Hreppsráð Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsráðs Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laufskálum 2 á Hellu, fimmtudaginn 26. júní 2003, kl. 13:00.
Mætt: Sigurbjartur Pálsson, Engilbert Olgeirsson, varamaður Valtýs Valtýssonar, Viðar H. Steinarsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.
Sigurbjartur setti fundinn og stjórnaði honum.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
- a) Hálendisnefnd - 8. fundur 6/6´03, sem er í 2 liðum.
Meðfylgjandi er leigutilboð Einars Pálssonar og Steins Mássonar á eignum Rangárþings ytra að Fossi og Hungurfit, dagsett 28/5´03.
Meðfylgjandi er viljayfirlýsing um leigusamning á eignunum að Fossi og Hungurfit undirritað af Árna Þór Guðmundssyni f.h. Rangárþings ytra og Einari Pálssyni og Steini Mássyni.
Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Einar Pálsson og Stein Másson á grundvelli meðfylgjandi samningstilboðs og viljayfirlýsingar.
Einnig er meðfylgjandi erindi frá Útivist, dagsett 6/6´03, varðandi hugmyndir um framkvæmdir við Strútslaug.
Samþykkt samhljóða benda Útivist á að senda þetta erindi til nefndar um Friðland að Fjallabaki og til Umhverfisstofnunar.
- b) Umhverfisnefnd - 13. fundur 16/6´03, sem er í 4 liðum.
Hreppsráð beinir þeim tilmælum til umhverfisnefndar að umhverfisverðlaun verði einnig veitt einu fyrirtæki og einum sumarbústað í sveitarfélaginu til viðbótar tillögum nefndarinnar.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
- a) Félagsþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs. - 3. fundur 21/5´03.
- b) Félagsþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs. - 4. fundur 17/6´03.
- c) Hitaveita Rangæinga - 10. stjórnarfundur 13/6´03.
- d) Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands - 230. stjórnarfundur 12/6´03.
- Félagsmálaráðuneytið/Jöfnunarsjóður - úthlutun stofnframlags til Holtaveitu:
Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytinu/ jöfnunarsjóði, dagsett 12/5´03, þar sem fram kemur að Holtaveitunni er úthlutað stofnframlagi vegna framkvæmda á árunum 2000 og 2001, kr. 3.862.207,- með fyrirvara um að álagninarprósenta vatnsgjalds verði breytt úr 0,15% í 0,23%
Verður tekið til umfjöllunar samhliða setningu gjaldskráa og álagningarprósentu í haust.
- Tillaga að leigusamningi um aðstöðu fyrir Og-fjarskipti hf.:
Lögð fram tillaga að leigusamningi milli Rangárþings ytra og Og-fjarskipta hf. um aðstöðu í vatnsgeymi í Þykkvabæ.
Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Og-fjarskipta hf. á grundvelli meðfylgjandi samningstillögu. Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.
- Hagstofa Íslands, félagsmálaráðuneytið og KPMG - um skil á ársreikningum:
Lagt fram bréf frá Hagstofu Íslands, dagsett 10/6´03, varðandi skil á ársreikningum. Einnig bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dagsett 10/6´03, varðandi sama mál. Einnig eru lögð fram bréf frá Auðunni Guðjónssyni hjá KPMG, dagsett 11/6´03, til félagsmálaráðuneytisins og Hagstofu Íslands, þar sem gerð er grein fyrir töfum á gerð ársreiknings Rangárþings ytra fyrir árið 2002.
Til kynningar.
- Númerslausar bifreiðar og tækjaleyfar ýmis konar:
Umræður urðu um málið og því vísað áfram til hreppsnefndarfundar.
- Gatnagerð – nýr botnlangi við Bogatún og malbikun Breiðöldu og hluta Eyjasands:
Samþykkt samhljóða að leita tilboða í gerð botnlanga við Bogatún og kostnaði verði vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun.
Samþykkt samhljóða að leita tilboða í malbikun Breiðöldu og hluta Eyjasands sem er á fjárhagsáætlun.
- Námsvistun nemenda í tónlistarskólum í Reykjavík:
Rætt um nám nemenda frá Rangárþingi ytra í tónlistarskólum í Reykjavík og fyrirhugaða gjaldtöku Reykjavíkurborgar fyrir nám nemenda úr öðrum sveitarfélögum.
