Hreppsráð Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsráðs Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laufskálum 2 á Hellu, fimmtudaginn 27. maí 2004, kl. 13:00.
Mætt: Sigurbjartur Pálsson, Valtýr Valtýsson, Viðar H. Steinarsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.
Sigurbjartur setti fund og stjórnaði honum.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
1.1 Stjórn Eignaumsjónar - 14. fundur 21/5´04, sem er í 9 liðum.
1.1.1 Lagt fram bréf frá Eignaumsjón, dagsett 25/5´04, þar sem sagt er frá drögum að samningi við Kjartan R. Erlingsson, um leigu á eldhúsinu í Hellubíói 10/6-15/8´04.
1.1.2 Lagt fram bréf frá Eignaumsjón, dagsett 25/5´04, þar sem sagt er frá afstöðu til framtíðar Hellubíós.
1.1.3 Lagt fram bréf frá Eignaumsjón, dagsett 25/5´04, þar sem óskað er eftir fjárheimildum til nýrra verkefna sem ráðast þarf í á árinu 2004.
1.1.4 Lagt fram bréf frá Eignaumsjón, dagsett 25/5´04, þar sem sagt er frá drögum að samningi við Húsakynni bs. um kaup á 7 íbúðum í eigu Eignaumsjónar.
Lögð fram tillaga Húsakynna bs. um kaup á eftirtöldum eignum: Tjarnarbakka, Tjarnarflöt, Kirkjuhvoli, Giljatanga 1, Giljatanga 3, Giljatanga 5 og Giljatanga 7.
Fundargerðinni og fylgigögnum vísað til hreppsnefndar.
1.2 Samráðsnefnd sveitarstjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps - 6. fundur 24/5´04, sem er í 5 liðum.
Lögð fram drög að samningum við Úrlausnir ehf. og Heklu handverkshóp um rekstur upplýsingamiðstöðvar á Hellu.
Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Úrlausnir ehf. Jafnframt er því beint til atvinnu- og ferðamálafulltrúa að vinna nánar að hugmyndum um staðsetningu upplýsingamiðstöðvar í húsnæði Heklu handverkshóps fyrir ferðamannatímabilið 2005.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
1.3 Skipulags- og byggingarnefnd - 23. fundur 24/5´04, liðir 077-2004 til 107-2004.
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi jarðarinnar Galtalæk.
Samþykkt samhljóða að heimila auglýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulag á Galtalæk 2.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
2.1 Fræðslunefnd - 30. fundur 13/5´04, sem er í 5 liðum.
2.2 Félagsmálanefnd - 29. fundur 17/5´04, sem er í 6 liðum.
2.3 Sameiginleg barnaverndarnefnd - 21. fundur 11/5´04, sem er í 6 liðum og 22. fundur, 11/5´04, sem er vinnufundur vegna ársskýrslu nefndarinnar.
2.4 Skólanefnd Tónlistarskóla Rangæinga - 98. fundur 17/5´04, sem er í 12 liðum.
2.5 Byggingarnefnd FSu - 16. fundur 18/5´04, sem er í 3 liðum.
2.6 Bókasafnið að Laugalandi - 21/5´04, sem er í 6 liðum.
- Eignaval ehf. - sala á spildum úr landi Svínhaga:
Lagt fram bréf frá Eignavali, dagsett 11/5´04, þar sem óskað er eftir samþykki á sölu á 8 spildum úr landi Svínhaga.
Kaupandi á spildum nr. Rs-13, Rs-14, Rs-15, Rs-16 og Rs-17, sem hafa landnúmerin 196026, 196027, 196028, 196029 og 196030 er Ísbarr ehf., kt. 540394-2459.
Kaupendur á spildum nr. Rs-4, Rs-5 og Rs-6, sem hafa landnúmer 196017, 196018 og 196019 eru Sigurður Haukdal, kt. 141230-7519 og Anna Elín Haukdal, kt. 100731-3639
Seljandi spildnanna er Heklubyggð ehf., kt. 640603-2750.
Hreppsráð gerir ekki athugasemdir við sölurnar og fallið er frá forkaupsrétti.
- MasterCard-Kreditkort hf. - tilboð um starfssamning:
Lögð fram drög að samstarfssamningi við MasterCard-Kreditkort hf. um innheimtu á boðgreiðslum fyrir gjöld til sveitarsjóðs.
Samþykkt samhljóða.
- Skeiða- og Gnúpverjahreppur - aðalskipulagstillaga til kynningar:
Lögð fram tillaga að aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar til umfjöllunar og umsagnar.
- Vegagerðin - óformleg tilmæli um fulltrúa í samráðsnefnd til að móta tillögur um legu Þjóðvegar 1 og hringtorgs á Hellu:
Samgöngunefnd falið að móta tillögur í samsvinnu við Vegagerðina um legu Þjóðavegar 1 um Hellu og hringtorg við Þrúðvang og Langasand.
- Forsetakosningar 2004 - fjöldi kjördeilda:
Samþykkt samhljóða að ein kjördeild verði í Rangárþingi ytra við forsetakosningar 2004 og hún verði staðsett í Grunnskólanum á Hellu.
- Umsóknir um lóðir á Hellu:
8.1 Guðmundur Jónsson 6/5´04 - umsókn um Hraunöldu 2.
Umsókninni hafnað þar sem lóðinni hefur verið úthlutað og lóðarhafi hefur sótt um byggingaleyfi á lóðinni.
8.2 Rangá ehf. 24/5´04 - umsókn um Bogatún 3-5, 7-9 og 11-13.
Samþykkt samhljóða.
- Félagsmiðstöðin á Hellu - hugmyndir um leigu á hluta af Dynskálum 8.
Sveitarstjóri skýrði frá lauslegum hugmyndum sem fram hafa komið um stærð húsnæðis og leigufjárhæð.
Til kynningar.
- Starfsmannamál.
Erindi frá skólastjóra Þykkvabæjarskóla varðandi fartölvur í eigu skólans. Óskað er eftir því að handhafar fartölvanna fái þær til eignar.
Erindið samþykkt samhljóða með þökkum fyrir áralangt gott starf í þágu Þykkvabæjarskóla.
- Trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.
- Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
12.1 Hönnun hf. 19/5´04 - athygli vakin á reynslu Hönnunar hf. við gerð sparkvalla.
12.2 SÁÁ 17/5´04 - umsókn um styrk.
Samþykkt samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 5.000.-.
- Annað efni til kynningar:
13.1 Menntamálaráðuneytið 13/5´04 - um auglýsingar í grunnskólum.
13.2 Veiðifélag Ytri-Rangár - efni frá aðalfundi 22/5´04.
13.3 Fræðslunet Suðurlands - ársskýrsla fyrir árið 2003.
- Umsókn um styrk úr Styrkvegasjóði:
Lögð fram drög að bréfi, dagsett 25/5´04, með umsókn um styrk til Styrkvegasjóðs til að ljúka uppbyggingu á vegi að Gaddstaðaflötum.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30.
Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.