Hreppsráð Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsráðs Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laufskálum 2 á Hellu, fimmtudaginn 27. janúar 2005, kl. 08:30.
Mætt: Sigurbjartur Pálsson, Viðar H. Steinarsson, Engilbert Olgeirsson, varamaður Ingvars P. Guðbjörnssonar, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.
Sigurbjartur, varaformaður hreppsráðs, setti fund og stjórnaði honum.
Lögð fram tillaga að breytingu á dagskrá; viðbót við lið 1.1 og nýr liður 11.7.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
1.1 Atvinnu- og ferðamálanefnd - 21. fundur 19/1´05, sem er í 2 liðum.
Lagt fram bréf frá atvinnu- og ferðamálanefnd, dagsett 20/1´05, um niðurstöður nefndarinnar varðandi rekstur upplýsingamiðstöðvar árið 2005.
Lagt fram bréf frá stjórn Heklu handverkshóps, dagsett 24/1´05, með beiðni um frestun á ákvörðun um staðsetningu og rekstur upplýsingamiðstöðvar árið 2005.
Einnig bætast við tvö bréf frá Atvinnu- og ferðamálafulltrúa Rangárþings og Mýrdals, móttekin 27/1´05, varðandi staðsetningu upplýsingamiðstöðvar á Hellu.
Lagt er til að afgreiðslu á fundargerðinni og erindunum verði frestað og atvinnu- og ferðamálanefnd Rangárþings ytra verði falið að taka framtíðar staðsetningu upplýsingarmiðstöðvarinnar upp aftur til umfjöllunar og afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
2.1 Sameiginleg barnaverndarnefnd - 32. fundur 11/1´05, sem er í 3 liðum.
2.2 Stjórn Strandarvallar ehf. - 9. fundur 19/12´04, sem er í 6 liðum.
2.3 Félagsmálanefnd - 36. fundur 20/1´05, sem er í 4 liðum.
2.4 Heilbrigðisnefnd Suðurlands - 71. fundur 18/1´05, sem er í 10 liðum.
- Gatnagerðargjöld - álögur og erindi:
Lagt fram til kynningar yfirlit um útreiknuð gatnagerðargjöld á nokkra aðila á Hellu vegna nýbygginga og viðbygginga.
Lagt er til að sveitarstjóri móti vinnureglur varðandi beitingu ákvæða gjaldskrár um gatnagerðargjöld og leggi þær fram til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
Reykjagarður hf. 20. desember 2004: Umókn um niðurfellingu hluta af álögðum gatnagerðargjöldum vegna Dynskála 44-46 og lengdan greiðslufrest.
Hreppsráð samþykkir samhljóða heimild til sveitarstjóra til þess að semja við Reykjagarð hf. um lengdan greiðslufrest. Hreppsráð sér sér ekki fært að verða við umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda.
- Lundur - ábyrgð:
Lagt fram bréf frá Lundi, hjúkrunar- og dvalarheimili, dagsett 17/1´05, þar sem óskað er eftir endurnýjun á ábyrgð vegna yfirdráttar á tékkareikningi Lundar við KB banka.
Samþykkt samhljóða að veita sveitarstjóra heimild til að árita tryggingavíxil, f.h. Rangárþings ytra, vegna yfirdráttaheimildar Lundar, hjúkrunar- og dvalarheimilis við KB banka, að upphæð kr. 20.000.000.
- Samvinnunefnd um miðhálendið - auglýsing:
Lagt fram bréf frá Samvinnunefnd um miðhálendi Íslands, dagsett 128/1´05, þar sem óskað er eftir leyfi til að auglýsa á skrifstofu Rangárþings ytra, breytingu á Svæðaskipulagi miðhálendis Íslands 2015, svæðið sunnan Hofsjökuls.
Lagt er til að heimilt verði að tillagan liggi frammi á skrifstofu Rangárþings ytra, til kynningar.
Samþykkt samhljóða.
Lagt er til að tillaga að breytingu á Svæðisskipulag Miðhálendisins verði vísað til umhverfissviðs Rangárþings ytra til umsagnar og tillögugerðar.
Samþykkt samhljóða.
- Jarðgöng til Vestmannaeyja:
6.1 Lagt fram bréf frá Ægisdyrum, dagsett 17/1´05, þar sem óskað er eftir fundi með sveitarstjórnum Rangárþings ytra og Rangárþings eystra.
Sveitarstjóra falið að kanna möguleika á að koma á fundi við Ægisdyr, f.h. Rangárþings ytra.