Einnig er lagt fram bréf frá Félagi tónlistarskólakennara, dagsett 18/6´03, varðandi ákvörðun Reykjavíkurborgar.
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til hreppsnefndarfundar.
- Sandgerðisbær - umsókn um skólavist fyrir grunnskólanema:
Lagt fram bréf frá Sandgerðisbæ, dagsett 13/6´03, þar sem óskað er eftir skólavist fyrir barn við Grunnskólann á Hellu.
Samþykkt samhljóða að verða við beiðninni með fyrirvara um að skólastjóri Grunnskólans á Hellu sendi hreppsráði staðfestingu á samþykki sínu á vistuninni.
- Sæmundur Guðmundsson, Eyrún Óskarsdóttir og Petrína Sæmundsdóttir - umsókn um kaup á landi:
Lagt fram bréf frá Sæmundi Guðmundssyni, Eyrúnu Óskarsdóttur og Petrínu Sæmundsdóttur, dagsett 13/6´03, þar sem sótt er um kaup á spildu úr Merkihvolslandi.
Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu málsins og að hreppsnefnd kynni sér aðstæður í Merkihvolslandi.
- Kapalkerfið á Hellu - endurnýjun og viðbætur:
Lögð fram drög að kostnaði á endurbótum á kapalkerfinu á Hellu, dagsett 19/5´03.
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til hreppsnefndarfundar.
- Logi Harðarson - tillaga um umhverfismál:
Lagt fram bréf frá Loga Harðarsyni, dagsett 9/6´03, þar sem hann bendir á að fjölga mætti ruslabiðum við gönguleiðir á Hellu.
Samþykkt samhljóða að mæla með því að fleiri ruslabiður verði settar upp.
- Kringlu- og sleggjukastsbúnaður - áætlun kostnaðar:
Lögð fram áætlun um kostnað við uppsetningu kringlu- og sleggjukastsbúnaðar og gerð tveggja sparkvalla.
Samþykkt samhljóða að hefja undirbúning verksins á þessu fjárhagsári ef mögulegt er innan ramma fjárhagsáætlunar vegna íþróttahúss og íþróttavallar.
- Lífeyrissjóður Rangæinga - sala jarðarinnar Búðar II:
Lagt fram bréf frá Lífeyrissjóði Rangæinga, dagsett 12/6´03, þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar á sölu jarðarinnar Búðar II.
Ekki gerð athugasemd við söluna og fallið frá forkaupsrétti.
- Álagning fasteignagjalda - ósk um breytingar frá gjaldendum:
Samþykkt samhljóða að heimila sveitarstjóra að gera breytingu á álagningu fasteignagjalda á eign sem sótt er um fyrir árið 2003.
Samþykkt samhljóða að erindi vegna niðurfellingar á sorpgjaldi við sumarhús verði hafnað.
- Stofnskjöl vegna útskiptingar 2ja lóða úr landi Skarðs á Landi:
Lögð fram stofnskjöl vegna útskiptingar á 2 lóðum úr landi Skarðs á Landi, dagsett 20/11´02 og 31/3´03.
Samþykkt samhljóða að gera ekki athugasemd við stofnskjölin og skiptinguna.
- Landbúnaðarráðuneytið - spildur úr Svínhaga verði leystar úr landbúnaðarnotum:
Lagt fram bréf frá landbúnaðarráðuneytinu, dagsett 6/6´03, þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar við því að þrjár spildur skv. meðfylgjandi stofnskjölum verði leystar úr landbúnaðarnotum, sbr. 12. gr. l. nr. 65/1976.
Samþykkt samhljóða.
- Gerð heimasíðu:
Sigurbjartur gerði grein fyrir stöðu mála og að tillaga um niðurstöður útboða verði lögð fyrir næsta hreppsnefndarfund.
19: Ýmis starfsmannamál:
Samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Önnu Lilju Torfadóttur í starf leikskólastjóra við Heklukot samkvæmt umsókn hennar.
Skýrt var frá því að fræðslunefnd hafi á fundi þ. 25/6´03 mælt með ráðningu Önnu Lilju Torfadóttur.
Sveitarstjóri greindi frá því eftir hvaða launaflokki starfsmaður eignaumsjónar fái í laun, sem eru sambærileg við laun starfsmanns í áhaldahúsi, sbr. fyrirspurn á síðasta hreppsráðsfundi.
