45. fundur 27. maí 2004

Hreppsráð Rangárþings ytra

Fundargerð

 

 

  1. fundur hreppsráðs Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laufskálum 2 á Hellu, fimmtudaginn 27. maí 2004, kl. 13:00.

 

Mætt: Sigurbjartur Pálsson, Valtýr Valtýsson, Viðar H. Steinarsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.

 

Sigurbjartur setti fund og stjórnaði honum.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

1.1 Stjórn Eignaumsjónar - 14. fundur 21/5´04, sem er í 9 liðum.

 

1.1.1 Lagt fram bréf frá Eignaumsjón, dagsett 25/5´04, þar sem sagt er frá drögum að samningi við Kjartan R. Erlingsson, um leigu á eldhúsinu í Hellubíói 10/6-15/8´04.

 

1.1.2 Lagt fram bréf frá Eignaumsjón, dagsett 25/5´04, þar sem sagt er frá afstöðu til framtíðar Hellubíós.

 

1.1.3 Lagt fram bréf frá Eignaumsjón, dagsett 25/5´04, þar sem óskað er eftir fjárheimildum til nýrra verkefna sem ráðast þarf í á árinu 2004.

 

1.1.4 Lagt fram bréf frá Eignaumsjón, dagsett 25/5´04, þar sem sagt er frá drögum að samningi við Húsakynni bs. um kaup á 7 íbúðum í eigu Eignaumsjónar.

 

Lögð fram tillaga Húsakynna bs. um kaup á eftirtöldum eignum: Tjarnarbakka, Tjarnarflöt, Kirkjuhvoli, Giljatanga 1, Giljatanga 3, Giljatanga 5 og Giljatanga 7.

 

Fundargerðinni og fylgigögnum vísað til hreppsnefndar.

 

1.2 Samráðsnefnd sveitarstjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps - 6. fundur 24/5´04, sem er í 5 liðum.

 

Lögð fram drög að samningum við Úrlausnir ehf. og Heklu handverkshóp um rekstur upplýsingamiðstöðvar á Hellu.

 

Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Úrlausnir ehf. Jafnframt er því beint til atvinnu- og ferðamálafulltrúa að vinna nánar að hugmyndum um staðsetningu upplýsingamiðstöðvar í húsnæði Heklu handverkshóps fyrir ferðamannatímabilið 2005.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

1.3 Skipulags- og byggingarnefnd - 23. fundur 24/5´04, liðir 077-2004 til 107-2004.

 

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi jarðarinnar Galtalæk.

 

Samþykkt samhljóða að heimila auglýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulag á Galtalæk 2.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

2.1 Fræðslunefnd - 30. fundur 13/5´04, sem er í 5 liðum.

2.2 Félagsmálanefnd - 29. fundur 17/5´04, sem er í 6 liðum.

2.3 Sameiginleg barnaverndarnefnd - 21. fundur 11/5´04, sem er í 6 liðum og 22. fundur, 11/5´04, sem er vinnufundur vegna ársskýrslu nefndarinnar.

2.4 Skólanefnd Tónlistarskóla Rangæinga - 98. fundur 17/5´04, sem er í 12 liðum.

2.5 Byggingarnefnd FSu - 16. fundur 18/5´04, sem er í 3 liðum.

2.6 Bókasafnið að Laugalandi - 21/5´04, sem er í 6 liðum.

  1. Eignaval ehf. - sala á spildum úr landi Svínhaga:

Lagt fram bréf frá Eignavali, dagsett 11/5´04, þar sem óskað er eftir samþykki á sölu á 8 spildum úr landi Svínhaga.

Kaupandi á spildum nr. Rs-13, Rs-14, Rs-15, Rs-16 og Rs-17, sem hafa landnúmerin 196026, 196027, 196028, 196029 og 196030 er Ísbarr ehf., kt. 540394-2459.

Kaupendur á spildum nr. Rs-4, Rs-5 og Rs-6, sem hafa landnúmer 196017, 196018 og 196019 eru Sigurður Haukdal, kt. 141230-7519 og Anna Elín Haukdal, kt. 100731-3639

Seljandi spildnanna er Heklubyggð ehf., kt. 640603-2750.

 

Hreppsráð gerir ekki athugasemdir við sölurnar og fallið er frá forkaupsrétti.

 

  1. MasterCard-Kreditkort hf. - tilboð um starfssamning:

Lögð fram drög að samstarfssamningi við MasterCard-Kreditkort hf. um innheimtu á boðgreiðslum fyrir gjöld til sveitarsjóðs.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Skeiða- og Gnúpverjahreppur - aðalskipulagstillaga til kynningar:

Lögð fram tillaga að aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

 

Vísað til skipulags- og byggingarnefndar til umfjöllunar og umsagnar.

 

  1. Vegagerðin - óformleg tilmæli um fulltrúa í samráðsnefnd til að móta tillögur um legu Þjóðvegar 1 og hringtorgs á Hellu:

 

Samgöngunefnd falið að móta tillögur í samsvinnu við Vegagerðina um legu Þjóðavegar 1 um Hellu og hringtorg við Þrúðvang og Langasand.

 

  1. Forsetakosningar 2004 - fjöldi kjördeilda:

 

Samþykkt samhljóða að ein kjördeild verði í Rangárþingi ytra við forsetakosningar 2004 og hún verði staðsett í Grunnskólanum á Hellu.

 

  1. Umsóknir um lóðir á Hellu:

8.1 Guðmundur Jónsson 6/5´04 - umsókn um Hraunöldu 2.

 

Umsókninni hafnað þar sem lóðinni hefur verið úthlutað og lóðarhafi hefur sótt um byggingaleyfi á lóðinni.

 

8.2 Rangá ehf. 24/5´04 - umsókn um Bogatún 3-5, 7-9 og 11-13.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Félagsmiðstöðin á Hellu - hugmyndir um leigu á hluta af Dynskálum 8.

Sveitarstjóri skýrði frá lauslegum hugmyndum sem fram hafa komið um stærð húsnæðis og leigufjárhæð.

 

Til kynningar.

 

  1. Starfsmannamál.

Erindi frá skólastjóra Þykkvabæjarskóla varðandi fartölvur í eigu skólans. Óskað er eftir því að handhafar fartölvanna fái þær til eignar.

 

Erindið samþykkt samhljóða með þökkum fyrir áralangt gott starf í þágu Þykkvabæjarskóla.

 

  1. Trúnaðarmál.

 

Fært í trúnaðarmálabók.

 

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:

12.1 Hönnun hf. 19/5´04 - athygli vakin á reynslu Hönnunar hf. við gerð sparkvalla.

 

12.2 SÁÁ 17/5´04 - umsókn um styrk.

 

Samþykkt samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 5.000.-.

 

  1. Annað efni til kynningar:

13.1 Menntamálaráðuneytið 13/5´04 - um auglýsingar í grunnskólum.

13.2 Veiðifélag Ytri-Rangár - efni frá aðalfundi 22/5´04.

13.3 Fræðslunet Suðurlands - ársskýrsla fyrir árið 2003.

 

  1. Umsókn um styrk úr Styrkvegasjóði:

Lögð fram drög að bréfi, dagsett 25/5´04, með umsókn um styrk til Styrkvegasjóðs til að ljúka uppbyggingu á vegi að Gaddstaðaflötum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30.

 

Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?