8. fundur 23. september 2002

Hreppsráð Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsráðs Rangárþings ytra, kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laufskálum 2 Hellu, mánudaginn 23. september 2002, kl. 10:00.

 

Mætt: Sigurbjartur Pálsson, formaður, Valtýr Valtýsson og Heimir Hafsteinsson. Auk þess sitja fundinn Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri og Sigrún Sveinbjarnardóttir sem ritar fundargerð.

 

Sigurbjartur Pálsson setti fundinn og stjórnaði honum.

 

Sigurbjartur kynnti breytingar á áður útsendri dagskrá. Við bætast fundargerðir í 1. lið, fundarboð í 17. lið og kynningarefni í 18. lið.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda til kynningar:
  2. a) Hússtjórn MML 11/9'02.
  3. b) Samráðsfundur um Tónlistarskóla Rang. 12/9'02.
  4. c) Fjallskiladeild Landmannaafréttar 13/9'02.
  5. d) Fræðslunefnd 19/9'02.
  6. e) Félagafundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands 11/9'02.

 

  1. Fjölnotahús í Þykkvabæ:

Lagðar fram verkstöðuskrár og tillögur um viðbótarframkvæmdir frá hönnuði og

eftirlitsmanni hússins, móttekið 16/9'02.

 

Heimi falið að hafa umsjón með verklokum í samráði við eignaumsjón.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Lundur, hjúkrunar- og dvalarheimili:

Lögð fram tillaga um að Rangárþing ytra gangi í ábyrgð vegna yfirdráttarheimildar Lundar

að upphæð 30 mkr. í Búnaðarbankanum á Hellu.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Birna Borg Sigurgeirsdóttir og Guðbrandur Einarsson:

Lagt fram bréf, dagsett 16/9'02 og tillaga að deiliskipulagi frístundalóðar í Bjargstúni í

landi Ægissíðu 1. Meðfylgjandi er uppdráttur frá Verkfræðistofu Suðurlands ehf.

 

Farið er fram á heimild til þess að auglýsa megi deiliskipulagstillöguna.

 

Samþykkt samhljóða að fela skipulags- og byggingafulltrúa að auglýsa tillöguna.

 

  1. Hrafnkell Ársælsson:

Lagt fram bréf, dagsett 9/9'02 og tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundalóða A8 og

D1 í Reynifellskrók. Meðfylgjandi er uppdráttur frá Hönnun hf.

 

Farið er fram á heimild til þess að auglýsa megi breytingartillöguna.

 

Samþykkt samhljóða að fela skipulags- og byggingafulltrúa að auglýsa tillöguna.

 

  1. Fasteignamiðstöðin v/Hagabúsins ehf.:

Lagt fram bréf, dagsett 12/9'02 og kaupsamningur um íbúðarhús og bílskúr í landi Haga í

Holtum.

 

Farið er fram á samþykkt hreppsráðs við sölunni og að fallið verði frá forkaupsrétti.

 

Samþykkt samhljóða og fallið er frá forkaupsrétti.

  1. Landsvirkjun:

Lagður fram tölvupóstur frá Árna Gunnarssyni hjá Landsvirkjun dagsettur 19/9'02 og til

upplýsingar afrit af bréfi frá iðnaðarráðunetinu, dagsettu 2/9'02 sem er höfnun

ráðuneytisins á umsókn Landsvirkjunar um rannsóknarleyfi á Torfajökulssvæðinu vegna

hugsanlegrar virkjunar jarðvarma þar til raforkuframleiðslu.

 

Samþykkt samhljóða að styðja við umsókn Landsvirkjunar eftir föngum.

 

  1. Hafliði Halldórsson:

Lögð fram umsókn, dagsett 10/9'02, um að kostnaður við gerð heimreiðar að Ármóti verði

greiddur af sveitarfélagi/safnvegafé.

 

Erindinu hafnað þar sem heimreið er fyrir að bænum Ármóti.

 

  1. Gerð heildaráætlunar fyrir fráveituframkvæmdir á svæði gamla Djúpárhrepps:

Lagt fram bréf, dagsett 17/9'02, frá umhverfisráðuneytinu. Í bréfinu er kynnt nauðsyn þess

að lögð verði fram heildaráætlun um úrbætur í fráveitumálum fyrir gamla Djúpárhrepp og

að ef hún berst ekki ráðuneytinu fyrir 30. september n.k. fái sveitarfélagið ekki styrk vegna

framkvæmda á árinu 2001.

 

Lögð fram tillaga um að hreppsráð veiti sveitarstjóra heimild til að fela Heilbrigðiseftirliti

Suðurlands gerð yfirlits og áætlunar um úrbætur í fráveitumálum á svæði gamla

Djúpárhrepps.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Skólastjóri Þykkvabæjarskóla:

Erindi, dagsett 17/9'02, sem er endurnýjuð umsókn um dagpeninga í námi fyrir starfsmann,

lagt fram.

 

Þar sem ekki hefur verið mörkuð stefna í kostnaðarþáttöku í endur- og símenntun utan kjarasamninga starfsmanna Rangárþings ytra er erindinu hafnað.

 

Erindi, dagsett 13/9'02, um heimild til þess að færa á milli kostnaðarliða í fjárhagsáætlun

Þykkvabæjarskóla svo gera megi nauðsynlegar lagfæringar á búnaði í bókasafni, lagt fram.