Viðar lætur bóka að hann geri athugasemd við að engin gögn fylgi með liðum 6, 7. 15, 18 og 19 á dagskrá þessa fundar.
Sveitarstjóri bendir á að leitast er við að láta gögn fylgja öllum dagskrárliðum funda sveitarstjórnar með fundarboði ef þau liggja fyrir og varði ekki t.d. persónulega einkahagi.
20: Umsókn um leyfi til áfengisveitinga:
Lögð fram umsókn frá Kjartani R. Erlingssyni um leyfi til áfengisveitinga vegna veitingahússins Kristján X.
Samþykkt samhljóða að veita leyfið.
21: Fyrirspurnir frá Eggert V. Guðmundssyni, Heimi Hafsteinssyni og Viðari H. Steinarssyni:
Fyrirspurnir dags. 23. júní 2003.
Undirritaðir fulltrúar minnihluta sveitarstjórnar í Rangárþingi ytra fara fram á svar við eftirfarandi spurningu :
Á árunum 1998-2000 var í gangi ferðamálaverkefni á vegum Rangárvallahrepps, Holta og Landsveitar, Djúpárhrepps og Ásahrepps. Til verkefnis þessa var varið um 9 milljónum króna á núvirði. Ekki hefur verið skilað lokaskýrslu verkefnisins svo vitað sé þar sem fram ætti að koma hvað gert var og í hvað fjármagnið fór. Óskað er eftir svörum um hvenær von sé á umræddri lokaskýrslu.
Samrit sent stjórn Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.
Fyrirspurnir til meirihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra, dags. 23. júní 2003.
Undirritaðir fulltrúar minnihluta sveitarstjórnar í Rangárþingi ytra fara fram á svör við eftirfarandi spurningum :
- Hver hefur kostnaður Rangáþings ytra verið við að halda úti þeim bráðabirgða vef sem Úrlausnir ehf. eru að halda úti enn þann dag í dag. Óskað er eftir upplýsingum um heildarkostnað og kostnað pr. mánuð.
- Ítrekun á fyrirspurn frá því fyrr í vetur varðandi skipan nefndar sem ætlað var að vinna að tillögu um samræmingu kjara og hlunninda starfsmanna sveitarfélagsins. Umrædd nefnd hefur enn ekki komið saman. Hvernig stendur á því ? Hver er tilgangurinn með skipan nefnda á nefndir ofan án þess að nokkuð komi út úr því. Framkvæmd stjórnsýslunnar setur ofan með þessu háttalagi.
- Lögð var fram fyrirspurn fyrr í vetur varðandi laun starfsmanna á skrifstofu og í áhaldahúsi sveitarfélagsins. Í svörum kemur fram og í þeim gögnum sem fylgdu má sjá að miðað er við grunnlaun. Óskað er eftir upplýsingum um heildarlaun sömu starfsmanna sundurliðað, þ.e. grunnlaun, yfirvinna og hlunnindi. Sömuleiðis er óskað eftir upplýsingum um launakostnað vegna yfirstjórnar sveitarfélagsins t.d. fyrir fyrsta ársfjórðung ársins. Yfirstjórn sundurliðað þ.m.t. sveitarstjóri, oddviti, hreppsráð, sveitarstjórn og nefndir sveitarfélagsins.
- Skipaður var starfshópur á 5. fundi hreppsráðs þann 8. ágúst 2002 í þeim tilgangi að gera tillögu að nýju skipuriti skrifstofu sveitarfélagsins með starfslýsingum, eins fljótt og við verður komið og móta tillögu um framkvæmd breytinga. Jafnframt var, á sama fundi, skipaður starfshópur sem falið var að huga að húsnæðismálum skrifstofu sveitarfélagsins. Fyrri starfshópurinn hefur ekki komið saman og ekki er vitað um störf seinni hópsins. Hvernig er staðan á þessum málum ?
