeigenda og löggæslu.

  1. Þráðlaust Internet í Rangárþingi ytra:

Lögð fram drög að tilboðum frá eMax ehf, dagsett 5/2´05 og Tölvun ehf, dagsett 10/2´05, um þráðlaust Internet í Rangárþingi ytra.

 

Ákvörðun um málið frá fundi hreppsráðs 10. febrúar sl. afturkölluð.

Samþykkt samhljóða að fyrirliggjandi tilboð verði skoðuð betur og ítarlegri upplýsinga aflað. Einnig að kallað verði eftir upplýsingum sem varða áskrifendur.

  1. Margrét Eggertsdóttir:

Lagt fram bréf frá Margréti Eggertsdóttur, dagsett 3/2´05, þar sem óskað er eftir skýringum á kostnaði vegna leita á Landmannaafrétti.

 

Lögð fram tillaga að svari til Margrétar Eggertsdóttur.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Moltukassar við fyrrum Þykkvabæjarskóla:

 

Sveitarstjóra heimilað að ráðstafa moltukössum sem eru við Þykkvabæjarskóla.

 

  1. Umsókn um flutning á milli skólahverfa:

Lögð fram umsókn um flutning nemanda fæddan árið 1992 frá Grunnskólanum á Hellu í Laugalandsskóla.

 

Hreppsráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn samhljóða.

 

  1. Skipulagsstofnun - mat á umhverfisáhrifum vegna moltugerðar í Þykkvabæ:

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 17/2´05, þar sem óskað er eftir áliti sveitarstjórnar á því hvort þörf er fyrir mat á umhverfisáhrifum vegna moltugerðar í Þykkvabæ.

 

Samþykkt að senda málið til Umhverfissviðs Rangárþings ytra til umfjöllunar og tillögugerðar.

 

  1. Götusmiðjan - umsókn um breytingu á álögðum fasteignaskatti 2004:

Lagt fram bréf frá Götusmiðjunni, dagsett 16/2´05, þar sem óskað er eftir breytingu á álögðum fasteignagjöldum fyrir árið 2004.

 

Hreppsráð samþykkir að breyta álögðum fasteignagjöldum vegna ársins 2004 til samræmis við breytta notkun húsanna sbr. samþykkt skipulags- og bygginganefndar í janúar 2005.

 

  1. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli 18/2 2005.

Óskar eftir umsögn vegna umsóknar um leyfi fyrir Kristján X. veitingahús, veisluþjónusta og skemmtistaður.

Hreppsráð gerir ekki athugasemd við að umbeðið leyfi verði veitt.

  1. Umsögn um sölu á þremur landspildum úr landi Stóru-Valla.

Undirritaðir aðilar Óðinn Pálsson, kt. 070227-4289 í samningi þessum nefndur seljandi, og Guðmundur Þór Þórhallsson, kt. 190763-4639, Óskar Friðbjörnsson, kt. 230162-3369 og Jón Auðunn Kristinsson, kt. 060450-2509 í samningi þessum nefndir kaupendur gera með sér samning um að kaupa spildu úr landi Stóru-Valla, landnúmer 200569.

 

Undirritaðir aðilar Óðinn Pálsson, kt. 070227-4289 í samningi þessum nefndur seljandi, og Ásgeir Sigtryggsson, kt. 150246-2619 og Heiða Theodors Kristjánsdóttur, kt. 040356-5929 í samningi þessum nefndir kaupendur gera með sér samning um kaup á landspildu úr landi Stóru-Valla, landnúmer 200570.

 

Undirritaðir aðilar Óðinn Pálsson, kt. 070227-4289 í samningi þessum nefndur seljandi, og Árni Páll Hafsteinsson, kt. 110268-3439 og Lilja Þorkelsdóttir, kt. 120471-2959 í samningi þessum nefndir kaupendur gera með sér svohljóðandi samning um kaup á landspildu úr landi Stóru-Valla, landnúmer 200571.

 

Hreppsráð gerir ekki athugasemd við sölu framgreindra spilda.

  1. Trúnaðarmálefni.

Fært í trúnaðarmálabók.

  1. Starfsmannamálefni.

Bréf dagsett 14. febrúar 2005 frá Önnu Lilju Torfadóttur, þar sem hún segir starfi sínu lausu sem leikskólastjóri Heklukots, með þriggja mánaða fyrirvara frá og með 1. apríl n.k.

 

Samþykkt að fela sveitarstjóra og fræðslunefnd að huga að ráðningu í starfið.

 

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:

15.1 FÍUM 16/2´05 - boð á málþing um stefnu og þróun í meðferðarmálum á Íslandi.

15.2 Samband íslenskra sveitarfélaga 14/2´05 - boðun á 19. landsþing 18/3´05.

15.3 Nemendur Garðyrkjuskólans á Reykjum 16/2´05 - umsókn um styrk.

Hreppsráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

15.4 SÍBS blaðið 17/2´05 - umsókn um styrk.

Hreppsráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

15.5 Línuhönnun hf. 14/2´05 - kynning á þjónustu við úrbætur á leiksvæðum.

15.6 Landssamtökin Hjartaheill 14/2´05 - umsókn um styrk.

Hreppsráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

15.7 Rauði kross Íslands 22/2 2004 - umsókn um styrk.

Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 5.000.-

  1. Annað efni til kynningar:

16.1 Tafla yfir áætlaðar úthlutanir Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á

útgjaldajöfnunarframlögum árið 2005 - Suðurland.

16.2 Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum 9/2´05 - fundargerðir og eyðublað

v/umsóknar um styrk til jarðhitaleitar.

16.3 Iðnnemasamband Íslands 16/2´05 - tilmæli vegna leikskólakostnaðar námsfólks.

16.4 Vegagerðin 14/2´05 - svar við beiðni um samstarf við gerð og uppsetningu

upplýsingaskilta.

16.5 Vegagerðin 15/2´05 - svar við umsókn um styrk og aðstoð vegna brúar yfir

Eystri-Rangá.

16.6 Orkuveita Reykjavíkur 16/2´05 - um reikninga og gjaldskrá.

16.7 Landsvirkjun 12/2´05 - bæklingur um "Umhverfið í okkar höndum".

16.8 Heilbrigðisnefnd Suðurlands 17/2´05 - samþykki við gjaldskrá um sorphirðu og

meðhöndlun úrgangs.

16.9 Sýslumaðurinn á Hvolsvelli - tilkynningar um afsöl, kaupsamninga og

yfirlýsingar varðandi eignir.

 

Vísað er til fundargagna um upplýsingar varðandi viðkomandi

eigendabreytingar.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:00.

 

Ingibjörg Gunnarsdóttir, ritari.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?