Samþykkt samhljóða enda sé ekki um aukna fjárheimild að ræða frá því sem gert er ráð fyrir í hjárhagsáætlun.

 

  1. Ungmennafélagið Framtíðin og Kvenfélagið Sigurvon:

Lagt fram bréf frá Ungmennafélaginu Framtíðinni, dagsett 9/9'02, með ósk um afnot af

íþróttamannvirkjum í sveitarfélaginu vegna íþróttaæfinga, samtals 17 klst. á viku.

 

Samþykkt að Þórhalli Svavarssyni verði falið að raða niður tímum í íþróttahúsinu og kynna þar umsækjanda og Óla A. Ólafssyni.

 

Lagt fram bréf frá Kvenfélaginu Sigurvon, dagsett 10/9'02, með ósk um að kvenfélagið fái

endurgjaldslaus afnot af fjölnotahúsi í Þykkvabæ vegna sumarbingós, 17. júní hátíðahalda

og jólaballs. Kvenfélagið hefur verið með veitingasölu á þessum samkomum.

 

Samþykkt að veita kvenfélaginu Sigurvon styrk í formi ókeypis húsaleigu.

 

Lagt fram bréf, dagsett 10/9'02, frá Kvenfélaginu Sigurvon og Ungmennafélaginu

Framtíðinni með ósk um að félögin fái funda- og námskeiðsaðstöðu í suðvesturherbergi á

efri hæð fjölnotahúss í Þykkvabæ.

 

Samþykkt samhljóða og óskað eftir að aðstaðan verði opin öðrum sem á þurfa að halda.

 

  1. Margrét Eggertsdóttir:

Lagt fram bréf, dagsett 12/9'02. Kynnt er skipan reiðveganefndar Geysis og óskað er eftir

fundi með öllum sveitarstjórnum í Rangárvallasýslu um reiðvegagerð í sýslunni.

 

Samþykkt samhljóða að senda fulltrúa á fyrirhugaðan fund.

  1. Þjóðminjasafn Íslands 16/9'02:

Lagt fram bréf, móttekið 16/9'02, sem inniheldur ósk um upplýsingar um safnamál og

minjavörslu á svæði sveitarfélagsins.

Vísað til menningarmálanefndar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Upplýsingamiðstöðin á Hellu:

Lagt fram bréf, dagsett 6/9'02, sem fjallar um gerð upplýsingabæklinga fyrir sveitarfélagið.

 

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar til skoðunar.

  1. Þórunn S. Sæmundsdóttir. og Sigríður Þ. Sæmundsdóttir:

Lagt fram bréf, dagsett 10/9'02, sem er umsókn um að sveitarfélagið annist gerð

bráðabirgðavegar á byggingastað Þórunnar og Sigríðar í landi Meiri-Tungu II við Reiðholt.

 

Erindinu hafnað og vísað til samráðs Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins um úthlutun á safnvegafé.

  1. Skoðun á tillögum og tilboðum í heimasíðugerð:

Tillögur og tilboð um gerð heimasíðu fyrir Rangárþing ytra, sem borist hafa eftir

auglýsingu, kynnt.

 

Samþykkt að hreppsráð skoði tillögurnar og ræði við tilboðsgjafa.

 

  1. Fundaboð og umsóknir um styrki:
  2. Veiðifélag Ytri-Rangár og vesturbakka Hólsár - félagsfundur um arðskrá 26/9'02.

Samþykkt að Engilbert Olgeirssyni verði falið að sækja fundinn og fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins að Gaddstöðum undanskildum.

 

  1. Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands - aukafundur 9/10'02.

Sveitarstjóra falið að senda breytingatillögu á lið 7.02 í samþykktum Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands til aðildarsveitarfélaga sjóðsins í stað áður útsendrar tillögu að breytingu á lið 8.01 sbr. fundarboð aukafundar sem haldinn verður 9. október n.k.Breytingartillagan feli í sér frestun aðalfundar á kosningaári fram yfir sveitarstjórnarkosningar.

Sveitarstjóra falið að fara með atkvæðisrétt Rangárþings ytra á væntanlegum aukafundi.

 

  1. Þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna.

Erindinu hafnað.

 

  1. Forvarnarverkefni námsmannahreyfinga á Íslandi.

Erindinu hafnað.

  1. Annað efni til kynningar:
  2. i) Fræðslumiðstöð Rvíkur 16/9'02 - samþ. sérstuðningur við nemenda.
  3. ii) Hitaveita Rangæinga - fundargerð stjórnar 18/9'02.

iii) Atgeir ehf. - fundargerð hluthafafundar 16/9'02.

  1. iv) Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands - félagsfundur 11/9'02 og bréf formanns til

meirihluta í bæjarstjórn Árborgar 18/9'02.

  1. v) Svæðisvinnumiðlun Suðurlands - fundargerð Svæðisráðs 11/9'02.
  2. vi) FOSS - tilkynning um fulltrúa í starfskjaranefnd 4/9'02 og um trúnaðarmenn

11/9'02.

vii) Félagsmálaráðuneytið 13/9'02 - úthlutun framlaga vegna fasteignaskatts 2002 og framlög sveitarfélaga í Varasjóð húsnæðismála.

viii) SASS - fundargerð 356. stjórnarfundar 17/9'02.

  1. ix) Heilbrigðisnefnd Suðurlands - fundargerð 46. fundar 17/9'02.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:00.

 

 

Fundarritari: Sigrún Sveinbjarnardóttir.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?