- Um áramótin síðustu var oddviti Rangárþings ytra ráðinn til starfa við stjórnsýslu hins nýja sveitarfélags, að ósk meirihluta sveitarstjórnar í 60% starf. Samkvæmt greinargerð meirihluta þá voru skilgreind verkefni all nokkur. Sum þeirra þó, að áliti minnihluta, eiga að tilheyra starfi oddvita og á því ekki að þurfa að tilgreina sérstaklega eða greiða sérstaklega fyrir. Önnur verkefni snúa að framgangi stjórnsýslunnar og óskum við eftir upplýsingum þar um nú, þegar árið er tæplega hálfnað. Í fyrsta lagi verkefni er varðar mótun og gerð skipurits ásamt verkefnaniðurröðun fyrir stjórnsýslu Rangárþings ytra, hefur reyndar verið skipaður starfshópur til sömu erinda sjá fyrirspurn hér ofan við. Í öðru lagi verkefni er varðar mótun tillagna um starfsmannastefnu og gerð erindisbréfa fyrir nefndir og starfsmenn sveitarfélagsins. Óskað er eftir upplýsingum um þessi verkefni sérstaklega auk þess sem óskað er eftir skýrslu oddvita um hans störf frá áramótum. Miðað við greinargerð sem fylgdi ráðningu oddvita og þær ráðningar sem hafa tekið gildi í sveitarfélaginu þá er full ástæða til að mati undirritaðra fulltrúa minnihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra að endurskoða umrædda ráðningu og starf oddvitans.
- Gámavellir.
Hvernig er svokölluðu gámaeftirliti háttað, hvað er fólgið í þessu eftirliti og hvað hefur þetta eftirlit kostað til dagsins í dag? Er Umhverfisnefnd sveitarfélagsins kunnugt um þessa starfssemi og tilgang hennar ?
- Fiskeldisstöðin Fellsmúla.
Fiskeldisstöðin er í meirihlutaeigu sveitarfélagsins. Ekki hefur verið haldinn stjórnarfundur í stöðinni frá því í janúar 2003 þrátt fyrir ítrekuð tilmæli stjórnarmanna þar um. Fyrir liggur að taka afstöðu til fjölmargra erinda sem borist hafa stjórn auk þess sem ákvarða þarf um framtíð stöðvarinnar. Hver er stefna meirihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra í málefnum fiskeldisstöðvarinnar ? Krefjast undirritaðir þess að haldinn verði fundur í stjórn hið fyrsta.
- Tjónabætur í kjölfar jarðskjálftanna árið 2000.
Óskað er eftir upplýsingum um hvað sveitarfélögin fengu í tjónabætur og hvernig þessar bætur flokkuðust á eignir. Hversu mikið af fjármununum hefur verið varið í viðgerðir á viðkomandi eignum.
Samþykkt samhljóða að vísa fyrirspurnunum til næstu hreppsnefndarfunda.
- Sala á spildu úr Guttormshaga:
Lagður fram kaupsamningur dagsettur 20/6´03, þar sem Bjarni Þorsteinsson, kt. 050450-2289 selur Matthíasi G. Péturssyni, kt. 181148-3819 spildu úr landi Guttormshaga.
Samþykkt samhljóða að gera ekki athugasemd við söluna og fallið frá forkaupsétti.
- Fundarboð og umsóknir um styrki:
- a) Menntamálaráðuneytið 6/6´03 - áhugi grunnskóla á þátttöku í verkefninu "Gegn einelti".
Erindinu vísað til skólastjórnenda í Rangárþingi ytra.
- b) IOGT/Bindindismótið í Galtalækjarskógi 5/6´03 - styrkumsókn vegna skiltagerðar.
Samþykkt samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 50.000.-, þó að hámarki helmingi kostnaðar.
- c) Fjölskyldan - Líknarfélag.
Hafnað.
- Annað efni til kynningar:
- a) Vegagerðin 5/6´03 - umburðabréf vegna girðinga meðfram vegum og hlutverk sveitarstjórna í þeim málaflokki.
- b) Samband íslenskra sveitarfélaga 10/6´03 - greiðslur vegna Launanefndar 2003.
- c) Úrvinnslusjóður 10/6´03 - skilagjald á ökutækjum.
- d) Guðjón Guðnason, Háarima 13/6´03 - tilsjón með hrossum.
- e) Félag íslenskra uppeldis- og meðferðarstofnana fyrir börn og unglinga 13/6´03 - þörf fyrir eftirmeðferð unglinga.
- f) Umboðsmaður barna 10/6´03 - skýrsla um málþingið "Skundum á Þingvöll".
- g) Samtök ferðaþjónustunnar 20/6´03 - umburðabréf um nýtingu á opinberu húsnæði fyrir ferðaþjónustu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.
Fundarritari: Sigrún Sveinbjarnardóttir.