6.2 Lögð fram fréttatilkynning frá Árna Johnsen og félaga, dagsett 20/1´05, varðandi kostnað við gerð jarðganga til Vestmannaeyja.
Til kynningar.
- Lögmenn Suðurlandi - aðild að samningi við Intrum:
Lagt fram bréf frá Lögmönnum Suðurlandi, dagsett 19/1´05, varðandi aðild að samningi við Intrum.
Samþykkt samhljóða að benda Lögmönnum Suðurlandi á að ræða við Intrum um aðild þeirra.
- Maja Siska og Páll S. Jónsson - áform um stofnun nýbýla:
Lagt fram bréf frá Maju Siska, dagsett 6/1´05, þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar til landbúnaðarráðuneytisins um stofnun nýbýlisins "Skinnhúfu" úr landi Kvíarholts.
Lagt fram bréf frá Páli S. Pálssyni, dagsett 6/1´05, þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar til landbúnaðarráðuneytisins um stofnun nýbýlisins "Norðurness" úr landi Kvíarholts
Lagt er til að afgreiðslu erindanna verði frestað og óskað verði nánari upplýsinga varðandi upprekstrarrétt, námuréttindi og veiðihlunnindi, sem nú tilheyra jörðinni Kvíarholti.
Samþykkt samhljóða.
- Barnaverndarnefnd Fjarðarbyggðar - umsókn um skólavist:
Lögð fram beiðni frá Fjarðarbyggð um námsvist í Grunnskólanum á Hellu á vorönn 2004-2005 fyrir nemanda fæddan 1996. Greiddur verði kostnaður í samræmi við viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Samþykkt samhljóða.
- Eyjólfur Guðmundsson - um verðurfregnir og vínbúð á Hellu:
Lagt fram bréf frá Eyjólfi Guðmundssyni, dagsett 21/1´05, varðandi lestur veðurfregna í Ríkisútvarpinu og opnun vínbúðar á Hellu.
Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að þakka góðar ábendingar.
Samþykkt samhljóða.
- Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
11.1 Skipulagsstofnun 12/1´05 - málþing um samráð við skipulag og mat á
umhverfisáhrifum 29/1´05.
Til kynningar.
11.2 Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi og Sjálfsbjörg 21/1´05 - málþing
um ferlimál fatlaðra 24/2´05.
Til kynningar.
- Umsókn um námsstyrk 17/1´05.
Hreppsráð sér sér ekki fært að verða við erindinu þar sem styrkir til námsmanna hafa ekki verið veittir á þessu sviði af hálfu sveitarfélagsins.
11.4 Landssamtökin Hjartaheill 17/1´05 - umsókn um styrk.
Hreppsráð sér sér ekki fært að verða við umsókninni.
11.5 Karlakór Rangæinga 19/1´05 - umsókn um styrk.
Samþykkt samhljóða að veita styrk á móti reikningi vegna aðventutónleika, kr. 54.000.
Sveitarstjóra falið að móta og leggja fram tillögu að vinnureglum varðandi afnot menningarsamtaka af samkomuhúsum í eigu sveitarfélagsins.
11.6 Samkór Selfoss 20/1´05 - umsókn um styrk.
Hreppsráð sér sér ekki fært að verða við umsókninni.
11.7 Byrgið 25/1´05 - umsókn um styrk.
Hreppsráð sér sér ekki fært að verða við umsókninni.
- Annað efni til kynningar:
12.1 Samband íslenskra sveitarfélaga 14/1´05 - um skil á upplýsingum í
Upplýsingaveitu sveitarfélaga.
12.2 Félagsmálaráðuneytið/Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 11/1´05 - um útgjalda- og
tekjujöfnunarframlög.
12.3 Fráveitunefnd 13/1´05 - um úthlutanir á styrkjum vegna fráveituframkvæmda.
12.4 Lánasjóður sveitarfélaga 20/1´05 - kynning á breytingum með nýrri löggjöf um
sjóðinn.
12.5 Lánasjóður sveitarfélaga 12/1´05 - ný lög um lánasjóðinn með breyttri aðild
sveitarfélaganna.
12.6 Heilbrigðisnefnd Suðurlands 19/1´05 - samþykki við gjaldskrá 2005 um
hundahald í Rangárþingi ytra.
12.7 Heilbrigðisstofnun Suðurlands 20/1´05 - um sameiningu heilbrigðisstofnana á
Suðurlandi.
12.8 Sýslumaðurinn á Hvolsvelli - tilkynningar um afsöl, kaupsamninga og
yfirlýsingar varðandi eignir.
Vísað er til fundargagna um upplýsingar varðandi viðkomandi
eigendabreytingar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:30.
Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.